Frjáls verslun - 01.08.1963, Síða 17
Útlendingur, sem staddur var í Bretlandi,
spurði eitt sinn kunningja sinn að því, hvernig
hann gæti auðveldlegast kynnst helztu ein-
kennum brezku þjóðarinnar.
„Auðvitað með því að lesa The Times“ var
svarið. Gjarnan hefði mátt bæta við: ,,0g byrj-
aðu að lesa bréfin, sem lesendur blaðsins senda
því.“
í þeim dálkum er nefnilega að finna þver-
skurð af almenningsálitinu í Bretlandi hverju
sinni. Þar kennir margra grasa, skammarbréf
frá þekktum stjórnmálamanni, sem er óánægð-
ur með störf ríkisstjórnarinnar, bréf frá fugla-
skoðara sem er mjög í mun að tilkynna að hann
hafi orðið fyrstur til að heyra í gauk, beiðni
um styrk til einhvers mannúðarmáls undirrituð
af þekktum körlum og konum. Við hlið á bréfi,
þar sem stærðin á ljósastaurum í einhverju út-
hverfi Lundúnaborgar er gagnrýnd, kann að
LITAZT
UM
í BREZKUM
BLAÐAHEIMI
vera skrif herforingja, sem látið hefur af störf-
um fyrir aldurs sakir, og er hreint ekki sam-
mála fréttaritara Times um orsakir þess, að Har-
aldur konungur tapaði orustunni við Hastings.
Forsíðan um barnsfæðingar og mannslát
Hvað sem á gengur í veröldinni breytist for-
síðan á Times ekki. Hvorki styrjaldir né aðrir
stórviðburðir hagga þeirri gömlu hefð að for-
síða blaðsins sé helguð tilkynningum um barns-
fæðingar, giftingar og mannslát. Og ekki má
gleyma hinum frægu auglýsingum um „persónu-
leg málefni“: Fréttirnar, hversu sögulegar, sem
þær kunna að vera, verða að vera á sínum stað,
— á innsíðum blaðsins.
Krúnan efst á forsíðu blaðsins er ekki merki
þess að The Times sé hið opinbera málgagn
Bretlandsstjórnar eins og margir halda. Times
er óháð dagblað og eru aðaleigendur þess, Astor
lávarður af Hever og John Walter. Hinn síðar-
nefndi er beinn afkomandi stofnanda blaðsins,
sem þ. 1. janúar árið 1785 gaf út fyrsta tölu-
blaðið af Daily Universal Register, sem árið
1788 var endurskírt og hlaut nafnið The Times.
Síðan hefur hvert einasta tölublað verið gefið
út frá sama stað, Printing House Square, Lund-
únum.
FRJÁLS VERZLUN
17