Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 12
Ný hótel utan Reykjavíkur — r--——-------------------------------- FRJÁLS VERZLUN hefrn leitað til nokk- urra hótel- og veitingamanna í Reykja- vík og beðið þá um að lýsa viðhorfum sínum til ástandsins í hótelmálum íslend- inga nú. — Fara álit þeirra hér á eftir ísland - fyrir þé, sem leila hvíldar og heilsubóta t dag er Hótel saga komin í fullan gang. Öll gistiherbergi hafa verið tekin í notkun og aðsókn hefur verið svo mikil, að við höfum orðið að neita miklu, sérstaklega í júlímánuði. Ágústmánuður lof- ar einnig mjög góðu. Þær ráðstefnur og fundir, sem hér eru haldnar nú hefði ekki verið unnt að halda, ef Saga hefði ekki verið komin í starfrækslu. Nýtingin var einnig mun betri í vetur en við bjugg- umst við. Vegna góðrar samvinnu við hin hótelin í Reykja- vík vitum við, að Saga hefur ekki tekið frá þeim gesti, heldur þvert á móti tekið við þeim aukna ferðamannastraumi sem orðið hefur til íslands og ekki hefði verið hægt að taka á móti, ef Sögu hefði ekki notið við. Það var því tvímælalaust tímabært er hafizt var handa um byggingu Hótel Sögu. Um þörfina á frekari hótelbyggingum hér í Reykjavík vil ég segja þetta: Maður getur látið sér detta í hug að nú sé þörf á minni hótelum, fyrir hinn almenna ferðamann, sem vill greiða sem minnst fyrir gistinguna, en þó njóta þeirra þæg- inda, sem hann er vanur, herbergi með baði og salerni og góðu rúmi, þótt ekki sé að öðru Ieyti mikið í hótelið lagt. En það er ekki einhlítt að byggja hótel í Reykja- vík, til þess að fá ferðamenn hingað til íslands og ferðast um landið. Úti um land þarf einnig að sjá þeim fyrir sómasamlegu gistirými. En sumarið okk- ar er stutt og þar af leiðandi erfitt að halda hóteli gangandi allt árið úti um land. Ég tel því tvímæla- laust stefnt í rétta átt þegar leitast er við að sam- eina í einu húsi skóla á veturna og gististað að sumri til. Litlir fjallaskálar við hveri og vötn og skíðalönd, margir en smáir, er einnig það sem koma þarf. Framtíð íslands sem ferðamannalands liggur ekki í því að fá menn hingað til Reykjavíkur til þess að skemmta sér, heldur hina sem virkilega meina það að þeir þurfi á hvíld að halda. Þeir eiga að koma hingað til þess að njóta loftslagsins, hvera- hita og leirbaða. Island er framtíðarlandið fyrir þá sem vilja leita sér heilsubótar. Það kostar auð- vitað mikla peninga að skapa hér góðar aðstæður til slíks. En maður sem á annað borð er að leita sér lækninga hann ferðast um allan heiminn ef með þarf. Þjónusta við ferðamenn er óneitanlega á byrj- unarstigi á íslandi, en hér er samt margt vel gert. Við Islendingar erum gestrisin þjóð og viljum, að þeim líði vel sem hér ber að garði. Þeir sem nú vinna á Hótel Sögu höfðu aldrei unnið á hóteli áður en okkur hefur tekizt að taka svo á móti gestum, að þeir hafa farið ánægðir frá okkur, um það vitna hin fjölmörgu bréf, sem við höfum feng- ið frá gestum okkar. 12 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.