Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 18
Kristjón Guðlcrugsson, hrl.: Yerjum fugmilljónum króna á ári fil að kynna ísland Loftleiðir hf. hafa á síðustu árum varið um 20 milljónum króna í auglýsingastarfsemi árlega. í öll- um auglýsingum félagsins er Island kynnt sem ferðamannaland, sérstætt á ýmsan hátt og vel þess virði að ferðamenn leggi þangað leið sína. Frá 1. janúar 1960 hafa Loftleiðir hf. boðið hing- að til lands rösklega 400 fulltrúum stórblaða og ferðaskrifstofa, til lengri eða skemmri dvalar. Sem dæmi um árangur þessarar starfsemi mætti nefna, að líklegt er talið að á síðasta ári hafi blaðagrein- ar um ísland í Bandaríkjunum einum náð til 45 milljóna lesenda. Sé rúmmál slíkra greina metið til fjár myndi það nema um 100 þúsund dollurum eða í íslenzkum krónum rösklega 4 milljónum, en að sjálfsögðu hafa slíkar greinar miklu meira gildi en venjulegar auglýsingar, þótt nauðsynlegar og góðar séu. Bak við alla þessa starfsemi liggur mikil vinna og vel skipulögð. Engu fé er á glæ kastað í til- gangslausa auglýsingastarfsemi og engum öðrum en málsmetandi áhrifamönnum um ferðamál boðið til landsins. Slík landkynning og hinn óbeini árangur hennar er vafalaust engu minna virði, en sá er við augum blasir í blaðagreinum. íslenzku þjóðinni er ekki vanþörf á aukinni kynningu um víða veröld, enda beinir þar allur fjöldinn augum sínum annað en í áttina til Norðurpólsins. Öllum þorra íslend- inga er orðið ljóst, að einangrun þjóðarinnar er engin blessun, en öllu frekar böl, sem flugstarfsem- in hefur bægt frá brautu og á ekki afturkvæmt. Allar menningarþjóðir leggja kapp á að laða til sín ferðamenn. Er ferðaþjónusta orðin með stærstu tekjulindum ýmissa þjóða. Nægir í því efni að skír- skota til Skandinavíu og Danmerkur, auk hinna kunnari, suðlægari landa, sem búið hafa að ferða- mannastrauminum um aldaraðir. Flugfarþegum hingað til lands fjölgar ár frá ári, en ef flutningageta leyfði myndu þeir þó vera miklu fleiri. Við það verða flugfélögin að miða starfsemi sína og skipulag að nokkru í náinni framtíð. Skil- yrði til móttöku erlendra ferðamanna hafa batnað stórlega. Bændastétt landsins hefur sýnt þar lofs- verðan stórhug með byggingu sinni hér í Reykja- vík, en að breyttu breytanda verður að stefna í sömu átt í sveitum landsins, kaupstöðum og kaup- túnum. Hálendi Islands hefur upp á alla kosti að bjóða, á ýmsum stöðum, fyrir erlenda ferðamenn, en vegakerfi landsins er enn ekki viðunandi og lítt til heilsubótar langferðamönnum. Allt stendur til bóta, ef skilningur og nauðsynleg þekking er fyrir hendi, og íslendingar þurfa ekki að vera eftirbátar annarra þjóða. Það höfum við sýnt í ýmsum cfnum. Ekki má biiast við gerbyltingu í framkvæmdum hér á landi, sökum fámennis og fjárskorts. Við það hvorttveggja verður að miða allar aðgerðir, en stefna án hiks að settu marki. Til þess að halda í horfið, ætti þjóðin að stefna að eftirfarandi: (a) að auka fjárframlög til landkynningar er- lendis. Ferðaskrifstofa ríkisins annist þá starf- semi af opinberri hálfu í samráði við utanríkis- ráðuneytið. (b) að gerast virkur aðili í samtökum Evrópu- þjóðanna um sameiginlega landkynningu í Bandaríkjunum, Framh. ó bln. 31 18 FRjábSyBpZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.