Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 21
Sl. 5 ár hefur árlegur meðalútflutningur á frystum fiskflökum til Bretlands verið 7.061 og til Sovét- ríkjanna 13.100 tonn (Bandaríkin 24.594 tonn). Miðað við þennan árlega meðalútflutning, markaðs- verð í Sovétríkjunum eins og það er í dag, brczka verðið, sem ekki hefur breytzt frá sl. ári plús 8% sem er tollamismunur gagnvart norskum og dönsk- um flökum þá skila sovétviðskiptin betri viðskipta- kjörum. Það er þess vegna á misskilningi bvggt, að því skuli vera haldið fram að þýðing Austur-Evrópu fyrir íslenzka útflutningsframleiðslu hafi farið stór- lega minnkandi síðustu árin. Það má segja, að um magnsaindrátt hafi verið að ræða, en í útflutningi þýðingarmikilla afurðategunda, eins og síldarafurða og frystra sjávarafurða, hefur Austur-Evrópa þýð- ingu, sem nokkurs konar jafnvægissvæði gagnvart öðrum mörkuðum. Það er rétt og gleðilegt að mark- aður hefur farið sívaxandi og batnandi fyrir freð- fisk í Bandaríkjunum, en því er því miður ekki að heilsa í Vestur-Evrópu, þó að eitt og eitt ár hafi verið hagkvæmt í Bretlandi. Um lið 3 og 4, sem ég drap á hér áðan — fyrir- vara Breta í sambandi við innflutningskvóta á frystum fiskflökum og fiskveiðilögsögu — landhelg- ina og atvinnurekstrarrétt útlendinga, get ég verið stuttorður. Hvorugt þessara atriða tel ég vera nægi- lega skýr og ótvíræð i stofnsamningi né sérsamning- um, sem ég hefi haft tök á að sjá, til að þau geti verið íslenzkri útflutningsframleiðslu nægilega að- gengileg. Um þessi atriði fást e. t. v. ekki nægilega skýr svör, fyrr en komið væri að samningum um upptöku íslands í EFTA, en álíta verður, að það hljóti að vera æskilegt, vegna íslenzkra hagsmuna, að um framkvæmd og skyldur íslands vegna þess- ara ákvæða eða sérbókana í sambandi við EFTA- samninginn, lægju fyrir skýr og ótvíræð svör, áður en ákvörðun væri tekin um hugsanlega aðild ls- lands að EFTA. Að lokum. Það er mín persónulega skoðun, að Islendingar eigi að flýta sér hægt að sækja um eða gerast aðilar að erlendum hagsmunabandalögum, og er sérstaklega þýðingarmikið að bíða átekta og sjá, hver verður árangur liinna svonefndu Kennedy- viðræðna. -----------♦----------- Hagvöxtur ráði afstöðu . . . Framhald af bls. 18 anna á að hafa áhrif á utanríkisverzlun með breyt- ingum á viðskiptahöftum, styrkjum og tollum. Við hefðum að vísu óskert vald yfir gengisskráning- unni, en þessar breytingar, sem ég nefndi, mundu einmitt verða til þess, að við yrðum frekar að bregðast við verulegum röskunum á greiðslujöfn- uðinum með gengisbreytingum, heldur en ella mundi vera. En einmitt vegna þess, hve gengis- breytingar, réttara sagt gengislækkanir, eiga litlum vinsældum að fagna meðal ráðamanna hér, er þess að vænta, að aðild að EFTA mundi skapa nokkurt aðhald í kaupgjalds- og verðlagsmálum hér innan- lands. Um nokkurn tímabundinn vanda verður sjálf- sagt við að glíma fyrir heildsölu og verzlun yfir- leitt, þegar tollalækkanir ciga sér stað, og er þá nauðsynlegt að verzlanir séu vel á verði, til þess að komast hjá tapi á vörubirgðum þegar varan lækkar. Einnig þarf að gæta sín þegar tollar á vör- um frá EFTA-löndum lækka, en ekki að sama skapi á vörum frá löndum utan EFTA. Þá mun í mörg- um tilvikum breytast hefðbundin verzlunarsam- bönd og verða ósamkeppnisfær. Þetta hvorttveggja eru vandamál sem geta verið erfið viðfangs fyrir einstaka heildsölnr, en ættu að vera yfirstíganleg í góðri samvinnu við viðkomandi yfirvöld. Eg vildi að lokum geta þess, að mér hefur skilizt, að í aðild að EFTA fælist ekki almenn heimild til handa útlendingum til atvinnurekstrar í öðrum meðlimaríkjum. Þess vegna er hér ekki tilefni til þess, að ég geri grein fyrir viðhorfum mínum til slíkrar heimildar. En það var í trausti þess, að ég lýsti því yfir áðan, að væntanleg áhrif á hagvöxt ættu að ráða úrslitum um viðhorf okkur til aðildar. Frá þvi að þetta erindi var flutt hefur verið upp- lýst, að aðildarríki EFTA hafi komið sér saman um, að veita gagnkvæma heimild til atvinnurekstrar í aðildarríkjunum að því er tekur til umboðssölu og stórsölu. Af ástæðum, sem fyrr greinir, er hér fyrir hendi rekstrarfjárskortur og húsnæðisvandræði, sem þurfa lagfæringar við áður en hægt yrði að taka upp samkeppni við fjársterk erlend fyrirtæki. Heild- verzlunin mun því þurfa á talsverðum aðlögunar- tíma að halda. Að lokum vil ég geta þess, að hugs- anleg aðild íslands að EFTA hefur ekki verið rædd á fundum Stórkaupmannafélagsins, og það, sem hér hefur verið sagt, eru persónulegar skoðanir. FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.