Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 28
26
FRJALS VERZLUN
SAMDRÁTTUR í HEIMSVIÐSKIPTUM SETTI MARK SITT Á VIÐSKIPTI
E F T A-RÍKJANNA 1967.
ÁRIÐ 1967 VAR FYRSTA ÁRIÐ EFTIR AÐ EFTA NÁÐI ÞVÍ MARK-
MIÐI SÍNU AÐ FELLA NIÐUR TOLLA OG VIÐSKIPTAHÖMLUR —
ÞREMUR ÁRUM Á UNDAN ÁÆTLUN.
VIÐSKIPTI EFTA-RÍKIANNA INNBYRÐIS JUKUST UM 9.4% Á ÁR-
INU 19G7.
ÚTFLUTNINGUR E F T A-RÍKJANNA HVERS TIL ANNARS HEFUR
AUKIZT RÚMLEGA TVÖFALT MEIRA EN ÚTFLUTNINGUR ÞEIRRA TIL
ANNARRA LANDA — EÐA UM 132%.
INNBYRÐIS VIÐSKIPTI NORÐURLANDANNA FJÖGURRA í EFTA
HAFA AUKIZT UM 200% í TÍÐ SAMTAKANNA.
viðskiptum allra hinna EFTA-
ríkjanna.
Bretland var eina EFTA-landið,
þar sem útflutningur minnkaði á
árinu 1967, og nam samdráttur
þess 2%. Útflutningur Finnlands
og Danmerkur jókst aðeins um
tæplega helminginn af meðalaukn-
ingu útflutnings þessara ríkja síð-
an 1959. Austurríki, Sviss, Sví-
þjóð og Portúgal voru nálægt
meðallagi, að því er útflutnings-
aukningu snertir, en Noregur fór
fram úr meðallagi og jók útflutn-
ing sinn um 11,2%. Lítilsháttar
dró úr innflutningi Austurríkis og
Finnlands, og öll hin EFTA-ríkin,
nema Noregur með 12,3% aukn-
ingu og Bretland með 6,6% aukn-
ingu, juku innflutning sinn minna
en síðustu ár.
Skýrslur um þróun útflutnings-
ins á árinu sýna, að aukningin
dróst saman eftir því, sem á árið
leið, þ. e. úr 2,1% milli fyrsta og
annars ársfjórðungs í 1% milli
annars og þriðja - en milli tveggja
síðustu ársfjórðunganna nam fall-
ið svo um 3,7%. Andstætt þessu
sýnir sams konar yfirlit um þróun
innflutningsins vaxandi aukningu
frá einum ársfjórðungi til annars,
þ. e. um 1%, 1,2% og 2%. Síð-
asta breytingin á eflaust að nokkru
leyti rætur að rekja til gengisfell-
inganna hjá Bretum, Dönum og
Finnum, bæði breytts verðgildis
Bandaríkjadala og e. t. v. einnig
viðskiptaaðgerða inn- og útflytj-
enda eftir að felling gengisins
varð séð fyrir.
Á fyrsta ársfjórðungi 1968jókst
heildarinnflutningur EFTA-ríkj-
anna nær jafnört og árið á undan,
en aukning útflutningsins óx
meira en áður eða um 3,3%. Örv-
un útflutningsins er einnig stað-
fest í skýrslu um þróun viðskipt-
anna milli ársfjórðunga, en þar
kemur fram 1,7% aukning á síð-
asta ársfjórðungi 1967. Jafnframt
hefur aukning innflutningsins
minnkað í 1,1%. — Stefnir því
þar að hagstæðari viðskiptajöfn-
uði en áður.
INNBYRÐIS VIÐSKIPTI EFTA-
RÍKJANNA.
Viðskiptaaukningin innan EFTA
síðan 1959, sem nemur 132%,
jafngildir 11% meðalaukningu ár-
lega. Á sama tímabili jókst heild-
arútflutningur EFTA-ríkjanna um
72% og heildarinnflutningur
þeirra um 80%, en það svarar til
7% og 714% meðalaukningar á
ári.
Á árinu 1967 nam útflutningur
EFTA-ríkjanna hvers til annars
jafnvirði 8,172 milljón dala eða
26% af heildarviðskiptum ríkj-
anna. Eftir því sem á árið leið dró
smám saman úr viðskiptaaukning-
unni. Nam hún 1,7% milli tveggja
síðustu ársfjórðunganna, en það
var einum hundraðshluta lægra
en milli tveggja fyrstu fjórðunga
ársins. Á fyrsta ársfjórðungi 1968
jukust viðskiptin jafnvel enn hæg-
ar eða um aðeins 0,1%. En þessi
breyting á að verulegu leyti ræt-
ur að rekja til stórfellds samdrátt-
ar í olíu- og skipasölum Breta til
Skandinaviu. Sé þróunin í marz-
mánuði einum tekin til athugun-
ar, kemur í ljós veruleg efling
viðskiptanna innan EFTA.
Útflutningur Austurríkis og
Noregs, Portúgals og Sviss til
annarra EFTA-ríkja óx um meira
en 15% árið 1967 og útflutningur
Danmerkur, Finnlands og Sví-
þjóðar um nálægt 10%. Útflutn-
ingur Bretlands til EFTA-ríkj-
anna jókst hins vegar aðeins um
1,3%, sem mjög stingur í stúf við
8,6% meðalaukningu á ári síðan
1959. Innflutningur Breta frá öðr-
um EFTA-ríkjum jókst um 10%
og innflutningur Noregs um
19,8%, en það nemur meira en
meðalaukningu síðan 1959. Aukn-
ing í innflutningi Dana fylgdi aft-
ur á móti nákvæmlega meðallagi
og innflutningur annarra EFTA-
ríkja jókst um minna en hann
hefur gert að jafnaði síðan 1959.