Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 23
við, að hann er algjörlega útilokaður frá allri sam- keppni utanlands frá, þar sem innflutningur land- búnaðarvara er algjörlega bannaður. Hann hefur því verið í þeirri aðstöðu að geta hækkað verð á framleiðsluvörum sínum til að vega upp á móti kostnaðarhækkun og auk þess sem honum er tryggð sala á framleiðslunni á ákveðnu verði. Sem dæmi um það hversu landbúnaðurinn hefur hækkað fram- leiðsluvörur sínar má geta þess, að meðalverð til bóndans fyrir mjólkurlíterinn hækkaði úr kr. 4,1)4 árið 1962 í kr. 7,68 árið 1965 eða um 55%. l>á hafa bein útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðar- mála verið aukin úr 86 millj. kr. árið 1962 í 204 millj. kr. árið 1966 eða um 237%, og eru þá ekki taldar með aðrar fjárhæðir í þágu landbúnaðarins, svo seni niðmrgreiðslur á vöruverði og útflutnings- uppbætur. Varðandi sjávarútveg og fiskiðnað hafa eins og kunnugt er verið gerðar margvíslegar ráðstafanir. Vil ég aðeins nefna þær, sem nú fyrir skömmu voru kunngjörðar, en Jjað eru uppbætur á fiskverði sem nema kr. 0,25 á kíló af línufiski. I>á er ætlunin að auka enu framlög til framleiðniaukningar frysti- húsa og einnig að verðbæta útflutta skreiðarfram- leiðslu. Alls er áætlað að útgjöld ríkissjóðs vegna Jæssara ráðstafana nemi 80 millj. kr. á árinu 1966. Rétt er að geta í þessu sambandi, að áætlað hefur verið, að útgjöld ríkissjóðs til stuðnings sjávarút- vegi og fiskiðnaði á árinu 1964 hafi samsvarað Jjví að útflutningsatvinnuvegirnir hefðu fengið 8% meira fyrir þann erlenda gjaldeyri, sem Jieir hafa skilað þjóðarbúinu fyrir framleiðslu sína á árinu 1964. Þessar ráðstafanir hafa reynzt nauðsynlegar þrátt fyrir sérlega hagstæða þróun á verðlagi á fiskafurðum erlendis. Um iðnaðinn gegnir hér allt öðru máli. A áður- nefndu tímabili hefur stöðugt verið að Jiví stefnt að auka innflutningsfrelsið og mun nú um 86% innflutningsins frjáls, miðað við innflutningsverð- mæti á árinu 1965. Verðlag innfluttrar vöru heiur á Jæssu tímabili verið tiltölulega stöðugt og jafn- vel farið lækkandi, sökum hagslæðari innkaupa innflytjenda. Þessu hcfur verksmiðjuiðnaðurinn orð- ið að mæta á sama tíma sem framleiðslukostnaður hefur stórkostlega hækkað eins og áður er sagt og ósamræmi hefur myndazt í verðhlutfalli hér inn- anlands og erlendis, sem ólíklegt má telja að haldist geti til lengdar nema við höldum áfram að setja ný met í aflabrögðum. Það hljóta því allir að sjá að aðstaða iðnaðarins og þá fyrst og fremst þeirra iðngreina, sem engral* * eða lítillar tollverndar njóta liafa tekið róttækum breytingum frá árinu 1962 og hjá sumum greinum er tollvernd algjörlega uppurin og hjá öðrum hefur hún minnkað verulega. Iðnaðurinu liefur því að vissu leyti gengið í gegnum aðlögunartímabil og á hann erfitt með að sætta sig við frekari stór- breytingar á aðstöðu sinni, sem aðild að EFTA og almennar tollalækkanir hefðu í för með sér, miðað við allar aðstæður í dag. Ef gengið yrði út frá því, að iðnaðurinn fengi svipaða leiðréttingu á aðstöðu sinni og landbúnaður, sjávarútvegur og fiskiðnaður liafa fengið og til álita komi aðild að EFTA eða almennar tollalækk- anir, munu málin horfða öðru vísi við. Eg vil að lokum nefna þær helztu ráðstafanir, sem gera þurfti varðandi iðnaðinn, ef til aðildar kæmi: 1. Tryggja þarf iðnaðinum hæfilegan tíma til ,ið- lögunar að breytingum á samkeppnisaðstæð- um. 2. Hefja þarf í upphafi lækkun hráefnatolla og tolla á vélum, sem ekki eru framleiddar í landinu. 3. Breyta þarf reglugerð um afskriftir iðnaðar- húsa og véla. 4. Afnema verður öll opinber verðlagsákvæði iðn- aðarvara. 5. Tryggja þarf fjármagn til að ráðast í nauðsyn- lega uppbyggingu og endurbætur í rekstri iðn- fyrirtækja. 6. Orva þarf með sérstökum ráðstöfunum fvrir- tæki til aukins samstarfs og jafnvel samruna. 7. Finna þarf viðunandi lausn á því, hvernig iðn- aðurinn geti átt greiðan aðgang að tæknileg- um leiðbeiningum. — Konan í næsta húsi á nákvæmlega eins hatt og þann, sem ég var að kaupa, kvartaði eiginkonan. — Og ég býst }>á við, að þú viljir kaupa annan hatt, svaraði eiginmaðurinn. — Já, J)að er ódýrara cn að flytja! ★ Tvær mannætur hittust á geðveikraspítala. Önn- ur reif stöðugt myndir af mönnum, konum og börn- um úr blöðum, tróð þeim upp í sig og kyngdi. „Segðu mér,“ sagði hin mannætan, „er nokkuð varið í Jjetta þurrkaða drasl!“ Flt.TÁLS VF.HZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.