Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 31
Félag fsl. slórkaupmanna 35 ára Hinn 21. maí sl. voru liðin 35 ár frá stofnun Fclags íslenzkra stórkaupmanna. Félagið var stofn- að að frumkvæði nokkurra stórkaupmanna, sem 7. febrúar 1927 ákváðu að stofna félagið. Var þeim Arent Claessen, aðalræðismanni, Birni Ólafssyni, stórkaupmanni og John heitnum Fenger, stórkaup- manni, falið að undirbúa stofnun félagsins. Þann 21. maí 1928 var svo formlega gengið frá stofnun félagsins. í fyrstu stjórn þess áttu sæti eftirtaldir menn: Formaður var Arent Claessen, aðalræðis- maður, en meðstjórnendur stórkaupmennirnir Björn Ólafsson, Hallgrímur Benediktsson, Magnús Th. S. Blöndahl, John Fenger og Kristján Ó. Skagfjörð. Tilgangur félagsins þá og síðar hefur ætíð verið sá að efla frjálsa verzlun, bæði á innflutningi og útflutningi. Þá liefur félagið barizt fyrir því, að einkasölur ríkisins yrðu lagðar niður og því haldið fram, að innflutningi á einkasöluvörum væri betur komið í höndum innflytjenda, sem gætu dreift þeim fyrir mun minni kostnað heldur en einkasölurnar hafa gert og gera. Hin síðari ár hefur eitt af bar- áttumálum félagsins verið krafa um algert afnám verðlagsákvæða. Telur félagið, að leitt liafi verið í ljós, að hag neytenda er sízt betur komið með til- komu þeirra. Er það skoðun félagsins, að frjáls samkeppni skapi neytendum hagstæðast vöruverð og gæði. Félagið hefur einnig látið tollamál mikið til sín taka frá byrjun og hefur það verið baráttu- mál félagsins að hafa tolla sem lægsta. í samvinnu við önnur félagasamtök kaupsýslumanna stuðlaði félagið að stofnun Verzlunarsparisjóðsins 1950 og síðan að stofnun Verzlunarbankans, en stofnanir þessar hafa orðið verzlunarstéttinni í landinu mikil lyftistöng. Félagið hefur beitt sér mikið fyrir því, að Verzlunarbanki íslands hf. fái réttindi til að verzla með erlendan gjaldeyri til þess að sú stofn- un geti fullnægt öllum viðskiptum kaupsýslumanna. Á árinu 1961 festi félagið kaup á húseigninni nr. 14 við Tjarnargötu, þar sem félagið hefur nú að- setur sitt og skrifstofur. Fyrsti framkvæmdastjóri félagsins var Henrik Sv. Björnsson, núverandi scndiherra íslands í London. Síðar tók við því starfi Einar heitinn Ásmundsson, hæstaréttarlögmaður og ritstjóri, og frá 1956 hefur Hafsteinn Sigurðsson, lögmaður, gegnt því starfi. Núverandi formaður félagsins er Hilmar Fenger, stórkaupmaður, en aðrir í stjórn eru: Hannes Þor- steinsson, Vilhjálmur II. Vilhjálmsson, Einar Far- estveit, Ólafur Guðnason, Gunnar Ingimarsson og Jón Hjörleifsson. Verjum tugmilljónum króna . . . Framh. al bls. 18 (c) að fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna hafi þeir einir með höndum, sem færir eru um að inna hana sómasamlega af hendi, en frjálsræðis gæti þó í þessum efnum. Hér heima fyrir þyrfti af opinberri hálfu að stuðla að: (a) alhliða menntun alls þjónustuliðs. (b) byggingu gistihúsa og greiðasölustaða af misjafnri stærð, eftir því sem við á, en hvergi verði þó slakað á ítrustu menningarkröfum. (c) byggingu viðunandi afgreiðsluhúsa á flug- völlum þeim, sem fyrir eru og í hafskipahöfn- um. (d) byggingu viðunandi flugvalla, hafna og vega úr varanlegu efni, enda verði vegir lagðir að líklegustu ferðamannaslóðum. Allt eru þetta viðamikil verkefni, sem langan tíma taka — en Róm var ekki hcldur byggð á einum degi. Einstaklingarnir munu með framtaki sínu leysa ýmsan vanda, en opinberrar fyrirgreiðslu þarf víða við — fyrirgreiðslu, sem byggist á skilningi á þörfum menningarþjóðfélags til að inna ferðaþjón- ustu af hendi svo að vel sé. Tekjur Breta af ferðamönnum eru nú t.aldar hærri, en sem nemur sölu á skozku Whisky. Sam- bærilegar tekjur íslenzku þjóðarinnar gætu vegið nokkuð á móti aflabresti og markaðshruni, en ein- staka þætti þess máls yrði of langt að rekja. FH.JÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.