Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 24
gamall stígvélsræfill. Vcgna þefsins, sem af hon- um lcggur, verður helzt að éta hann utan húss. Bezt er að skafa hann með hníf og renna honum niður með brennivíni. Hann er líkari skósvertu á bragðið en nokkuð annað, sem ég man til saman- burðar. Hin matartegundin er rengi, sem er hval- sporður geymdur í mjólkursýru í eitt ár eða svo. Ef ykkur langar til að smakka á því, þá heimsækið ckki hvalstöð áður. En vel á minnzt, úr því að ég nefni matargeymslu í mjólkursýru, er ekki úr vegi að geta þess, að íslendingar hafa líka þá aðferð við að verka og geyma hrútspunga, og súrsaðir hrútspungar eru mesta lostæti. Tóbak Þó nokkurt úrval af sígarettum og reyktóbaki er til í Reykjavík, en úti á landi fæst ekkert nema Commander, brezkar sígarettur, sem virðast vera framleiddar aðeins til útflutnings til íslands. Reykjavík Það er ekki hægt að segja margt um Reykjavík. Hótelin þar heita Borg, Skjaldbreið, Vík og Stúd- entagarðurinn. Borgin er kölluð fyrsta flokks hótel, en það er nú svo og svo. Þó er það eini gististað- urinn, sem veitir áfenga drykki. Ilvað snertir her- bergi, verðlag og almenn þægindi, cr Stúdentagarð- urinn ákjósanlegasti staðurinn, þó að mig gruni, að maturinn þar gæti verið betri en hann er. í kaffi- húsi einu við Austurstræti er hægt að fá dágóðar rjómakökur. Á Borginni er jazzhljómsveit og dans á hverju kvöldi. Bíó og tvær sómasamlegar bóka- búðir eru þar einnig. í þjóðminjasafninu er ein undraverð mynd, Síðasta kvöldmáltíðin, máluð á tré, og dálítið málverkasafn í Alþingishúsinu. Einar Jónsson er ekki fyrir þá vandfýsnu. Annað, sem vert er að skoða, er Oli Maggadon við höfnina, Oddur Sigurgeirsson alls staðar, Kjarval listmál- ari og Árni Pálsson prófessor í íslandssögu. SENDIBRÉF FRÁ ÍSLANDI Reykjavík, 12. júlí. Iliugað er ég nú kominn, eins og þú getur séð. Eg hætti við að fara til Finnlands eftir allt saman. Mér fannst ekkert unnið við að taka annað land í leiðinni. Finnland á alls ekkert skylt við ísland, og ferðabók um óskylda staði verður engin saga, held- ur aðeins upptalning, sem er til leiðinda. Fyrsta vikan mín hér var hin ömurlegasta, því að fólkið, sem ég átti að flytja kveðjur og kynnast, var allt á bak og burt. Reykjavík er borg að nafn- inu, en eins og versta tegund af smáplássi, þegar maður ætlar að fara að skemmta sér, og það var ekki annað fyrir mig að gera en fá mér í staupinu inni í hótelinu, og þurfti þó undanþágu. Verðið var hreinasta rán. Smám saman komst ég í tæri við fólkið, svo að ég er nú orðinn svimandi fullur af slúðursögum. Ég heyri sagt, að þessi og þessi stjórnmálamaður sé fyrsti séntilmaðurinn á islandi, annar þjáist af ofsóknarbrjálæði síðan unglingar fóru einu sinni að hlæja að honum uppi í skíðaskála, að t.iltekinn prófessor hafi veðsett giftingarleyfið sitt daginn fyr- ir brúðkaupið, að þessi og þessi stúlka sé „levis avis“, þýzki konsúllinn hafi smyglað inn vopnum til að undirbúa leiftursóknina, að íslendingar kunni ekki að aga börn sín, að England sé hið rétta heimkynni spíritismans, og að einu drekkandi drykkirnir séu viskí og vermundur. Persónulegar skoðanir mínar á landi og þjóð eru takmarkaðar enn sem komið er. Hér er engin byggingarlist, og höggmyndastytturnar á almanna- færi eru aðallega í rómantískum riddara- eða vík- ingastíl. Konungur Danmerkur var hér í heimsókn, og ég horfði á hann koma út úr hi'isi forsætisráð- herrans í fylgd með fínum borgurum. Ég veit að pípuhattar og síðfrakkar fara fólki ekki vel, en eftir útliti einu að dæma, mundi ég ekki hafa treyst þeim að halda á gaffli. Kóngur fór að skoða Geysi, sem vildi ekki hlýða, og sagan segir ástæðuna þá, að af þjóðernisstolti hafi honum verið gefin inn- lend sápa í staðinn fyrir Sunlight-tegundina, sem hann er orðinn vanur . . . Ég hef farið til Þingvalla, og ekki er ofsögum sagt af fegurð þess staðar, en hótelið er fullt af fylliröftum á hverju kvöldi. Ein bráðlagleg bað mig að hringja í sig, þegar ég kæmi aftur í bæinn. Hún var kölluð Toppý . . . Ilraunsneji, 15. júlí. Sumt af því kátlega við ísland stafar af smæð þess, svo að allt er þar persónulegt. Götuvaltari er hér kallaður Bríet eftir kunnri kvenréttindakonu með bæklaða fætur. Ég fékk sönnun á þessu á mánudagsmorgun, þegar ég var að fara úr bænum, var á leiðinni að ná í langferðabílinn. Maður, sem ég liafði aldrei séð áður, stöðvaði mig á götunni og sagði: „Það eru bréf til yðar,“ fór með mig og lauk upp pósthúsinu fyrir mig einan. Ekki hef ég hugmynd um það, hvernig hann vissi hver ég var, og að ég var að fara úr bænum. 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.