Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 9
lokið niðurfellingu tolla og innflutningshafta á ár- inu 19C7. I stað 14 markaða einstakra landa koma þá 2 markaðir, tekur annar til 175 milljón manns en hinn til 95 milljón manns, þar sem iðnaðurinn hefur aðlagazt hinni jöfnu samkeppnisaðstöðu. Ríkisstjórnin stefnir að þátttöku í stœkkuðu sam- ciginlegum markaði með þessnm löndum. Sterkar líkur benda til þess, að ástæðurnar fyrir núverandi skiptingu Evrópu í tvennt hverfi innan fárra ára og að lönd beggja bandalaganna sameinist í einn markað. Slík skipan hefði óhjákvæmilega áhrif á írland, sem gæti heldur ekki látið sig hana engu skipta. Efnahagsleg nauðsyn krefst, þess. að írland gerist aðili með þeim skilmálum, sem um semdist, en auk þess hafa Irar mikla löngun til að taka þátt í að byggja sameinaða Evrópu. Þar með fengist að- gangur að stærsta og væntanlega ríkasta markaði heimsins, en írski iðnaðurinn myndi ekki njóta góðs af þessari aðild nema hann gæti tryggt sér hæfilegan skerf hins frjálsa markaðs, sem keppinautarnir hefðu þegar aðlagazt. Ennfremur væru lítil líkindi til, að nokkurra ára aðlögunartími fengist, þar eð sennilega yrði þá talið nauðsynlegt að afnema tollverndina fljótt, en ekki draga úr henni skipulega á 9—15 ára tímabili." Afstaða íra til markaðsbandalaganna er mjög at- Iiyglisverð og lærdómsrík. Þeir telja, að með þátt- töku í slíku samstarfi séu þeir að treysta efnahags- legt sjálfstæði sitt og styrkja iðnaðinn. A öðrum stað í skýrslunni stendur: „Það ber að leggja áherzlu á, að skuldbindingin um afnám tollverndar írska iðnaðarins er ekki í raun og veru val um tvær leiðir, annaðhvort afnám tollverndar innan frívcrzlunarsvæðis eða viðhald hennar utan slíks svæðis. Viðhald tollveamdar er ekki í reynd möguleg leið, þar sem því fvlgdi við- skiptaleg einangrun með þeim afleiðingum, að iðn- aðurinn yrði ósamkeppnisfær, efnahagslífið staðnað, lífskjörin bágborin og fólk myndi flýja land í stór- um stíl.“ Hvað er það í íslenzku atvinnulífi og þjóðlífi, sem er svo frábrugðið írsku atvinnulífi og þjóðlífi, að við getum ekki fylgt fordæmi íra í því að tryggja hag okkair gagnvart markaðsbandalögunum? Mér er ókleift að svara þessari spurningu. Oft brýzt minnimáttarkennd okkar út í þeirri alkunnu setn- ingu, „að við séum fáir, fátækir, smáir“. En hefur ekki lítið land með mikla framleiðslumöguleika meiri þörf fyrir ftrjálsan aðgang að stórum erlendum mörk- uðum en stóru löndin, sem hafa sinn stóra heima- markað? Hafa ekki litlu löndin meiri hag af alþjóða- viðskiptasamstarfi en stórveldin? Eru ekki smáríkin eins og Noregur, Danmörk, Holland og Belgía ein- mitt eindregnustu stuðningsmenn alþjóðsamstarfs á vegum Sameinuðu þjóðanna og i viðskipta- og varnarbandalögum, af því að þatr með geta þau tryggt sér meiri áhrif á gang heimsmálanna heldur en með því að vera utan samtakanna. Einir höf- um við íslendingar kannske ekki mikil áhrif í þess- um samtökum, en með því að vinna með þeim þjóðum, sem hafa sömu viðskiptahagsmuna að gæta og við, getur okkur orðið verulega ágengt. Þá er stundum sagt, að Island eigi ekki erindi í EFTA vegria þess að EFTA-samvinnan taki ekki nema að litlu leyti til sjávarafutrða. Við athugun á útflutningsskýrslum okkar kemur þó í ljós, að um 60% af útflutningi okkar 1964 til EFTA-Ianda, — en hann var 43% af heildarútflutningnum — eru afurðir, sem fá svæðismeðferð. Með þátttöku íslands í EFTA eykst væntanlega möguleikinn fyrir því að láta fríverzlunina ná til fleiri sjávarafurða en nú er. Helzta skýringin á því, af hverju hér hefur ekki vaknað verulegur áhugi fyrir aðild að öðru hvoru markaðsbandalaganna, er eflaust hin hagstæða þró- un útflutningsins síðustu átrin, sem gerir það að verkum, að við höfum lítið fundið fyrir áhrifum bandalaganna enn sem komið er. Verð á freðfiski og síldarlýsi hcfur hækkað svo, að útflytjendur hafa ekki talið ástæðu til að kvarta þótt við þurf- um að greiða 10% toll af þessum afurðum — eða fá samsvarandi lægra verð fyri-r þær — á sama tíma og Norðmenn og Danir sleppa með 2% toll og losna alveg við hann um næstu áramót. For- maður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Gunnar Guðjónsson, skrifaði samt nýlega í Ægi eftirfarandi: „Tollamismunurinn á frystum fiski eftir uppruna- landi, þ. e. hvort liann er fluttur á brezka markað- inn frá EFTA-ríki eða ríki utan bandalagsins, er orðinn verulegur og hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif á viðskiptakjör íslendinga samanborið við önnur EFTA-ríki, sem verzla með fisk. Af freðfiski inufluttum frá Noregi er greiddur 2% tollur og mun hann falla alveg niður í lok þessa árs. A sama tíma er tollur á freðfiski frá íslandi 10%, og mun hald- ast óbreyttur. Er nauðsynlegt, að unnið sé að því, að íslendingar geti boðið sinn fisk á brezka mark- aðinum með sambætrilegum kjörum og aðrar þjóðir. Að öðrum kosti er hætta á, að útflutningur þangað dragist saman, eða að hlutur fslendinga verði minni FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.