Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 25
Ég hef verið að reyna að fá einhverja vitneskju um nútíma skáldskap íslenzkan. Eftir því sem ég bezt veit, hefur ekki orðið nein verulcg breyting á, síðan rómantíska vakningin kom hingað frá Danmörku og Þýzkalandi, þ. e. a. s., enginn „nú- tíma“ skáldskapur til að rugla gömhi konurnar. Tæknilega er Ijóðagerðin á mjög háu stigi, og má ekki vanta stuðla og höfuðstaf, alrim eða hálfrím. Enn þann dag í dag yrkja íslendingar vísur, sem lesa má hvort heldur vill áfram eða afturábak, eins og þessa: Falla Umans voldug verk, varla falleg baga. Snjalla ríman stuðla-sterk stendur alla daga. Daga allar stendur sterk stuðla ríman snjalla. Baga falleg varla verk voldug tímans falla. Eða vísur eins og þessi, þar sem seinni helmingurinn er búinn til með því að sníða einn staf framan af hverju orði fyrra helmingsins: Snuddar margur trassinn trauður, treinist slangur daginn. Nuddar argur rassinn rauður, reinist langur aginn. Annað sérkenni íslenzkra kvæða er skáldamálið, hversu lífseigt það hefur reynzt. 1 þessari vísu er fyrra heitið á stúlku eins skáldlegt og demoiselle: Yngissveinar fara á fjöll, finna sprund i leynum. Stúlkur elska alltaf böll, ástfangnar f sveinum. Vísan þýðir: Ungir menn fara til fundar við stúlkur í leyni. Stúlkur hafa yndi af að fara á dansleiki, þegar þær fella hugi til ungra manna. En það sem hefur slegið mig mestri furðu, er, að flest meðalmenntað fólk, sem maður hittir, kann að kasta fram svarvísu (kveðast á). Þegar ég var fyrir sunnan, var eitt sinn í fylgd með mér íslenzkur stúdent. Ég baunaði á hann miskunnarlausri rím- þraut: Whcn baby’s c.ries grew hard to bear I popped him in the Frigidaire. I never would have done so if I’d known that he’d be frozen stiff. My wife said ”George, I’m so unhappé, Our darling’s now completely frappé." Innan tuttugu mínútna var hann búinn að snara þessu og sendi mér til baka, og skilst mér það vera allnákvæmt: Ef grenjar kenja krakkinn minn, ég kasta honum í snjóskaflinn. Eg jietta meðal fljótast finn, ])á frýs á honum kjafturinn. En síðan kveinar kerlingin, að króknað hafi anginn sinn. Hann þýddi líka kvæði eftir mig, alvarlegs efnis, og þykir mér mikið fyrir því, að ég er búinn að glata því, það hljómaði svo stórkostlega. Ferðafélagi minn heitir Ragnar og er fróðleiks- náma, um kvæði og málshætti. Ég fór með fyrir liann hjartnæma hendingu eftir vin rninn: I think that I would rather like To be the saddle of a bike og þá kom upp úr kafinu, að til er íslenzk hliðstæða: Ef auðnan mér til ununar eittlivað vildi gera, klakkur í söðli Katrínar kysi ég lielzt að vera. Við erum nú staddir á sveitabæ undir hömrum, hann heitir Hraunsnef og stendur við Norðurá, eina mestu laxveiðiá landsins. Við lögðum af stað klukk- an átta í gærmorgun. Bílarnir eru þægilegir, en vegirnir ekki, og við höfðum ekki farið meira cn fimmtán kílómetra, þegar farþegarnir tóku að veikj- ast. Við bröltum samt áfrarn og kringum einkenni- legan fjörð, sem heitir Hvalfjörður, eftir vegslóða, sem hefði reynzt fullerfiður fótgangandi manni, og fórum fram hjá sögustöðum, t. d. eyju, þaðan sem kona sakamanns nokkurs flýði undan óvinum sín- um með því að synda til lands með börn sín á bak- inu, og bæ nokkrum, þar sem 17. aldar klerkurinn Hallgrímur Pétursson orti fræga passíusálma og dó úr holdsveiki, unz við námum staðar inni í litlu veitingahúsi til að fá okkur kaffi. Inni var fullt af Iélegum olíumálverkum en fyrir utan var tæplega hægt að þverfóta fyrir grútskítugum hænsnum. Á síðustu árum hefur risið hér skóli íslenzkra málara, og verk þeirra hanga uppi í veitingahúsum, skóla- húsum og opinberum byggingum. Ég hef séð nokkur mannshöfuð eftir Kjarval, og líkaði prýðilega, og mynd, sem bóndi nokkur málaði af móður sinni. En Cézanne hefur ekki haft holl áhrif á þá. Ég verð að geta þess, að ég sá líka tvo erni. Þeir sýndust allt of þungir til að geta flogið. Sauðárkróki. Frammi í bílnum sátu hinir útvöldu, þeirra á meðal óskaplega ferleg kona í tígrisdýrs-skinnfeldi. En aftur í, þar sem hristingurinn, hossið og skakið FRJAbs verzltjn 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.