Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 19
Guðmundur H. Garðarsson: íslendingar eiga að flýta sér hægf - varðandi erlend hagsmunabandalög - Umrœðuejni ráðstefnunuar er Fríverzlunarbanda- lay Evrópu og staða Islands. Frummœlendur. þeir ÞórhaUur Asgeirsson, ráðu- neytisstjóri og Björgvin Guðmundsson, deildarstjóri, haja gert máli þessu ítarleg, almenn skil. Ætlazt er til, að 3 julltrúar atvinnusamtaka, verzlunar, iðn- aðar og útjlutningsjramleiðslunnar, rœði EFTA nokkuð í Ijósi þeirra at/vinnugreina, sem þeir starja í. I minn hlut hejur jallið að jjalla stuttlega um málið með tilliti til hagsmuna útjlutningsframleiðsl- unnar gagnvart EFTA. Samtök sjávarútvegsins og fiskiðnaðarins hafa fylgzt vel með þróun þessara mála í átt til samein- ingar Evrópu, sem átt hefur sér stað síðasta áratug- inn. I gegnum störf sölustjóra útflutningssamtak- anna hefur verið fylgzt með þróun markaðanna og hinna beinu áhrifa á viðskiptastöðu íslands vegna tilkomu Fxúveirzlunarbandalags Evrópu og sölu- stefna mörkuð í samræmi við breyttar aðstæður, auk þess, sem sérstökum fulltrúa hefur verið falið að fylgjast með þessum málum sérstaklega. allt frá árinu 1960. Forystumenn sjávarútvegs og fiskiðn- aðar hafa því jafnan tiltækar allar upplýsingaa’ um þróun bæði EBE og EFTA auk annarra markaða, þannig að þeir geta brugið skjótt við og hagaö sínum framleiðslu- og sölumálum eftir því, sem bezt hentar hagsmunum i'itflutningsframleiðslunnar. Á árunum 1960—1962 voru miklar umræður hér- lendis um það, hvort æskilcgt væri, að ísland gerðist aðili að EBE. Þá var talið nauðsynlegt, að til þess að fá fullnægjandi upplýsingar um þáttökuskilyrði og möguleika, að ákveðinn vilji um hugsanlega um- sókn í bandalagið lægi fyrir. M. a. af þeim sökum var þess óskað af hálfu útflutningssamtakanna, að ísland sækti um upptöku í EBE. — Eftir þessa samþykkt lágu allar upplýsingar fyrir, og að þeim athuguðum vaa-ð sjávarútvegur og fiskiðnaður frá- hverfur aðild Islands að EBE. Samtök þessara atvinnugreina hafa ekki tekið, enn sem kornið er, opinbera afstöðu til þess, hvort ísland á að gerast aðili að EFTA eða ekki. Mál þessi hafa vcrið rædd i stjórnum saintakanna, og nú sem stendur standa yfir enn ítarlegri rannsóknir á stöðu útflutningsframleiðslunnar, annars vegar gagnvart EFTA og hins vegar gagnvart öðrum markaðssvæð- um. Er þess að vænta, að niðurstöður þesara athug- ana liggi fyrir í skýrsluformi í maí-júní nk., og verði lagðar fyrir m. a. félagsmenn Sölumiðstöðvar hiraðfrystihúsanna á aðalfundi, sem haldinn verður í byrjun júní. Þar sem stór hluti forystumanna fisk- iðnaðarins munu þá fyrir sitt leyti væntanlega rnarka ákveðna stefnu gagnvart EFTA, mun ég ekki ræða þesi mál nánar út frá því sjónarmiði, hver muni verða hugsanleg afstaða fiskframleiðenda í málinu. Hins vegar cr ljóst, að skoðanir framleið- enda sjávarafurða, sem í sölumálum eru háðir mark- aðsaðstöðu erlendis, hljóta að vera nokkuð þungir á metunum, án þess þó að þeir öðrum þjóðfélags- þegnunx frernur eigi að liafa nokkurt úrslitavald um það, hvort ísland geiást aðili að EFTA eða ekki. En livað er það varðandi EFTA, sem hefur megin þýðingu fya'ir íslenzku útflutningsframleiðsluna og athuga þarf gaumgæfilega ? 1. Viðskiptalcgir hagsmunir, vegna betri tolla- kjara fyrir íslenzkar sjávarafurðir, sem því kann að fylgja að gerast aðili að EFTA. 2. Áhrif aðildar á viðskipti við önnur markaðs- svæði, t. d. Austui'-Evrópu. 3. Hugsanleg áhrif aðildar á útflutning sjávar- FltJÁLS VERZI.UN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.