Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERZLUN 21 Það er aldrei of seint að taka BRLJÐKAUPSMYNDINA FERMINGARMYNDINA STÚDENTSMYNDINA FJÖLSKYLDUMYNDI NA EÐA AÐ MYNDA BARNIÐ BRÚÐARVENDIR □□ FERMI NGARKYRTLAR Á STDFUNNI Stúdíó Guðmundar OARÐARSTRÆTI 2 SÍMI 20900 mönnum. En þá er kominn tími til að leiðbeina fólki til lýðræðis. Vissulega er það svo, að ein- hverjar meginreglur verða að gilda um, hvar mörk skuli sett í þeirri skoðanatjáningu, sem út- varp og sjónvarp kynnu að beita sér fyrir. Þar yrðu heilbrigð skynsemi og sómatilfinningin að ráða. Og svo er það jafnvíst, að einhvern tíma þættu annmarkar á slíku tjáningafrelsi, þó að reglur lægju fyrir. Það væru hinaróæski- legu fylgiverkanir, sem þó eru kannski óumflýjanlegar, eins og til dæmis innflutningur 700 kerta- tegunda fyrir jólin samkvæmt grundvallarreglum um frjáls við- skipti. Þess er ekki að vænta, að sjón- varp eða útvarp geti á næstunni náð því marki, sem ég hef fjallað um hér að framan, jafnvel þótt byrlega blési. Til þess skortir býsna margt og þá helzt mann- afla. En hins vegar væri það vel, ef að þessu yrði markvisst stefnt, og mönnum gæfist kostur á að íhuga, hvort slík skipan mála Rík- isútvarpsins yrði ekki öllum fyrir beztu, — að það yrði gert eins óháð ríkisvaldinu og frekast er kostur, að þjóðarálit skapaðist um það á þann veg, að komið yrði í veg fyrir, að nokkrum yrði stætt á því, að ætla að beita tíma- bundnu valdi til misnotkunar í stofnuninni. Það hljóta að vera starfsmenn hennar, sem fyrst og fremst ráða vali og verða að hafna, þegar allt kemur til alls. Raunar hefur það skýrt komið fram að und- anförnu, að til þess er ætlazt af starfsmönnum sjónvarpsins. Bóka- fréttir í sjónvarpi hafa mjög verið til umræðu og hefur fréttastofan skirrzt við að vekja athygli á ný- útkomnum bókum vegna ber- serksgangs sumra útgefenda. Fyrir jólin voru gefnar út um 300 nýjar bækur og þess hefði enginn kostur verið að skýra frá þeim öllum í fréttum sjónvarps- ins. Til málamiðlunar voru gerðir tveir sjálfstæðir bókaþættir og minnzt þar á allmarga bókatitla en ekki alla — og mæltust þætt- irnir því mjög misjafnlega fyrir hjá útgefendum. Sjónvarpið verð- ur vissulega að leysa þetta vanda- mál á skynsamlegan hátt, en ekki nauðsynlega á þann veg, að komið sé til móts við óskir útgefenda allra bókanna, 300 talsins. Baldvin Tryggvason, forstjóri Almenna Bókafélagsins sagði í blaðaviðtali fyrir jólin, að fréttamenn sjón- varpsins yrðu að dæma um það sjálfir hverju sinni, hvenær getið skyldi útkomu nýrrar bókar í fréttatíma. í þessu tilviki telur hann eðlilegt, að fréttamenn einir dæmi um fréttagildi við- burða. Þetta mat gæti svo eðli- lega orðið á þá leið, að sjónvarpið teldi fjórar eða fimm bækur á ári þess virði, að sagt væri frá þeim. Þrjár þeirra gætu líka hugsan- lega verið frá sama útgáfufyrir- tæki. Val fréttamanna sjónvarps á bókafréttum yrði vafalaust um- deilt, en því yrði að taka sem vandasömum en eðlilegum þætti í starfi þeirra. Þaðhlýturþví aðvera kappsmál þeirra, sem við frétta- störf vinna hjá sjónvarpi og út- varpi, að skilningur sé fyrir hendi hjá þjóðinni allri á því hlutverki þeirra að leggja sjálfstætt mat á fréttagildi atburða og hika ekki við það, þrátt fyrir gagnrýni, sem gegn þeim verður beint öðru hverju. ALLT TIL UTGERDAR ☆ Verzlun 0. ELLINGSEN H.F. Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.