Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Síða 24

Frjáls verslun - 01.01.1966, Síða 24
— En kæra frú Brynhildur. Þér roðnið! ★ Dómarinn var að yfirheyra sakborninginn. „Hafið þér áður gerzt brotlegur?“ „Nei. Og það eina, sem mér varð á, var að ræna sparibauk litla bróður míns.“ Dómarinn var í þann veginn að vísa málinu frá, en þá rétti saksóknarinn upp höndina. „Herra dómari. Sakborningnum láðist að geta þess að litli bróðir hans er gjaldkeri í Landsbank- anum.“ ★ Stöndugur bóndi er sá, sem á mcira hey í bank- anum en hlöðunni. ★ Fyllibytta við aðra fyllibyttu: „Heyrðu, það er ekki hægt að opna dyrnar með þessu. Þetta er sígarettustubbur.“ „Drottinn minn dýri. Hef ég þá reykt lykilinn?“ Ung stúlka kom til skriftaföður síns og lýsti því yfir, að hún óttaðist að hún hefði syndgað með hé- gómagirni. „Hversvegna heldurðu það?“ spurði prestur. „Vegna þess í hvert sinn sem ég lít í spegil á morgnana hugsa ég um hversu falleg ég er.“ „Láttu ekki hugfallast. Þetta er ekki synd, að- eins misskilningur," sagði prestur. ★ John Wayne, leikari, segir þá sögu, að einn vina hans hafi komið peðfullur heim kl. 4 um nótt, og tilkynnt fokreiðri eiginkonu sinni: „Góðar fréttir kona. Ég er hættur að reykja!“ ★ Og svo var það maðurinn, sem bauð stúlkunni sinni skozkt viský og sófa. Hún hafðnaði boðinu! ★ Nútímasaga: Það gerðist eftir þriðju heimsstyrj- öldina er kjarnorkusprengjur höfðu útrýmt gjör- völlu mannkyni. Eftir þrjá eða fjóra daga, þegar geislavirkt ryk og annað hefur fallið til jarðar, skreiðast tveir apar út úr helli sínum og virða fyrir sér eyðilegginguna. Eftir nokkrar mínútur snýr minni apinn sér að hinum og segir: „Jæja elskan, eigum við að byrja á þessu öllu aftur?“ ★ — Ég verð stöðugt meira utan við mig. Nú man ég ekki í hvorn vasann ég setti súpuna! 24 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.