Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 7
ili hans var látlaust og fábrotið, og segja má að í því sé enginn hlutur ónauðsynlegur. Mér finnst að einmitt þessi umgjörð um hin dýrmætu og fögru listaverk hafi snert marg- an gestinn, sem í húsið hefir komið, ekki sízt erlendu gestina, en margir þeirra þekkja slík listamannahús, — oft fátækleg heimili stórbrot- inna listamanna. Ég man hve djúpt það snerti mig er ég skoðaði í Bonn litla hvítskúraða þak- herbergið, sem Beethoven fæddist í. Þetta var helgur staður. Erlendir gestir — Leggja útlendingar ekki leið sína hingað nú, þegar ferðamannastraumurinn stendur sem hæst? — Jú, það gera þeir sannarlega, — gestir Ás- grímssafns að sumri til eru aðallega útlending- ar. í safnið koma aldrei stórir hópar „túrista“ — húsið rúmar ekki slíka, aðeins tvær litlar stofur og lítið eldhús auk vinnustofunnar. En flestir gestir sem safnið skoða er fólk sem áhuga hefir á listum, og virðist það sannarlega ekki verða fyrir vonbrigðum, — margir, meðal þeirra eftirminnanlegir, sem látið hafa í ljós mikla hrifningu og aðdáun á listaverkum Ásgríms Jónssonar. I fyrrasumar kom t. d. kona frá Hol- landi, sem virtist lifa og hrærast í myndlistinni. Hún varð afar hrifin og sendi safninu eftir heim- komuna forláta gestabók ásamt innilegri kveðju. Ég get líka nefnt franskan listelskan kaup- sýslumann, sem kom í safnið í fyrrasumar, en hann lét hafa eftir sér í blaðaviðtali hér, að hann áliti Ásgrím Jónsson eiga heima í sama flokki og Rembrandt og aðrir slíkir snillingar. Þessi maður var hér á ferð aftur nú í sumar og kom þá líka í safnið. Og nýlega heimsótti safn- ið kaupsýslumaður frá Lundúnum. Hann virt- ist sleginn undrun yfir þeim mikla listauði, sem varðveittur er í þessu litla húsi. Skildist mér sá maður eiga mikið safn listaverka. Um leið og Englendingurinn kvaddi mælti hann: , Hingað mun ég áreiðanlega koma aftur ef ég kem til íslands öðru sinni“. Nokkrir erlendir gestir hafa sent mér persónulega kveðju sína ásamt gjöf- um, og með því viljað votta þakklæti sitt fyrir ógleymanlega stund í húsi málarans Ásgríms Jónssonar. Já, — það sem þetta litla hús og íburðarlausa hefur að geyma vekur hrifningu þess fólks, sem ann fögrum listum og skilur það og veit, að ekki þarf stóra og íburðarmikla um- gerð til þess að skapa stórbrotið og sígilt lista- verk. Safninu komið fyrir — Var það ekki mikið verk að koma safninu fyrir? — Jú, það var geysimikið verk. Við Jón, bróð- ir Ásgríms, komum öllum listaverkunum fyrir í húsinu eins og nú er um þau búið. Þegar við fórum að kanna húsið, eftir lát Ásgríms, kom í ljós að fullgerðar myndir voru 469, — 192 olíu- málverk og 277 vatnslitamyndir. Auk þess mik- ill fjöldi þjóðsagnateikninga, og líka ófullgerð- ar vatnslitamyndir og olíumálverk, — sumar myndanna fögur listaverk, þótt ekki séu alveg fullgerð. Við skrásettum allar myndirnar, og nú á hver þeirra sitt númer, og allar full- gerðar sitt hólf í málverkageymslunni, sem br svefnstofu Ásgríms Jónssonar listmálara. FKJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.