Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 6
í efnahagslífinu, stöðugra verðlag og kaupgjald, sem leiðir af aðild, er þessum fyrirtækjum nauðsyn. Auk þess opnast nýir markaðir erlendis fyrir þessi fyrir- tæki og aðrar samkeppnisfærar iðngreinar, þegai' innflutningstollar í nágrannalöndum okkai hverfa. Smæð innlenda markaðsins hefur torveldað upp- byggingu samkeppnisfærs iðnaðar. Á vissum sviðum hefur íslenzkur iðnaðuir mikla möguleika til að vinna markað erlendis, ef tollar þar eru felldir niður. Sérstaklega ættu að vera góðir möguleikar til að auka útflutning á ullarvörum og fullunnum skinnum. Norðmaðurinn, Haar, benti í skýrslu sinni á, að með því að loðsúta gærurnar í stað þess að flytja þær út saltaðar tvöfaldaðist verðmæti þeirra. En tollamismunurinn torveldar sölu sútaðra gæra til Norðurlanda og Bretlands. I Danmörku er 15% tollur og 14,S7% söluskattur samtals 29,37%, en í Bretlandi 12% tollur og 10% bráðabirgðainnflutningsgjald samtals 22%. Saltaðar gærur eru hins vegar tollfrjálsar í öllum þessum löndum. Sútaðar gærur frá EFTA-löndum falla nú undir 3% toll og 10% innflutningsgjald í Bretlandi og má búast við, að þessi gjöld verði alveg horfin á næsta ári. Danmöirk hefur ])ví miklu betri að- stöðu til að selja sútaðar íslenzkar gærur til Bret- lands en við, enda hefur það þegar haft áhrif á viðskipti okkar. Arne Haar, deildarstjóri í norska iðnaðarmála- ráðuneytinu, áætlaði í skýrslu sinni, sem skrifuð var 1963, að 15—16% af starfsfólki iðnaðarins í heild störfuðu í tollvernduðum iðngreinum eða um 4% af starfandi landsmönnum. Þessi áætlun byggir á skýrslum frá 1960 og er því þörf nýrrar athug- unar, þair eð talsverð breyting hefur átt sér stað í ýmsum iðngreinum siðan. T. d. voru 6 skóverk- smiðjur starfandi 1960 en mun nú vera aðeins ein. Frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar er einhver fækkun í þessum iðngreinum kannske ekki alvar- legt vandamál, en fyrir eigendurna og starfsfólkið, en 65—70% af því er kvenfólk, er framtíð þessara iðngreina að sjálfsögðu áhyggjuefni. Verður því að grípa til ýmissa ráða til að auðvelda þeim aðlögun- ina, og kemur þá helzt til greina eftirfarandi: 1. Að lækka hráefnistolla í fyrstu meir en fyrr en tolla á fullunnum vörum. 2. Að veita fyrirtækjum styrk, lán eða tækniað- stoð til hagræðingar og framleiðniaukningar. 3. Að auka samvinnu milli innlendra fyrirtækja í skyldum gireinum. Þessi atriði eru öll rædd í skýrslu Haar, sem birt- ist í þýðingu í tímaritinu „Úr þjóðarbúskapnum“, júníhefti 1965. En niðurstaða Haars var, að aðlög- unarvandamál iðnaðarins væru langt frá því að vera óleysanleg. Iðnaðurinn hefuir á undanförnum árum orðið að mæta vaxandi samkeppni erlendis frá eftir því sem æ fleiri iðnaðarvörur hafa verið settar á frílista. Áhrif aukinnar samkeppni lýsir sér í því, að verð- lag þessara vörutegunda hefur ekki liækkað nema lítið samanborið við þann aukna kostnað, sem lagzt hefur á framleiðsluna vegna kauphækkana og annars kostnaðar. En fyrirtækin hafa yfirleitt getað mætt þessurn aukna kostnaði með meiri hagræð- ingu og aukinni framleiðni. Síhækkandi kostnaður innanlands — vaxandi verðbólga — er alvarlegasta vandamál iðnaðarins og stendur hann þess vegna nú verr að vígi að þessu leyti, heldur en 1961. En um þetta er það að segja, að ekkert land, sem að- hyllist frjálsa viðskiptastefnu, getur til lengdar þol- að meiri verðbólgu en viðskiptalönd þess, án þess að gera ráðstafanir til samræmingar á verðlagi inn- anlands og verðlagi viðskiptalandanna. Ennfremur ber að miunast þess, að aðlögunartíminn yrði vænt- anlega það rnörg ár, að hinn tollverndaði iðnaður gæti gert nauðsynlegar ráðstafanir til endurskipu- lagningar. En rniklu máli skiptir, að iðnaðurinn viti á hverju hann á von á næstu árum bæði vegna starf- andi fyrirtækja og einnig til að fyrirbyggja að fólk og fjármagn sé bundið í nýjum tollvernduðum fram- leiðslufyrirtækjum. 2. Viðskiptin við Austur-Evrópu Til skamms tíma myndi ég hafa talið, að jafn- keypisviðskiptin væru erfiðasta vandamál okkar samfara þátttöku í firíverzlunarbandalagi. En á fá- um árum hafa viðskipti okkar við Austur-Evrópu tekið svo miklum breylingum, að gerlegt er að finna lausn á því vandamáli að viðhalda viðskiptum við þessar þjóðir, enda þótt við gengjum í EFTA. Þær breytingar, sem ég á við, eru að viðskiptin við Austur-Evrópu, sem námu meir en 1/3 hluta af heildarviðskiptum okkar árið 1959, voru tæplega 1/7 hluti þcirra. Fyrir þessu liggja ýmsar ástæður, svo sem betri og stærri freðfiskmarkaðir í Banda- ríkjunurn og Bretlandi, stórkostleg framleiðsluaukn- ing á síldarlýsi og síldarmjöli, og sívaxandi fisk- og síldveiðar Sovétríkjanna, Póllands og Austur- Þýzkalands, sem minnka innflutningsþörf þeirra á síld og freðfiski. Pólland, Austur-Þýzkaland og jafn vel Sovétríkin hafa nú byrjað að flytja út freðfisk 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.