Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 28
26 FRJALS VERZLUN SAMDRÁTTUR í HEIMSVIÐSKIPTUM SETTI MARK SITT Á VIÐSKIPTI E F T A-RÍKJANNA 1967. ÁRIÐ 1967 VAR FYRSTA ÁRIÐ EFTIR AÐ EFTA NÁÐI ÞVÍ MARK- MIÐI SÍNU AÐ FELLA NIÐUR TOLLA OG VIÐSKIPTAHÖMLUR — ÞREMUR ÁRUM Á UNDAN ÁÆTLUN. VIÐSKIPTI EFTA-RÍKIANNA INNBYRÐIS JUKUST UM 9.4% Á ÁR- INU 19G7. ÚTFLUTNINGUR E F T A-RÍKJANNA HVERS TIL ANNARS HEFUR AUKIZT RÚMLEGA TVÖFALT MEIRA EN ÚTFLUTNINGUR ÞEIRRA TIL ANNARRA LANDA — EÐA UM 132%. INNBYRÐIS VIÐSKIPTI NORÐURLANDANNA FJÖGURRA í EFTA HAFA AUKIZT UM 200% í TÍÐ SAMTAKANNA. viðskiptum allra hinna EFTA- ríkjanna. Bretland var eina EFTA-landið, þar sem útflutningur minnkaði á árinu 1967, og nam samdráttur þess 2%. Útflutningur Finnlands og Danmerkur jókst aðeins um tæplega helminginn af meðalaukn- ingu útflutnings þessara ríkja síð- an 1959. Austurríki, Sviss, Sví- þjóð og Portúgal voru nálægt meðallagi, að því er útflutnings- aukningu snertir, en Noregur fór fram úr meðallagi og jók útflutn- ing sinn um 11,2%. Lítilsháttar dró úr innflutningi Austurríkis og Finnlands, og öll hin EFTA-ríkin, nema Noregur með 12,3% aukn- ingu og Bretland með 6,6% aukn- ingu, juku innflutning sinn minna en síðustu ár. Skýrslur um þróun útflutnings- ins á árinu sýna, að aukningin dróst saman eftir því, sem á árið leið, þ. e. úr 2,1% milli fyrsta og annars ársfjórðungs í 1% milli annars og þriðja - en milli tveggja síðustu ársfjórðunganna nam fall- ið svo um 3,7%. Andstætt þessu sýnir sams konar yfirlit um þróun innflutningsins vaxandi aukningu frá einum ársfjórðungi til annars, þ. e. um 1%, 1,2% og 2%. Síð- asta breytingin á eflaust að nokkru leyti rætur að rekja til gengisfell- inganna hjá Bretum, Dönum og Finnum, bæði breytts verðgildis Bandaríkjadala og e. t. v. einnig viðskiptaaðgerða inn- og útflytj- enda eftir að felling gengisins varð séð fyrir. Á fyrsta ársfjórðungi 1968jókst heildarinnflutningur EFTA-ríkj- anna nær jafnört og árið á undan, en aukning útflutningsins óx meira en áður eða um 3,3%. Örv- un útflutningsins er einnig stað- fest í skýrslu um þróun viðskipt- anna milli ársfjórðunga, en þar kemur fram 1,7% aukning á síð- asta ársfjórðungi 1967. Jafnframt hefur aukning innflutningsins minnkað í 1,1%. — Stefnir því þar að hagstæðari viðskiptajöfn- uði en áður. INNBYRÐIS VIÐSKIPTI EFTA- RÍKJANNA. Viðskiptaaukningin innan EFTA síðan 1959, sem nemur 132%, jafngildir 11% meðalaukningu ár- lega. Á sama tímabili jókst heild- arútflutningur EFTA-ríkjanna um 72% og heildarinnflutningur þeirra um 80%, en það svarar til 7% og 714% meðalaukningar á ári. Á árinu 1967 nam útflutningur EFTA-ríkjanna hvers til annars jafnvirði 8,172 milljón dala eða 26% af heildarviðskiptum ríkj- anna. Eftir því sem á árið leið dró smám saman úr viðskiptaaukning- unni. Nam hún 1,7% milli tveggja síðustu ársfjórðunganna, en það var einum hundraðshluta lægra en milli tveggja fyrstu fjórðunga ársins. Á fyrsta ársfjórðungi 1968 jukust viðskiptin jafnvel enn hæg- ar eða um aðeins 0,1%. En þessi breyting á að verulegu leyti ræt- ur að rekja til stórfellds samdrátt- ar í olíu- og skipasölum Breta til Skandinaviu. Sé þróunin í marz- mánuði einum tekin til athugun- ar, kemur í ljós veruleg efling viðskiptanna innan EFTA. Útflutningur Austurríkis og Noregs, Portúgals og Sviss til annarra EFTA-ríkja óx um meira en 15% árið 1967 og útflutningur Danmerkur, Finnlands og Sví- þjóðar um nálægt 10%. Útflutn- ingur Bretlands til EFTA-ríkj- anna jókst hins vegar aðeins um 1,3%, sem mjög stingur í stúf við 8,6% meðalaukningu á ári síðan 1959. Innflutningur Breta frá öðr- um EFTA-ríkjum jókst um 10% og innflutningur Noregs um 19,8%, en það nemur meira en meðalaukningu síðan 1959. Aukn- ing í innflutningi Dana fylgdi aft- ur á móti nákvæmlega meðallagi og innflutningur annarra EFTA- ríkja jókst um minna en hann hefur gert að jafnaði síðan 1959.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.