Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 32
Farþegaflutningar Eimskips Framh. af bls. 20 ar breytingar eru farrými skipsins hin nýtízkuleg- ustu. Það liefur vakið aðdáun allra, sem séð hafa skipið, hversu vel hefur til tekizt með breyting- arnar. Enda þótt þáttur vöruflutningaskipa félagsins sé ekki stór í farþegaflutningunum, má geta þess að systurskipin, „Goðafoss", „Dettifoss“ og „Lag- arfoss“, eru búin farþegarúmum fyrir 12 farþega hvert, eins og áður er sagt. Þessi skip eru rómuð af öllum sem með þeim hafa ferðazt fyrir góðan aðbúnað, björt og rúmgóð farþegaherbergi, og vist- lega sali. Hins vegar hafa nokkrir erfiðleikar verið á því að bóka farþega í þessi skip fyrirfram, vegna þess hve siglingar þessar eru háðar vöruflutninga- þörfinni. Kvöldverður í Viðey sumarið 1809 Framh. af bls. 28 mynd um, hvað á eftir kæmi. En ekki höfðum við fyrr lokið við af báðum súpudiskunum en komið var með tvo stóra laxa, soðna og skorna í sneiðar og með brætt smjör, sem leit út eins og olía ,blandað ediki og pipar. Þetta var mjög gott á bragðið, og þegar við höfðum með einhverju móti tæmt diskana, vonuðum við sannarlega, að máltíð- inni væri lokið. En því var nú ekki að heilsa. Þá var borin inn stór skál sneisafull af kríueggjum harðsoðnum, og voru tólf sett á diskinn hjá hverjum manni. Fyrir sósu höfðum við stórt ker með sykr- uðum rjóma, og voru þar í fjórar skeiðar, sem við átum með allir úr sömu skálinni, sem stóð á miðju borði. Við tróðum í okkur, með hinum mestu erf- iðismunum, eggjunum og rjómanum, en ekki höfð- um við fyrr rétt frá okkur diskana, en steikt sauð- arkrof var borið inn og sykruð njólastappa með. En ekki var allt búið enn. Þá kom inn fullt fat af vöfflum sem voru hálfur þumlungur á þykkt og á stærð við bók i áttablaða broti. Jafnharðan var framreitt kex og flatkökur, og með þessu vorum við tilneyddir að þamba rauðvín úr gímalds vatnsglösum og ekki hætt fyrr en hver hafði tæmt sitt glas. Síðan kom bragðgóður réttur og treystum við því, að nú væri þetta loks á enda. En það var öðru nær. Þá var hafin drykkjan, bor- in inn stór skál með rommpúnsi og kollum haldið óspart að mönnum, minni drukkið með hverju glasi. Enn kom kyrna mikil full af púnsi, og það var rétt með herkjum, að við komumst hjá að tæma hana alveg. Við vorum þá tilneyddir að skipa mönnum okkar að hafa bátana til taks, og þegar við höfðum Ioks rennt niður þrem tebollum ofan á allt hitt, kvöddum við þennan einstaka gestgjafa og hélduin til Reykjavíkur. En því var ekki að leyna, að við vorum svo miður okkar eftir átið, að ég gat ekki gengið alla leið til gistihúss míns um kvöldið og var nokkurn tíma að jafna mig eftir þessa makalausu kvöldmáltíð. Þurfum að lengja ferðamannatímann Framh. ai bls. 19 erlendir ferðamenn, sem lcggja inn pantanir mörg- um mánuðum fyrirfram, um jólin og upp úr ára- mótum, er víst ekki fjarri sanni, að margir þeirra noti jólafríið til að leggja drög að því, hvar og hvernig skuli eyða sumarleyfi og draga síðan ekki að leggja inn pantanir. Af þessari reynslu höfum við orðið að taka upp þann hátt, að hafa sumar- áætlunina tilbúna ekki síðar en í nóvember.“ — Það er margt um útlendinga hér þessa dag- ana? „Já, nú þegar Ilótel Saga er komin í gagnið með !)() herbergi og 150 rúmum, cr hver bás fullskipað- ur. Þegar hér var opnað í fyrra, heyrðust þær raddir, að þetta yrði aldrei notað. En um daginu, ]>egar útlendur fulltrúi okkar kom í heimsókn án þess að gera boð á undan sér, reyndist ómögulegt að koma manninum fyrir, hvorki hér á Hótel Sögu né öðru hóteli. Það sýnir ljósast, að æ fleiri sækja hingað með hverju nýju sumri. Fólk í flestum lönd- um fær frítíma sinn lengdan, og ferðamannastraum- urinn færist alls staðar í aukana, hér sem annars staðar.“ Nýtt vandað vegakort Nýkomið er vegakort íslands á vegum Skelj- ungs hf. Höfundur þess er Ágúst Böðvarsson land- mælingamaður, Hörður Ágústsson listmálari sá um útlit og gerði kápumynd. Kortið er í höfuðdráttum með líku sniði og vegakort þau erlend, sem Shell og önnur olíufélög gefa út víða um heim. Vegalengdir eru samkvæmt nýjustu mælingum, og sýndar í löngum og stuttum áföngum, allt niður í 5 km, svo að auðvelt er fyrir ókunnuga að rata. 32 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.