Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1963, Blaðsíða 20
Óttar Möller, íorstjóri: Farþegaf luf n ingar Eimskips Frá upphafi hefur það verið annar meginþáttur- inn í starfsemi Eimskipafélagsins að annast um farþegaflutninga, bæði milli íslands og annarra landa og milli liafna við strendur landsins. Fyrstu skip félagsins voru smíðuð með allmiklu farþega- rými, es. „Gulljoss“ var með rúm fyrir 74 farþega og es. „Goðafoss“ fyrir 56 farþega. Töldust bæði þessi skip farþegaskip, jafnframt því að þau voru vöruflutningaskip. Var svo einnig um önnur þau skip, sem félagið lét smíða fyrstu áratugina. En bættar samgöngur á landi og auknar flugsamgöng- ur, bæði innanlands sem á leiðum milli landa, hafa á síðari árum leitt til þess að þörfin fyrir farþega- rými í skipum hefur minnkað og hagar félagið nú útbúnaði og innréttingum skipa sinna samkvæmt því. Ms. „Gullfoss“ er eina skip Eimskipafélagsins, sem smíðað er sem farþegaskip, með rúm fyrir 209 farþega. Skipið er einnig ætlað til vöruflutninga og hefur burð fyrir um 11—12 hundruð tonn af vörum. Onnur skip félagsins, ellefu að tölu, eru öll smíðuð sem vöruflutningaskip en hafa rými fyrir samtals 58 farþega. Fjögur skipanna eru með rúm fyrir 12 farþega hvert, fimm með rúm fyrir 2 far- þega en tvö skipanna eru ekki með farþegarúm. Skip félagsins flytja árlega um 7000 farþega milli landa og er þáttur „Gullfoss“ að sjálfsögðu stærst- ur í þeim flutningum. „Gullfoss“ er smíðaður árið 1950 og hefur nær alltaf frá þeim tíma verið í för- um milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar með viðkomu í Leith og í Hamborg um vetrartímann. Veturinn 1950—1951 var skipið leigt frönsku skipa- félagi til siglinga með vörur og farþega milli Bor- deaux og Casablanca, og árið 1953 fór það eina ferð frá Reykjavík til Miðjarðarhafslanda. Far- þegarými skipsins hefur að heita má allt frá því fyrsta verið fullskipað farþegum yfir sumarmánuð- ina, en þegar ferðamannastraumur er minni yfir 90 vetrartimann, hefur farþegafjöldinn af skiljanleg- um ástæðum ekki verið ýkja mikill. „Gullfoss" hef- ur flutt 84.419 farþega milli landa og eru þá taldir með þeir 5629 farþegar, sem skipið flutti milli Bordeaux og Casablanca. Síðastliðinn vetur voru fargjöld stórlækkuð með „Gvllfoss“ á tímabilinu frá 1. nóvember til 31. marz og þeim farþegum, sem ferðast vildu með skipinu til Kaupmannahafnar fram og til baka í sömu ferðinni var jafnframt boðið að gista og borða um borð í skipinu í erlendum höfnum, án endurgjalds. Ennfremur skipulagði félagið í sam- ráði við ferðaskrifstofu ferðir í landi fyrir þá far- þega, sem þess óskuðu. Nýbreytni þessi var gerð til þess fyrst og fremst að stuðla að því að lands- menn, sem að óbreyttu höfðu ekki mögulcika, eða efni á því að sigla til útlanda, gæfist kostur á slíkri ferð. Hin mikla aðsókn, sem varð að þessum ferð- um, sýnir að þær voru vel þegnar og verða þær teknar upp aftur í haust, fyrsta ferðin farin frá Reykjavík 1. nóvember, með óbreyttu fyrirkomu- lagi en örlítilli breytingu á fargjöldum. Má benda á að þegar er fullbókað í tvær fyrstu ferðirnar. Eins og tekið er fram að framan er eftirspurn mikil eftir farþegarúmum með „Gullfoss“ og á nokkrum mánuðum ársins meiri en annað verður. í vetrarferðunum eru íslendingar í miklum meiri- hluta meðal farþega, en sumarmánuðina er mikið af erlendum ferðamönnum, sem ferðast með skip- inu og hafa erlendar ferðaskrifstofur skipulagt hóp- ferðir með skipinu til Islands árum saman. í vor hefur verið gerð gagnger breyting á salar- kynnum í „Gulljoss“. Innréttingar í reyksal 1. far- rýmis hafa verið endurnýjaðar og er hann nú sem nýr. Ennfremur voru gerðar lagfæringar á matsal á 1. farrými. þá hefur 2. farrými verið endurnýjað algjörlega, bæði salir og farþegaherbergi. Eftir þess- Framh. á bls. 32 FRJÁL9 VRRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.