Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 12
Björgvin Guðmundsson: Þróun EFTA og framtíðarviðhorf Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, hefur rætt um ísland og Fríverzlunarbandalag Evrópu. Eg mun einkum ræða þróun bandalagsins og framtíðar- horfur. Hvers vegna var Fríverzlunarbandalagið stofnað? Hvernig hefur það reynzt og hverjar eru horfurnar á því, að það haldi áfram að starfa í framtíðinni? Þetta eru þær spurningar, sem ég mun leitast við að svara. Stofnun EFTA Fríverzlunarbandalag Evrópu, EFTA, var stofnað í nóvember 1959 eftir að tilraunir til þess að mynda stórt fríverzlunairsvæði í álfunni höfðu íarið út um þúfur. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu hafði verið stofnað átti Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, OEEC, frumkvæðið að ]>ví, að fram fóru víðtækar athuganir á því, hvort unnt væri að mynda stórt fríverzlunarsvæði. sem flest aðildarríki OEEC ættu aðild að. Ætlun OEEC var að afstýra viðskiptaleg- um klofningi Evrópu. En þetta tókst ekki. Sex Evrópuríki höfðu stofnað Efnahagsbandalag Evrópu 1957 og tveimur árum síðar svöruðu sjö önnur Evrópuríki með stofnun Fríverzlunarbandalags Evirópu. Þar mcð hafði Evrópa klofnað í tvær við- skiptaheildir, þrátt fyrir miklar tilraunir til þess að sameina öll þessi ríki í eitt fríverzlunarbandalag. Efnahagsbandalag Evrópu er sem kunnugt er ekki aðeins tollabandalag, sem fellir niður innbyrðis tolla og samræmir ytri tolla, heldur vinnur það einnig að margvíslegu öðru efnahagslegu samstarfi, eins og frjálsum flutningi fjármagns og vinnuafls. Frí- verzlunarbandalag Evrópu er hins vegar aðeins frí- verzlunarsvæði, sem fellir aðeins niður innri tolla en bireytir ekki ytri tollum og ekki er þar gert ráð fyrir því víðtæka efnahagssamstarfi, er Rómarsátt- máli Efnahagsbandalagsins gerir ráð fyrir. Sexveldin, sem stofnuðu Efnahagsbandalagið voru Frakkland, Vcstur-Þýzkaland, Ítalía, Belgía, Hol- land og Luxembim-g. En sjöveldin, sem stofnuðu Fríverzlunarbandalagið voru: Bretland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Portúgal, Sviss og Austurríki. Sjöveldin höfðu öll haft mikinn áhuga á stofnun stórs fríverzlunarsvæðis, sem sexveldin yrðu einnig aðilar að. En þegar ekki tókst að mynda slíkt frí- verzlunarsvæði og Ijóst var, að sexveldin myndu hefja innbyrðis tollalækkanir, vildu sjöveldin gera ráðstafanir, er auðvelda myndu samciningu allra þessara ríkja í eina viðskiptaheild síðar. í upphafi var EFTA því hugsað sem tæki til þess að ná sam- vinnu eða sameiningu við Efnahagsbandalagið. En eftir því, sem lengra hefuir liðið, hefur EFTA hlot- ið sjálfstæðari sess. Það hefur eflzt og styrkzt, enda orðið ljóst, að það ætti um langa framtíð sjálfstæðu hlutverki að gegna. Stofnsamningur EFTA var undirritaður 20. nóv. 1959 í Stokkhólmi. í fyrstu grein samningsins segir, að bandalagið skuli heita The European Free Tirade Association, sem skammstafað hefur verið EFTA, en á íslenzku verið þýtt Fríverzlunarbandalag Evrópu. Markmið bandalagsins skyldi vera sam- kvæmt stofnsamningi að fella niður innbyrðis tolla og viðskiptahöft, örva framleiðsluna á svæði banda- lagsins og í hverju einstöku aðildariríki. stuðla að fullri atvinnu, aukinni framleiðni og skynsamlegri hagnýtingu framleiðsluþátta, jafnvægi í efnahags- málum og stöðugt betri lífskjörum. Niðurfellingu tolla og afnámi hafta skyldi lokið á 10 árum. Segja 12 FRJÁLS VERZLU^

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.