Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Page 22

Frjáls verslun - 01.01.1966, Page 22
ein starfsmannalyfta og tvær matarlyftur. Lyftur þessar ganga á allar hæðir. 1 húsinu eru 3 stigahús, þar af tvö fyrir varaútganga og starfsfólk og eitt aðalstigahús við gestalyfturnar. I hóteli þessu hefir verið lögð sérstök áherzla á hljóðdeyfingu milli herbergja og frá veitinga- og samkomusölum, þannig að gestir njóti fullkomins næðis, þegar þeir óska. Allir vcggir milli herbergja eru sérstaklega byggðir með þetta fyrir augum. Sömuleiðis eru sérstök hljóðheld loft ofan við veit- ingasalina. Sérstakar ráðstafanir eru einnig gerðar til þess að iiindra hljóðburð um leiðslukerfi húss- ins. Húsið er hitað upp mcð hveravatni frá Hitaveitu Reykjavíkur. Allt baðvatn á gestaherbergjunum og heitt vatn fyrir framleiðslu er lútað upp mcð milli- hiturum, þannig að hveravatnið er hvergi notað beint nema í sundlauginni. Reiknað er með að til hitaorku þurfi hótelið um 80—90 þúsund rúmmetra af hveravatni árlega og af raforku um eina milljón og eitt hundrað þúsund kílóvattstundir. Komið í kjallarann í kjallara hússins er aðaleldhús hótelsins, sem er eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar í Norðurált'u. Þar er einnig mjög fullkomið bakarí. Tilheyrandi eldhúsinu eru ýmis konar matvælageymslur og for- vinnsluherbergi fyrir matvæli, frysti- og kæligeymsl- ur, vínkjallari o. fl. Öll eldhúsdeildin er lögð brennd- um leirflísum í hólf og gólf, og allur búnaður gerður úr ryðfríu stáli. í kjallara eru einnig ýmis konar þægindi fyrir starfslið hótelsins, svo sem búnings- herbergi, snyrtihergergi með böðum o. fl., allt flísa- lagt í hólf og gólf. Þá eru þar stór og vönduð snyrti- herbergi karla og kvenna fyrir veitingasalina á 1. hæð hússins og önnur fyrir hótelafgreiðsluna. Einn- ig eru í kjallara afkastamikið þvottahús, geymslur fyrir hótelið, vörumóttaka, og salur fyrir loftræst- ingarvélar. Úr aðalanddyri hótelsins er gengið niður í sund- laugardeildina, sem einnig er í kjallaranum. í for- stofu sundlaugardeildar eru hárgreiðslustofa og fót- snyrtistofa. Gestalyftur ganga niður í þessa for- stofu. Þar inn af taka við búningsklefar, baðklefar, finnskar gufubaðstofur og hvíldarherbergi. Þarna er einnig nuddstofa og aðstaða til Ijósbaða. Sjálf sundlaugin er inn af baðdeildunum í fagurlega flísa- lögðum sal. Við enda laugarinnar er dálítil kerlaug, til heitari baða. í laugunum er hveravatn, sem fer stöðugt í gegn um fullkomin hreinsitæki. Á fyrstu hæð Á 1. hæð er aðalanddyri hótelsins með gestamót- töku og skrifstofum. Þar er einnig sölubúð, tvö fundaherbergi og fatageymsla. Úr anddyri er gengið inn í aðalborðsal hótelsins og vínstúku hótelgesta. Borðsalur þessi er fagurlega skreyttur blómum og rúmar 100 manns í sæti. Þar er hljómsveitarpallur og dansgólf. Hótelanddyrið og borðsalurinn er lagt með ljósum marmara, „tavertin oriental". Veggir eru klæddir með vengivið, japanvið og íslenzku bergi. Vínstúka hótelgesta rúmar 50 manns í þægi- leg sæti. Þar verða borð öll úr hvítum marmara, en bardiskur í dökkum grásteini og vengivið. Úr hótelanddyrinu er cinnig gengið beint inn í flugafgreiðslu Loftleiða í Reykjavík. Þar verður, auk ýrnis konar þjónustu varðandi flugferðir, stór bið- salur, rakarastofa, sölubúð og upplýsingamiðstöð um flugþjónustu félagsins. Þá er á 1. hæð veitingasalur fyrir um 160 manns, með sér inngangi að utan, rúmgóðu anddyri aðal- skrifstofu veitingastjóra og fatageymslu. Við þenn- an veitingasal er vínstúka, er rúmar 70 manns í sæti, og fundarsalur. Þarna er einnig veitingasala með sjálfsafgreiðslu, og rúmar hún um 60 manns í sæti. Þessi salarkynni eru bæði ætluð hótel- og að- komugestum. í aðalsal er hljómsveitarpallur og dansgólf úr marmara. Fyrir veitingasalina eru einn- ig á 1. hæð eldhúsdeild fyrir uppþvott, framleiðslu í veitingasal og morgunverðareldhús. Gestaherbergin Á þrem efri hæðurn hússins eru 108 hótelherbergi með 216 rúmum. Af þeim eru 100 eins eða tveggja manna en 8 stærri og íburðarmeiri. Minni herbergin eru öll með baðherbergjum og forstofu. Baðherberg- in eru búin fullkomnum steypibaðsklefa, auk. sal- ernis og handlaugar. Baðherbergi jiessi eru flísalögð í hólf og gólf, og vandað mjög til alhs búnaðar. í for- stofu eru tvöfaldir fataskápar og töskuskemill, hvort tveggja úr harðviði. Veggir herbergjanna eru klæddir álmviði. í her- bergjunum eru nýtízku húsgögn úr teak og stáli. Þar er rúm og sófi með tvöföldum fjaðradýnum. Sófanum er hægt að breyta í fullkomið rúm, þegar tveir gestir nota herbergið. I herbergjum þessum eru tveir ágætir hægindastólar, sófaborð og stórt snyrtiborð, sem nota má jöfnum höndum sem skrif- borð. Við snyrtiborðið er skrifborðsstóll. Lýsing í herbergjum er frá loftljósi, og gólflampa, en þar 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.