Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.01.1966, Qupperneq 9
Birgir Finnsson, alþingismaður: 100 ára afmæli ísafj arðarkaupstaðar Ræða flutt í afmælishófi Herra forseti íslands, félagsmálaráðherra, forseti bæjarstjórnar og aðrir háttvirtir veizlugestir. í dag minnumst við þess, að 100 ár eru liðin síðan Kristján konungur 9. gaf út tilskipun „um að gjöra verzlunarstaðinn ísafjörð að kaupstað, og um stjóm bœjarmálefna þar“. Þann 26. janúar 1866 gaf konungur einnig út aug- lýsingu um byggingarnefnd á ísafirði. Þessar ákvarðanir konungs marka tímamót í sögu þessa staðar. Þær voru teknar fyrir frumkvæði 29 karla og 5 kvenna, sem höfðu óbilandi trú á því, að af litlu þorpi í skjólgóðum firði norður undir heim- skautsbaug gæti orðið blómlegur bær. Þetta fólk sendi Alþingi bænarskrá um stofnun kaupstaðarins þann 28. febrúar árið 1863, og fylgdi síðan málinu eftir til farsælla lykta. Þessa fólks minnumst við sérstaklega í dag með aðdáun og virðingu. Reglugerðin um stofnun kaupstaðarins er í 26 greinnm og öll hin skilmerkilegasta um allt það, er varðar stofnun hans, kosningu bæjarstjórnar og verksvið hennar eins og það var þá ákveðið. í fyrstu grein reglugerðarinnar segir á þessa leið: „Verzlunarstaðurinn ísafjörður, — þar með talin öll Skutulsfjarðareyri og prestsetrið, sem á eyrinni stendur, skal héðan í frá vera bæjarfélag og lög- sagnarumdæmi sér, og nefnast kaupstaður. Bæjarfógetinn og fulltrúar kaupstaðarins skulu í sameining hafa á hendi alla stjórn þeirra bæjarmál- efna, sem eigi eru undanskilin með öðrum ákvörð- unum, undir tilsjón amtmannsins yfir vesturamtinu og yfirstjórn viðkomandi stjórnarráðs. Sambandi því, sem verið hefir milli ísafjarðar verzlunarstaðar og Eyrarhrepps, skal þess vegna hér eftir vera slitið, og skal fé því, er verzlunarstað- urinn og hreppurinn nú eiga í sameining, og hrepps- þvngslum öllum, skipt til helminga milli bæjarins og hreppsins. Skipti þessi skulu gjörð af sýslumann- inum í ísafjarðarsýslu, öllum bæjarfulltrúum og jafn- mörgum mönnum úr Eyrarhreppi, sem allir búend- ur, er gjalda nokkuð til sveitar, kjósa með atkvæða- fjölda á kjörfundi fyrir sýslumanni.“ í framhaldi af þessu er síðan mælt svo fyrir að kjörnir bæjarfulltrúar skuli vera 5 að tölu. Kosn- ingarrétt skyldu þeir einir öðlast, sem væru full- myndugir og ekki öðrum háðir sem hjú. Til þurfti einnig 1 árs búsetu í bænum, og að greiddir væru a. m. k. 2 ríkisdalir í bæjargjöld á ári. Til kjörgengis þurfti að uppfylla sömu skilyrði. Bæjarfulltrúar voru kosnir til 5 ára, en af þeim, sem kjörnir voru í fyrsta skipti skyldi einn fara frá að ári liðnu, og síðan einn á ári. Við samningu kjörskrár skyldi bæjargjaldkeri og bæjarfulltrúar vera kjörstjórninni til aðstoðar. Fyrsta bæjarstjórnarkosning skyldi fram fara svo fljótt sem við yrði komið, eftir birtingu reglugerðar þessarar á Isafirði, en kosningin gilda frá næsta nýári á eftir. Kjörfund skyldi boða með 8 daga fyrirvara og halda hann fyrir opnum dyrurn. „Skulu þá allir kjósendur, er neyta vilja kosningaréttar síns, koma sjálfir á kjörfund, og lýsa því yfir munnlega fyrir kjörstjórninni, hvern þeir vilji kjósa“, segir í reglu- gerðinni. Samkvæmt reglugerðinni birti Stefán Bjarnason, bæjarfógeti fyrstu kjörskrána vegna bæjarstjórnar- kosninga hér á ísafirði hinn 23. maí árið 1866, og lá hún frammi hjá Brynjúlfi Oddssyni, bókbindara. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.