Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Page 1

Frjáls verslun - 01.01.1966, Page 1
FRJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f Hitstjóri: Haukur Hauksson Ritnefnd: Birgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon Þorvnrður J. Jvilíusson í ÞESSU HEFTI: ★ Um frjálsa verzlun og verzlunarmenntun ★ Verzlunarbanki Islands í örum vexti MAGNÚS L. SVEINSSON: VR — öllugt og einhuga félag ★ BIRGIR FINNSSON: 100 ára afmæli Isafjarðarkaupstaðar ★ MATTHÍAS BJARNASON: Útgerö, fiskvinnsla og hafnarskilyrði á Isafirði ★ Glæsilegt Loftleiðahótel opnað ★ Kápumynd af húsi Verzlunarbanka Islands við Bankastræti Ljósm. Olafur K. Magnússon Stjóm útgáfufclags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon Sigurliði Kristjánsson Þorvarður Alfonsson Þorvarður J. Júlíusson Pósthólf 1103 Víkingsprent hf. Prentmót hf. FRJÁLS VERZLUN 25. ÁRGANGUR — 1. HEFTI — 1966 Enn um frjcrisa verzlun Það er víst engin nýlunda, að minnzt sé á kosti og raunar nauðsyn frjálsrar verzlunar í þessum dálki. — Það skal þó játað, að tilefnin hafa verið mismunandi. Þau orð voru nán- ast dauðsmannstal fyrir daufum eyrum á einkasölu- og hafta- tímabilinu. Þegar frjálslyndari menn fengu stjómvöl milli handa, fengu þau lújómgrunn; ekki aðeins í orði, heldur og á borði. Og þá fengu staðliœfingar stoð í veruleikanum. Orð- in stóru um. betri vörur, hagstœðara verðlag og meira vöru- val undir skipulagi frjálsrar verzlunar fengu staðizt alla rann- sókn. Allt. er þó hvergi nœrri fengið. Aukið frelsi krefst meira frelsis, og því er það gott og öllum raunhæft umhugsjmarefni, er aðalfundur stórkaupmanna hefur samið og fengið samþykkt skelegga ályktun til stjórnarvalda að auka viðskiptafrelsið bœði í landi og út á við. Vonandi verður þeim ábendingum vel tekið. V erzlunarmenntun Verzlunarskóli Islands liefur verið íslenzkri verzlunarstétt og öllu þjóðfélagi voru mikill happagripur. Þangað hefur stéttin sótt sitt nýjabrum og þjóðin öll margan nýtan starfs- kraftinn. — Skólinn hefur þróazt vel stig af stigi og allt fyrir eigin verðleika og álmga þeirra manna, sem stutt hafa við bak févana stofnunar. — En nýir tímar eru kröfuharðir og krefj- ast meiri menntunar og margvíslegri. EJcki endilega öðru fremur langskólagöngu, ekki um fram allt að hlaða vegginn hærra, lieldur múra hann betur að grunni. Með því er átt við að auka þurfi sérnám og um fram allt. nám verzlunarfólksins sjálfs, þeirra, sem standa við búðarborðið, svara í síma og handleika og meðfara vörumar sjálfar. Ungir kennarar við Framhald á bls. 23 LASBSBOií'.SAFN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.