Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 10
af hverri útflutningseiningu, sein fer inn á hrezka markaðinn.“ Reynt hefur verið að ná sams konar tollalækkun fyrir íslenzkan freðfisk í Bretlandi eins og EFTA- löndin hafa fengið. Fór Guðmundur 1. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, fram á þetta i viðtali við brezka utanríkisráðherrann, Butler, í október 1963. Var málið síðar rætt nokkrum sinnum af ráðhenr- unum, en ])að bar engan árangur. Var tilmælum okkar algjöilega synjað sumarið 1964. Má því tclja útilokað, að við getum fengið tollfríðindi fyrir freð- fisk i Bretlandi nema gerast aðilar að EFTA. Niðursuðuverksmiðjurnar hafa líka áhyggjur yfir þróun markaðanna í Evrópu og leyfi ég mér að lesa hér með upp bréf frá framkvæmdastjóra Félags islenzkra niðursuðuvenksmiðja til Viðskiptaráðu- neytisins: „Við viljum levfa okkur að benda á, að með til- komu EFl'A og EEC er aðstaða fslendinga til samkeppni á erlendum mörkuðum, orðin mjög erf- ið, og fer síversnandi. Ti! dæmis í Bretlandi, þar sem aðal keppinautar okkar, á sviði niðursuðu, eru Danir og Norðmenn, eoru okkar vörur háðar 5—10% tolli, en vörur keppi- nautanna tollfrjálsar. Tnnan Efnahagsbandalags Evrópu fara tollar milli meðlimalandanna sílækkandi, en aftur hækkandi á okkar vörum, og nema nú 16—40%. Hins vegar geta lönd þessi flutt inn, oft tollfrjálst hráefni frá okkur, fullunnið það, og flutt landa á milli sem sína eigin framleiðslu, og gera þetta nú þegar í stórum stíl. Hér virðist ekki annað vera framundan, en að við verðum algjörlega hraktir út af þessum mörk- uðum, ef ekki tekst að gera eitthvað, til þess að leysa þennan vanda.“ Ekki er hægt að áætla með neinni vissu skcrð- ingu útflutningstekna okkar vegna tollamismunar- ins í EFTA-löndum. Það þýðir ekkert að byggja slíka áætlun á útflutningsskýrslum síðustu ára, því að útilokað er að sjá fyrir þá miklu breytingu, sem óhjákvæmilega verður á viðskiptunum við það, að tollarnir Iækka. Þó má benda á, að tekjutap okkar vegna tollamismunarins í Bretlandi, miðað við út- flutning ársins 1965 og væntanlega tolla næsta árs, er talið, að hafi numið um 40 millj. króna. Þessi upphæð gefur þó engan veginn rétta mynd af þeim hagnaði, sem útflutningurinn getur átt von á að hljóta, þegar allar tollalækkanir yrðu komnar til framkvæmda. Ef Island ætlaði að gerast aðili að EFl'A, myndi að sjálfsögðu verða lögð á það áherzla að fá sem flestar sjávarafurðir undir EFTA-sáttmálana. Ef það tækist ekki, yrði reynt að tryggja sérfríðindi fyrir bæði sjávarafurðiir og landbúnaðarafurðir (t. d. kindakjöt) í sérstökum tvíhliða samningum mið einstök EFTA-lönd, en fordæmi fyrir því eru tví- hliða samningar, sem t. d. Danir hafa gert um sölu landbúnaðarafurða. Aðstaða íslands til að semja um einhver fríðindi til viðbótar því, sem EFTA-sátt- málinn gerir ráð fyrir, má teljast sæmileg, þar sem t. d. Norðurlöndin yrðu væntanlega aðnjótandi meiri tollfríðinda vegna sinna vara, sem seldar eru til íslands, heldur en við fengjum á móti vegna útflutnings okkar til þeirra. Allflestir íslendingar telja norræna samvinnu æskilega, en hversu margir þeirra gera sér grein fyrir því, að þungamiðja norrænnar samvinnu er nú á sviði viðskiptanna og það innan EFTA. Ef ísland heldur sér þar fyrir utan, á það á hættu að einangrast smám saman frá samstarfi Norðurland- anna, og myndi það geta liaft óæskilegar afleiðing- a<r. Á Norðurlöndunum er algjör samstaða um EFTA og enginn flokkaágreiningur. Er það álit allra Norðurlandamanna, að EFTA hafi verið þeim til góðs og mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið. Norð- urlöndin myndu eflaust vilja greiða götu íslands inn í EFTA, þótt þau teldu sig ekki hafa mikinn viðskiptalegan ávinning af slíkri aðild. Norðurlöndin hafa nú vaxandi áhyggjur yfir þró- un EBE, sem hefuir torveldað þeim viðski]úin sér- staklega síðasta árið. Fyrir þessi lönd fer það að verða áríðandi, að það takist að brúa bilið milli EFTA og PvBE — en ef ísland á að ganga í PTF'TA — er það áríðandi að ákvörðun um það verði tekin fljótt, áður en EFTAlöndin verða á ný önnum kafin við undirbúning að samningi við EBE og því áhugalítil um okkar örlög. Ilvenær eða hvort slíkiir samningar hefjast er ómögulegt að spá nokkru um á þessari stundu. í þessum mánuði sagði fram- kvæmdastjóri EFTA, Sir John Coulson, í ræðu í London, að engar horfur væru á því, að EBE myndi taka við nýjum aðilum fyrir 1970. En í þessari viku lýsti franski utanríkisráðherrann því yfir, að hann sé hlynntuir aðild Bretlands að EBE og í framhaldi af því staðfesti brezki utanríkisráðherrann í dag, að öll EBE-lönd væru nú á sömu skoðun um inn- göngu Bretlands í EBE. Er því ógerlegt að segja nokkuð með vissu hver þróunin verður. En það ættum við að geta lært af reynslunni, að láta ekki 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.