Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 12
1 □ FRJAL5 VERZLUN B. Kj.: Satt bezt að segja kann ég ekki fremur svar við þessari spurningu en margur annar. Að vísu blæs ekki byrlega fyrir okk- ur í bili, enda engin furða, þegar framleiðsla þjóðarinnar minnkar um a. m. k. 20—25% á einu ári; og markaðir lokast annaðhvort skyndilega, svo sem fyrir skreið- ina, eða verð útflutningsvara okk- ar fellur á öðrum mörkuðum um 20—40%. Þó held ég fastlega að úr rætist. Sú skoðun er byggð á þeirri forsendu, að fólki fer stöð- ugt fjölgandi í heiminum, og fleiri munnar þurfa meiri fæðu, auk þess, sem fólk vill fá og þarfnast bættra lífskjara. Við erum og verðum, líklega um ófyrirsjáan- legan tima, fyrst og fremst mat- vælaframleiðendur. Við flytjum út góð og holl matvæli, rík af fjörefnum og hitaeiningum. Mestu skiptir að vanda þessar vörur og umbúðir þeirra, kynna þær og kunna að selja þær. Þá þurfum við og að gera okkur ljóst, að kostnaður við framleiðsluna má ekki vera hærri en svo, að verð þeirra sé jafnan samkeppnisfært. Og að lokum, lífskjör þeirra þjóða, sem varanna þarfnast, þurfa að vera svo góð, að þær hafi kaup- mátt til þess að kaupa vörurnar. F.V.: Teljið þér líklegt, að auk- in samvinna tœkist við fjársterka erlenda aðila um uppbyggingu nýrra iðngreina og til efnahags- legra framfara á fslandi? B. Kj.: Meðal þess, sem fslend- inga vanhagar einna mest um, er fjármagn og verk- og sölukunn- átta. Þess vegna er ég sannfærður um, að við eigum að leita út fyrir landsteinana í þessum efnum. All- ar þjóðir, sem vilja koma atvinnu- vegum sínum á rekspöl, fara líka þessa leið. Mættum við þar öðrum fremur huga að Norðmönnum, sem eru þó ekki síður viðkvæmir fyrir sjálfstæði sínu en við, enda hafa og reynsluna erfiðari. Þeir hlúa að og greiða fyrir erlendu fjármagni og framtaki í landisínu. Ég er þess fullviss, að við eigum að vinna með öðrum þjóðum að því að leysa efnahagsvanda okk- ar og byggja upp nýjar atvinnu- greinar, en gæta ber varfærni í þeim efnum sem öðrum. F.V.: Hvað finnst yður um hug- myndir um norrœna efnahags- samvinnu og hugsanlegt tolla- bandalag NorSurlandaþjóðanna? B. Kj.: Það vill svo til, að ég er hugmyndinni um norrænt tolla- bandalag nokkuð kunnugur og rit- aði töluvert um það á sínum tíma, eða þegar hugmyndin kom einna fyrst fram. Var ég m. a. efnahags- ráðunautur íslenzku ríkisstjórn- arinnar á fyrsta fundinum, sem ríkisstjórnir Norðurlanda héidu um þetta efni í Oslo árið 1947. Sú spurning, sem hér er beint að mér, er tvíþætt, sem sé hvort ísland ætti að sækjast eftir eða teldi sér hag í að verða aðilji að .mahagssamvinnu Norðurianua, t. d. ganga í tollabandalag þeirra. Og hin spurningin, hvert er við- horf mitt til norræns tollabanda- lags almer.nt. Fyrri spurningunni get ég ver- ið fljótur að svara og er það nei- kvætt. Ég tel ísland ekki hafa al- mennt hag af að ganga í norrænt efnahagssamstarf, sumpart vegna þess, hve markaðir eru þar tak- markaðir fyrir flestar afurðir okk- ar, að öðru leyti vegna þess, að Norðurlandaþjóðirnar hinar eru á ýmsum veigamiklum sviðum beint keppinautar okkar og í þriðja lagi tel ég, að of náið samstarf við þær 1 viðskiptamálum geti torveldað EFSTA HÆÐIN TIL LEIGIJ JUPITER OG MARZ H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.