Frjáls verslun - 01.01.1966, Síða 19
Glæsilegt Loftleiðahótel
tekið til starfa
Árið lí)öí2 ákváðu Loftleiðir að reisa byggingu
fyrir aðalskrifstofur félagsins í Reykjavík, og er
félagið fékk lóð á Reykjavíkurílugvelli var einnig
afráðið að byggja þar tlugstöð. Framkvæmdir voru
hafnar haustið 1962 og fyrri hluta sumars 1964
fluttust skrifstofur og flugafgreiðsla í nýja bygg-
ingu á flugvellinum. Þá var einnig búið að steypa
undirstöður og kjallara fyrirhugaðrar flugstöðvar,
þar sem ráðgert hafði verið upphaflega að halda
einnig uppi gisti- og veitingahússrekstri að tak-
mörkuðu leyfi. í millitíðinni hafði sú breyting á
orðið, að félagið varð að flytja flugreksturinn frá
Reykjavík til Keflavíkurflugvallar vegna kaupa á
Rolls Royce flugvélunum, sem þurftu lengri og ör-
uggari flugbrautir en þær, sem fyrir voru í Reykja-
vík, og leiddi það til endurskoðunar á fyrri hug-
myndum um byggingaframkvæmdirnar.
Fyrirsjáanlegur gistihúsaskortur höfuðborgarinn-
ar á næstu árum, sívaxandi fjöldi ferðamanna,
einkum þeirra, er tóku boði Loftleiða um stuttai
orlofsdvalir á íslandi, og trú á að auknir möguleikar
til móttöku ferðamanna myndu leiða til verulegrar
fjölgunar þeirra, ollu því, að stjórn Loftleiða tók
að hugleiða, hvort ekki myndi hyggilegt að reisa
stórt liótel á þeiin grunni, sem upphaflega var ætl-
aður myndarlegri flugstöðvarbyggingu.
Undirbúningsrannsóknir vegna hinna breyttu
viðhorfa hófust sumarið 1964, og voru þær gerðar
af Teiknistofunni sf., Arnuila 6, og Verkfræðistofu
Stefáns Olafssonar. Að þeim loknum vaj' ákvörðun
tekin um að byggja þar fjórlyft hótel, sem áður var
fyrirhugað að reisa flugstöð, og skyldi þar einnig
verða flugafgreiðsla félagsins í ltevkjavik. Var strax
hafinn undirbúningur þessara nýju bvggingafram-
kvæmda.
Skipulagning
Arkitektarnir Gísli Halldórsson, Jósef Reynis og
Ólafur Júlíusson hófu nú að teikna hótelið. Þeir
teiknuðu einnig allar innréttingar í kjallara, nema
eldhús, en innréttingateikningar þcss gerði danskur
arkitekt, Bent Severin að nafni. Hann skipulagði
einnig veitingasali, vínstúkur, anddyri og sjálfsaf-
greiðslu (kaffiteríu), og vann hann verk sín í sam-
ráði við Þorvald Guðmundsson, sem ráðinn var, 1.
apríl 1965, til aðstoðar um búnað, gerð og fyrstu
meiri árangur fæst með því ;ið vinna saman, en
hver og einn sé að ota sínum eigin tota.
Öll þessi samtök og mörg fleiri hafa sameinað
Vestfirðinga, aukið skilning þeirra á hvers annars
hag.
Rétt er ennfremur að geta þess að flestir út-
vegsmenn á Vestfjörðum hafa stofnað sitt eigið inn-
flutningsfyrirtæki um kaup á veiðarfærum fyrir út-
gerðina.
ísfirðingar liafa alla tíð átt því láni að fagna að
eiga dugmikla og áræðna sjómenn, — þessi stétt
með skipstjórana í broddi fylkingar, hefur verið
sá kjarni sem sett hefur sterkast svipmót á lífið í
bænum frá því ég man fyrst eftir mér, og á 100 ára
afmæli ísafjarðarkaupstaðar minnumst við fyrst og
frcmst þeirra manna, sem byggðu upp þetta bæjar-
félag, — háðu hér stranga lífsbaráttu við hörð skil-
yrði, og létu aldrei bugast fyrr en yfir lauk.
Minningin um þá er okkur hlý og fögur. í dag
eigum við þá ósk að þeir sem nú heyja þessa söniu
lífsbaráttu, þó við ólíkt betri skilyrði, megi ávallt
vel farnast og heill og hamingja megi fylgja þeim
um ókomin ár. — Það er trú mín og von að sjávar-
útvegurinn verði hér eftir, sem hingað til, höfuð-
aflgjafi nýrra verkefna og aukinna framfara.
PRJÁLS VERZUIN
19