Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Page 4

Frjáls verslun - 01.08.1963, Page 4
tich, Ford stofnar til bílaframleiðslu sinnar, Thomas Mann skrifar kaupmannasögu sína, Buddenbrooks, og Wells söguna um fyrstu geim- ferðina til tunglsins og Max Weber ritið um sið- fræði protestantismans og anda kapitalismans. Farið er fyrsta vélknúna flugið, loftskeyti hefj- ast og Einstein setur fram afstæðiskenningu sína, San Francisco ferst í landskjálfta og eldi. — Það er ekkert sjáanlegt samband milli at- burðanna — þetta minnir okkur aðeins á um- hverfið í sögunni og andrúmsloftið. Um upphaf íslenzkrar heildverzlunar er það að segja, að hugmyndin virðist hafa legið í loft- inu meira eða minna ljós, áður en athafnasam- ir brautryðjendur hófust handa um framkvæmd- ir. Heildverzlun O. Johnson & Kaaber var stofn- uð í Reykjavík 1906. Garðar Gislason hafði stofnað íslenzka umboðsverzlun í Leith 1901, útibú í Reykjavík 1903 og fluttist heim hingað 1909. Sambandskaupfélag íslands var stofnað 1907. Ríkið hafði viðskiptaráðunaut erlendis um skeið, frá 1909. Verzlanir eru ekki sundurliðað- ar 1 hagskýrslum fyrr en 1911. Þá eru hér 16 heildverzlanir og 500 smásöluverzlanir. Á ár- unum kringum stofnár stórkaupmannafélags- ins eru þær orðnar um 80, en aðrar verzlanir rúmlega 1000. Tveimur árum eftir stofnun þessa félags er talið að um hálft fimmta hundrað manna vinni við heildverzlanir, nær 270 manns við kaupfélög og um 2300 manns við ýmsar smá- söluverzlanir og auk þess 223 menn við banka, vátryggingu og miðlarastörf. Heildverzlun þykir nú annarsvegar svo sjálf- sagt fyrirbæri og nauðsynlegt starf, en hefur hinsvegar, einkum fyrr meir, dregizt svo oft inn í opinberar deilur og pólitísk átök, að mönnum hættir við að gleyma því, hversu mikilsverð nýung og áhrifarík það var í raun og veru, þeg- ar heildverzlun hófst hér. Það var hennar átak, sem gerði íslenzka verzl- un alinnlenda og þjóðlega, felldi hana að ís- lenzkum þörfum, safnaði arði hennar í íslenzkt þjóðarbú, gerði vöruval hér æ fjölbreyttara og ruddi síðan íslenzkum afurðum braut út um víða veröld. Þó að verzlunarfrelsi kæmist á að fullu upp úr miðri seinustu öld (1855), var miðstöð ís- lenzkrar verzlunar lengi enn í Kaupmannahöfn, fyrst og fremst af því að þar var heildsalan fyr- ir landið, og enganveginn hagfelld alltaf. En ýmsar nýungar til úrbóta komu fram — pönt- unarfélög, Gránufélagið o. fl., en sum urðu aft- ur með tímanum hálfdanskar heildsölu’'. Jón Sigurðsson hafði sí og æ hamrað á nauðsyn þess að „ísland þarf og á sjálft að vera miopunktur sinnar eigin verzlunar; íslenzkir kaupmenn ættu sem flestir að hafa aðsetur í landinu og hjálpa oss til að styðja það og koma því á fætur“. Og hann bætti því við, að „stjórn landsins og al- þingi á að róa að því öllum árum, að þeim (kaup- mönnunum) sjálfum verði það einnig hagnað- ur, og að öllum þeim hindrunum verði burt rutt, sem fyrir því standa“. Hann taldi meira að segja æskilegt, að nokkrir kaupmenn, „sem skynsam- astir væru og landinu hollastir", yrðu kosnir á þing, því að allur hagur landsins væri undir því kominn, að verzlunin væri 1 sem beztu lagi. Það tók samt langan tíma að gera verzlunina íslenzka. Félag kaupmanna í Reykjavík hét Handelsforeningen framundir aldamót og fund- argerðir voru skrifaðar þar á dönsku fram und- ir 1880. í upphafi verzlunarfrelsisins voru 32 af 58 fastaverzlunum hér eign kaupmanna, sem sátu erlendis og margar hinar voru einnig út- lendar að meira eða minna leyti. Rétt fyrir aldamótin, þegar skilnaðarhug- myndin er að brjótast fram, segir Þorsteinn Gíslason í grein: „íslenzkir kaupmenn sitja enn í Danmörku og enginn þeirra ver því fé, sem þeir græða á verzlun sinni í landinu, til neinna fyrirtækja hér, heldur þar“. Þetta breyttist ekki fyrr en með tilkomu ís- lenzkrar heildverzlunar. Uppúr aldamótum fór hlutfallið að breytast: 82 innlendar verzlanir móti 12 útlendum og nokkrum árum eftir stofn- un þessa félags eru allar verzlanir hér á landi orðnar íslenzkar. Það á að setia upphaf íslenzkrar heildverzl- unar á sinn rétta stað í sögu og þróun þessarar aldar með og uppúr heimastjórninni. Mörgum stoðum var rennt undir það nýja þjóðfélag, sem þá var að rísa. í efnahags- og framkvæmdamálum koma þar til innlend stjórn, ný bankastarfsemi, sæsími og landssími, vélbáta- og togaraútgerð, auk hinnar innlendu heildsölu og annarrar eflingar verzlunarinnar og stofnun Verzlunarskólans. Þá er að nefna kaupfélögin og vaxandi greiningu stórverzlana í sérverzlanir, t. d. Thomsens magasin, sem var í 20 deildum, fljótlega upp úr aldamótum. 4 FltJÁ LS VERZLON

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.