Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 16
Folkeparti liefði lofsungið EFTA en barizt ákaft gegn Efnahagsbandalaginu. í dag væru allir stóru flokkarnir í Noregi einhuga mcð EFTA-samstarfinu og engum kæmi til hugar að hreyfa tirsögn Noregs úr EFTA. Ef litið er á EFTA í heild sést, að innbvrðis verzl- un aðildarríkjanna hefur cinnig aukizt meira eftir stofnun EFTA en áður. Á tímabilinu 10.53—-195!) jókst innbyrðis verzlun ríkjanna, sem mynda EFTA, um 5,4% á ári til jafnaðar en á tímabilinu, sem liðið er síðan EFTA var stofnað, hefur aukningin numið 11% á ári til jafnaðar. Sambærilegar tölur fyrir Efnahagsbandalag Evrópu eru 10,6% aukning innbyrðis viðskipta á ári 1953—1959, en 17,3% aukning árlega á tímabilinu, sem síðan er liðið. Inn- byrðis viðskipti Efnahagsbandalagsríkjanna aukast því meira en innbyrðis viðskipti EFTA. í því sam- bandi verður að liafa í luiga, að Bretland er lang- stærsta EFTA-ríkið. Og þróunin í Bretlandi hefur úrslitaáhrif á þróun EFTA í lieild. Undanfarin ár hefur hagvöxtur verið minni í Bretlandi en í flcst- um öðrum ríkjum Vestur-Evrópu og það hefur óhjákvæmilega komið fram á EFTA sem heild. Hag- vöxtur hefur þó farið vaxandi á EFTA-svæðinu og var í hámarki 1964, er hann nam frá 4—7% í hin- um ýmsu aðildarríkjum EFTA. Góðir fundarmenn. Eg hefi nú rætt nokkuð nm þróun EFTA þau ár, er það hefur starfað. Ekki verður annað sagt en að starfsemi Fríverzlunarbandalagsins hafi gengið vel. Við skiptin innbyrðis milli aðildarríkjanna hefua' stóraukizt og viðskipti bandalagsins við önnur lönd hafa einnig aukizt mikið. Og bandalagið leggur nú áherzlu á að styrkja innviði sína og ný ríki hafa óskað eftir samvinnu við það. Spurningin er þá þessi: Reiknar EFTA með því að starfa um ófyrir- sjáanlega framtíð? Hafa menn gefið upp vonina um samvinnu eða sameiningu þeir.ra tveggja mark- aðsbandalaga, er skipta Evrópu í tvær viðskipta- heildir? Þessu er erfitt að svara. Sjálfsagt vona flestir, að einhvern tíma í framtíðinni verði Evrópa einn markaður og öll aðildarríki EFTA og Efna- hagsbandalagsins verði í einu markaðsbandalagi. En það getur di-egizt í mörg ár enn, að svo verði. Og á meðan mun EFTA leggja á það áhei-zlu að efla og styrkja starfsemi sína. íbúatala EFTA-ríkj- anna er tæpar 100 milljónir. Það cru ríkar þjóðir í EFTA. Meðaltekjur í EFTAnríkjunum á mann eru mun hærri en í EBE og USA. Þegar tollaniðui'fell- ingu EFTA er lokið, verður EFTA sterk viðskipta- heild sambærileg við EBE og USA. Nokkuð hefur verið um það rætt undanfarið, að EFTA ætti að færa starfssvið sitt út. Á Norður- löndunum hafa komið \i]>p raddir um það, að EFTA ætti einnig að samræma ytri tolla, þ. e. breytast í tollabandalag. Og einnig hefur verið um það rætt, að EFTA léti efnahagslegt samstarf meira til sín taka. Engin niðurstaða hefur orðið af þessurn bolla- leggingum og heldur þykir það ólíklegt, að grund- vallarbreyting verði á starfsemi EFTA í bráð. — það er ekkert að hattinum, en augun eru hins vegar of ofarlega í hausnum á yður. ★ Sjúklingttr á geðveikrahæli var að reyna að sann- færa einn starfsmanninn um að hann væri Napóleon. — En hver sagði þér, að þú værir Napóleon? spurði stai'fsmaðurinn. — Guð, var svarið. — Ég sagði það ekki, þrumaði rödd úr næsta rúmi. 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.