Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 20
afurða verði breyting á fiskveiðilögsögu íslands t. d. undir þeim kringumstæðum, að íslend- ingar vildu lielga sér allt landgrunnið. 4. Túlkun og framkvæmd ákvæða, sem fjalla um samkcppnisfjötra, en undir þau ákvæði koma m. a. atriði, eins og heimild jiegna ánnarra að- ildarríkja lil atvinnurekstrar innan þeirra, og einnig afstaða til fyrirtækjasamsteypa og þess háttar. Að sjálfsögðu eru mörg fleiri atriði, sem rækilega þarf að athuga, en mér hefur verið settur takmark- aður ræðutími, svo ég verð að halda mér við 4 fyrr- greind atriði. Mun ég þá fyrst víkja að: Viðskiptakjörunum — Tollakjörunum — og því hagræði, sem aðild EFTA kynni að hafa í för með sér í þeim efnum. Þótt segja megi, að allstór hluti útfluttra sjávar- afurða fra tslandi fari til EFTA-landanna, en árið 1004 var það 59,3% heildarútflutningsins, þá féll ekki nema nokkur hluti þessa magns, eða 56,6%, umrætt ar undir ramma EFTA-samningsins. Því ná tollalækkanir, samkvæmt EFTA-samningnum, ekki til eftirfarandi sjávarafurða: Nýr fiskur, kældur eða frystur, nema fryst fisk- flök, saltaður, þurrkaður eða reyktur fiskur. Skelfiskur. Samkvæmt þessu er hægt að taka ísfisk úr tog- urum og heilfrystan fisk til hliðar. Um hvort tveggja þarf að gera sérsamninga, sem ekki eru nú til stað- ar, hvort sem tsland gerist aðili að EFTA cða ekki. Af þýðingarmiklum afurðategundum, sem ísland selur EFTA, einkum til Bretlands, eru þá eftir hrað- fryst fiskflök, fiskimjöl og síldarlýsi. Tap vegna tolla af þessum íslenzku afurðum, samanborið við afurðir frá öðrum EFTA-ríkjum, t. d. Noregi og Danmörku, sem njóta sérstakra tollakjara sem með- limaríki, var árið 1965: A frystum fiskflökum, tollamismunur 8%, eða samtals 13, 8 millj. kr. af útflutningsverðmæti varanna. Fiskimjöl, tollamismunur 10%, eða 280 þús. kr. Síldarlýsi, tollamismunur 10%, eða 15,1 millj. króna. Samtals gerir þetta 30 millj. króna árið 1965. Út- reikningar þessir eru miðaðir við f. o. b. verð. Árið 1964 var tap vegna þessarar óhagstæðu viðskipta- aðstöðu um 16 millj. króna. Ekki er einhlítt að líta á óhagkvæm viðskipta- kjör út frá krónutölusjónarmiðum einhliða, lieldur verður einnig að skoða þetta í Ijósi þeirra áhrifa, sem slíkt óhagræði hefur í för með sér á heildar- útkomu viðkomandi afurðategunda í útflutningn- um. Kemur þá í ljós, að neikvæð tollaáhrif vegna útflutnings til EFTA árið 1965, voru sem hér segir: Á útflutt fryst fiskflök 1,2% Á útflutt fiskimjöl 0,5% Á útflutt síldarlýsi 2,2% Kemur þá að öðru atriðinu, sem er að vega og meta óhagræðið með tilliti til annað hvort þess, að það verði lagfært með aðild að EFTA með þeim neikvæðu hliðaráhrifum, sein það kynni að hafa á viðskiptin með þessar afurðategundir til annarra markaðssvæða. Mætti hér sérstaklega taka út sölu frystra fiskflaka til Sovétríkjanna. Eða þá, hvort hægt er að auka eða jafna metin með auknum siil- um á aðra markaði. Um það, hvort Austur-Evrópu- viðskiptunum, þá sérstaklega viðskiptunum við Sovétríkin, verði stefnt í hættu með aðild EFTA, er rétl að vísa í skýrslu frá Viðskiptamálaráðu- neytinu, dags. 29. maí 1965, en þár segir orðrétt: „Því ei' ekki að leyna, að til er önnur dekkri hlið á málinu, sem snýr að áframhaldandi sölu- möguleikum til Austur-Evrópu. Þeim viðskipt- um getur verið stefnt í liættu, svo framarlega sem ekki tekst að semja um sérstök atriði þeim lil verndar.“ Síðan segir: „Þýðing viðskiptanna við Austur-Evrópu hef- ur stói'lega minnkað síðustu 5 árin.“ Þá er talað um sívaxandi markað og bættan fyrir freðfisk í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu.“ Eigi skal dregið úr þeirri hættu, sem tvíhliða við- skiptum milli íslands og Austur-Evrópu eru búin með hugsanlegri aðild íslands að EFTA. Slík við- skipti rekast á megintilgang f<ríverzlunarbandalags- ins — frjáls og óháð viðskipti aðildarríkja og jafna innbyrðis samkeppnisaðstöðu. En þýðingarmikið er að sérhverjum sé Ijóst, að fyrir íslenzkan sjávarútveg og fiskiðnað eru Austur- Evrópuviðskiptin enn mikilvæg, og útflutningur freðfiskflaka, sem eru nú raunverulega, auk síldar- lýsis, eina afurðategundin, sem eitthvað hefði við- skiptalega að vinna með aðild íslands að EFTA, er ekki síður hagkvæmur til Sovétríkjanna en Bret- lands. 20 PRJALS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.