Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 24
Það gerðist í smábarmiskólanum. Lítill drengur rétti upp höndina, og spurði kennslukonuna: „Hvað er jörðin þung?“ Kennslukonan hafði ekki svar á reiðum höndum, en kvaðst mundu koma með það daginn eftir. Að kennslu lokinni iiafði hún mikið fvrii því, að fletta í bókum í bókasafninu, og fann þar að lokum svar við spurningunni. Daginn eftir sagði hún við bekkinn: „Jæja, veit nokkur hér í dag hvað jörðin er þung?“ Er enginn svaraði, kom kennslukonan með svar- ið, sigri hrósandi. Að andartaki liðnu rétti sami drengurinn upp hendina, og spurði: „Er það með fólki eða án?“ ★ — Mamma heyrði hávaða í svefnherberginu í nótt. Hún stökk fram úr rúminu, og sá að tveir karlmannsfætur stóðu undan því. — Var það innbrots])jófur? — Nei, pabbi, hann heyrði hávaðann líka! Hjónavígsla er, þegar maðurinn missir alla stjórn á sér. ★ Ekkja, sem giftist ekkjumanni, var að því spurð af vinkonu ,hvernig hjónabandið gengi. — Talar maðurinn þinn nokkurn tíma um fyrri konu sína, spurði vinkonan. — Hann gerði það um tíma, en ég læknaði hann af því. — Hvernig? — Eg fór að tala um næsta eiginmann, sem ég mundi eignast! 24 KRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.