Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 5
náni tolla á 20 árum, sem íekkst samþykkt strax í byrjun. Lengd aðlögunartímans yrði eitt veigamesta samnmgsatriðiö, ef til sammnga kæmi. Engu er liægt að spá um, hve langan aðlögunartíma væri hægt að sernja um, en óvarlegt er að ætla að hann geti orðið lengri en 10 átr. Yrði eflaust lögð á það áherzla af EíTA-löndunum að hafa hann styttri og yrði því að athuga vel, Jivort ekki væri — okltur aö skaðlausu — hægt að afnema tolla á styttri tíma fyrir einstakar vörutegundir. 1 sáttmálanum eru ýms önnur ákvæði, sem við fyrstu sýn líta út fyrir að vera flókin og óþægileg, en með því að kynna sér starfsemi EFTA undan- farin ár sést, að í framkvæmd hafa þau ekki valdið neinum verulegum ágreiningi eða vandræðum. Er framkvæmd sáttmálans í höndum aðildarríkjanna sjálfra og engin ákvörðun tekin í málefnum eins að- ildarríkis nema með samþykki þess. Méir þykir þó ástæða til að gera nánari grein fyrir lö. grein sáttmálans um atvinnurekstrarrétt- indi erlendra aðila, og byggi ég þar á skýrslu við- skiptamálaráðuneytisins um viðtöl við norska EFTA-sérfræðinginn, Arne Langeland, sem kom liingað til viðræðna við opinbera og einkaaðila í ágúst í fyrra. I skýrslunni segir m. a.: „1 sambandi við atvinnurekstrarákvæði EFTA sagði Langeland, að reginmunur væri á atvinnu- rekstrarákvæðum EFTA-samningsius og Efnahags- bandalagsins. Ákvæði lö. greinar EFTA-sáttmálans um atvinnurekstrarréttindi hefðu þannig í fram- kvæmd ekki liaft neina breytingu í för með sér í Noregi. 1 greininni væri það tekið i'ram, að ekki mætti beita hömlum á leyfi til atvinnurekstrar á þann liátt, „að dregið væri úr því viðskiptalega hagræði, sem vænzt Jiefði verið við niðurfellingu tolla og liafta í viðskiptum milli aðildarríkjanna.“ Þetta ákvæði hefði verið túlkað svo þröngt, að að- ildarríki EFTA geta á sama liátt og áður haft fulla stjórn á því, hvaða erlendir aðilar fengju atvinnu- relcstrarréttindi í hverju landi. í framkvæmd liefði það verið svo, að ekki hefði veriö talið leyfilegt, að fyrirtæki stofnuðu til atvinnurekstrar í öðiru að- ildarríki til þess að sclja framleiðsluvörurnar í sínu heimalandi. En hins vegar hefði af flestum, þ. á m. Norðurlöndunum, verið Jitið öðru vísi á það, ef selja ætti framleiðsluvörutrnar í því landi, þar sem útibúið væri stofnað. Portúgal licfði þó ekki einu sinni viljað ganga svo langt í túlkun á atvinnu- rekstrarákvæðunum. Portúgal liefði einungis talið það koma til greina að leyfa erlendum fyrirtækjum atvinnurekstur, ef um liefði verið að ræða samsetn- inyu vara eða varahluta til sölu í Portúgal.“ l Noregi hefur EFTA-sáttmálinn haft þá einu breytingu í för með sér, að því er varðar atvinnu- rekstrarréttindi, að umboðs- og heildsölufyrirtækj- um frá öðrum EFTA-löndum hefui’ verið heimilað að starfa í Noregi. En EFTA-sáttmálinn nær ekki til bankastarfsemi, trygginga, ferðastarfsemi eða flugsamgangna. Vandamál vegna EFTA-aðildar Ég ætla þá að snúa mér að vandamálunum, sem athuga þarf í sambandi við aðild að EFTA. Iielztu vandamálin nú eins og 1901 eru: 1. Samkeppnisaðstaða innlenda iðnaðarins við af- nám tollverndar. 2. Viðskiptin við jafnkeypislöndin. Í5. Áhrif tollalækkana á fjármál ríkisins. Ég eir alls ekki að gera of lítið úr þessum vanda- málum, þótt ég segi, að þau séu nú vfirleitt minni og auðleysanlegri en þau voru 1961, þegar fyrst var rætt um aðild að EFTA. Á ég þá m. a. við. að þýðing jafnkeypisviðskiptanna hefur minnkað, inn- flutningurinn hefur verið gefinn frjáls á flestum vörum, sem innlendi iðnaðurinn framleiðir, mikill gjaldeyrisvarasjóðuo.’ hefur myndazt, tollaflokkunin liefur verið samræmd Brússel-tollskránni og síðast en ekki sízt þá hefur efnahagslífið eflzt stórum, svo að ekki þarf að óttast atvinnuleysi þótt einhver samdráttur ætti sér stað í einhverjum iðngreinum vegna aukinnar erlendrar samkeppni. 1. Vandamál iðnaðarins Um íslenzkan iðnað er ekki hægt að ræða, sem eina samfellda heild í þessu sambandi. Við þekkjum það allir, — að þar kennir margra grasa — innan uni blómlegan, heilbrigðan gróður vex líka illgresi, sem dafnað hefur í skjóli hárra tollmúra. Það var athyglisvert, þegar Félag ísl. iðnrekenda sýndi ríkis- stjórn og Alþingismönnum um daginn iðnfyrirtæki, þá urðu fyrir valinu Kassagerð Reykjavíkur og Hampiðjan, tvö óvanalega myndarleg fyrirtæki, sem risið hafa hér upp án tollverndar og staðizt sam- keppnina við innfluttar vörur í áiratugi. Fyrir þessi fyrirtæki, og mörg önnur, yrði aðild að EFTA stuðn- ingur en ekki áfall. Á ég þá við, að ýrnis konar þjónusta og vörur yrðu þeim ódýrari vegna tolla- lækkunar og aukinnar samkeppni. Meira jafnvægi FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.