Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 10
Enginn vafi er á því, að íslendingar eru mjög á eftir öðrum þjóðum í þeim efnum, og. kemur margt til. Mætti þar fyrst nefna tilfinnanlegan gistihúsa- skort í Reykjavík og á þeim stöðum úti á landi, sem mest eru sóttir af erlendum ferðamönnum. Vegir eru víðast hvar mjög lélegir eftir því sem ferðamenn eiga að venjast. Þjónustu á hótelum í Reykjavík þarf að samræma og koma í það horf að það líkist þeirri fyrirgreiðslu, sem veitt er er- lendis. Hver teljið þér helztu ráð til úrbóta í þeim efnum? Það þarf margt að gera. Það þarf að gefa frjálsa móttöku erlendra ferðamanna. Ferðaskrifstofa. rík- isins á að hætta að hafa afskipti af móttöku erlendra ferðamanna og þessi stofnun á að starfa aðeins sem upplýsingastofnun, rekin á sama grundvelli og ríkis- ferðaskrifstofur hinna Norðurlandanna eru reknar. Það er enginn vafi á því, að einkaframtakið muni sjá þessum málum bezt borgið. Tel ég mjög óeðlilegt að ríkisvaldið reki ferðaskrifstofu með árlegu fram- lagi úr ríkissjóði og skattfrjálsa í samkeppni við einstaklinga. Þær ferðaskrifstofur, sem hér starfa þurfa vitanlega að starfa eftir ákveðnum reglum og er nauðsynlegt að setja heilbrigða löggjöf um þessi mál. Bæði flugfélögin hafa varið milljónum króna til auglýsinga og kynningarstarfsemi um ísland, og er það mjög þakkarvert, því þau hafa gert þetta með sínum eigin peningum, en ekki sótt það í ríkis- sjóð. Það þarf að setja sérstök lög um Ferðaskrif- stofu ríkisins, sem gefur henni skýr fyrirmæli um hvernig hún eigi að starfa, og lög þessi eiga að vera aðskilin lögum um ferðamál almennt, enda sé Ferða- skrifstofa ríkisins háð eftirliti og stjórn Ferðamála- ráðs. Er ferðaskrifstofum hér enn gert erfitt fyrir um að gegna hlutverki sínu? Það er ekki hægt annað en að svara þessu ját- andi. Þar eð vonir standa til, að ný löggjöf verði sett um ferðamál almennt á næsta Alþingi vil ég ckki fara út í einstök atriði, aðeins segja það, að Ferðaskrifstofa ríkisins hefur verið sá dragbítur. sem hefur gert þessi mál erfið og að sumu leyti óframkvæmanleg, og ég er sannfærður um, að ég er ekki einn um þá skoðun ,að fáir sæju eftir því ef hún væri lögð niður í sinni núverandi mynd. Er nokkuð sérstakt, sem þér vilduð bæta við það, sem þér hafið sagt hér að framan? Ég tel mjög mikla möguleika á að stórauka ferða- mannastrauminn til Islands ef rétt er á þessum málum haldið, og ætti ríkisvaldið að hlutast til um að starfandi ferðaskrifstofur í einkaeign séu hafðar með í ráðum þegar almenn Iöggjöf verður sett um þessi mál. Eöli og tilgangur . . . Framh. al bls. 3 ugg og ákveðin almenn stjórn efnahagsmála, og þá fyrst og fremst peninga- og fjármála. Sá árangur, sem náðst hefur á grundvelli þessa hagkerfis á Vesturlöndum síðan styrjöldinni lauk er sízt lakari en í Austur-Evrópu, ef tillit er tekið til mismun- andi þróunarstigs þessara þjóðfélaga. í stuttu máli má því segja, að í Austur-Evrópu séu áætlanir fyrst og fremst tæki, sem eigi að gegna því hlutverki, sem frjáls markaður og verð- myndun gegna í hagkerfi Vesturlanda. Á hinn bóg- inn séu áætlanir á Vesturlöndum hjálpartæki við almenna stjórn efnahagsmála, sem stuðli að því að þau meginmarkmið náist, sem þeirri stjórn eru sett, full atvinna, jafnvægi og hagvöxtur, án þess að skert sé ákvörðunarvald hinna einstöku eininga hagkerfisins. Það er mín skoðun, að áætlanagerð af því tagi, sem tíðkast í Austur-Evrópu, sé í raun og veru frumstætt og ófullkomið tæki til þess að vinna það verk, sem henni er ætlað. Áætlanir al' þessu tagi geta leyst hlutverk sitt sæmilega af hendi í þjóðfélagi, sem er komið tiltölulega skammt á veg í iðnþróun, og þar sem frainleiðsla fjárfest- ingarvöru og hergagna er þungamiðja efnahagslífs- ins. Mér virðist reynsla Austur-Evrópuþjóðanna hins vegar ekki benda til þess, að þetta tæki sé hentugt til þess að leysa hlutverk sitt af hendi í þjóðfélagi, sem lengra er komið áleiðis, og þar sem óskir neytandans skipta æ meira máli. Frjáls mark- aður og frjáls verðmyndun virðast mér miklu full- komnara og nákvæmara tæki. Margt virðist einnig benda til þess, að Austur-Evrópuþjóðirnar sjálfar muni í æ ríkara mæli breyta hagkerfi sínu í þá átt, að hverri einingu hagkerfisins sé veitt meira sjálf- stæði og samræmið á milli eininganna sé skapað fyrir áhrif markaðs og verðmyndunar. Jafnframt myndi áætlanagerð í Austur-Evrópu smátt og smátt glata því sérstaka eðli, sem hún nú hefur, og færast nær því að vera það, sem áætlunargerð nú er á Vesturlöndum, hjálpartæki við almenna stjórn efna- hagsmála. 10 FRJÁLSVERZLCN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.