Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERZLUN
21
Það er aldrei of seint
að taka
BRLJÐKAUPSMYNDINA
FERMINGARMYNDINA
STÚDENTSMYNDINA
FJÖLSKYLDUMYNDI NA
EÐA
AÐ MYNDA BARNIÐ
BRÚÐARVENDIR □□
FERMI NGARKYRTLAR
Á STDFUNNI
Stúdíó Guðmundar
OARÐARSTRÆTI 2 SÍMI 20900
mönnum. En þá er kominn tími
til að leiðbeina fólki til lýðræðis.
Vissulega er það svo, að ein-
hverjar meginreglur verða að
gilda um, hvar mörk skuli sett í
þeirri skoðanatjáningu, sem út-
varp og sjónvarp kynnu að beita
sér fyrir. Þar yrðu heilbrigð
skynsemi og sómatilfinningin að
ráða. Og svo er það jafnvíst, að
einhvern tíma þættu annmarkar
á slíku tjáningafrelsi, þó að reglur
lægju fyrir. Það væru hinaróæski-
legu fylgiverkanir, sem þó eru
kannski óumflýjanlegar, eins og
til dæmis innflutningur 700 kerta-
tegunda fyrir jólin samkvæmt
grundvallarreglum um frjáls við-
skipti.
Þess er ekki að vænta, að sjón-
varp eða útvarp geti á næstunni
náð því marki, sem ég hef fjallað
um hér að framan, jafnvel þótt
byrlega blési. Til þess skortir
býsna margt og þá helzt mann-
afla. En hins vegar væri það vel,
ef að þessu yrði markvisst stefnt,
og mönnum gæfist kostur á að
íhuga, hvort slík skipan mála Rík-
isútvarpsins yrði ekki öllum fyrir
beztu, — að það yrði gert eins
óháð ríkisvaldinu og frekast er
kostur, að þjóðarálit skapaðist um
það á þann veg, að komið yrði í
veg fyrir, að nokkrum yrði stætt
á því, að ætla að beita tíma-
bundnu valdi til misnotkunar í
stofnuninni. Það hljóta að vera
starfsmenn hennar, sem fyrst og
fremst ráða vali og verða að hafna,
þegar allt kemur til alls. Raunar
hefur það skýrt komið fram að und-
anförnu, að til þess er ætlazt af
starfsmönnum sjónvarpsins. Bóka-
fréttir í sjónvarpi hafa mjög verið
til umræðu og hefur fréttastofan
skirrzt við að vekja athygli á ný-
útkomnum bókum vegna ber-
serksgangs sumra útgefenda.
Fyrir jólin voru gefnar út um
300 nýjar bækur og þess hefði
enginn kostur verið að skýra frá
þeim öllum í fréttum sjónvarps-
ins. Til málamiðlunar voru gerðir
tveir sjálfstæðir bókaþættir og
minnzt þar á allmarga bókatitla
en ekki alla — og mæltust þætt-
irnir því mjög misjafnlega fyrir
hjá útgefendum. Sjónvarpið verð-
ur vissulega að leysa þetta vanda-
mál á skynsamlegan hátt, en ekki
nauðsynlega á þann veg, að komið
sé til móts við óskir útgefenda
allra bókanna, 300 talsins. Baldvin
Tryggvason, forstjóri Almenna
Bókafélagsins sagði í blaðaviðtali
fyrir jólin, að fréttamenn sjón-
varpsins yrðu að dæma um
það sjálfir hverju sinni, hvenær
getið skyldi útkomu nýrrar bókar
í fréttatíma. í þessu tilviki
telur hann eðlilegt, að fréttamenn
einir dæmi um fréttagildi við-
burða. Þetta mat gæti svo eðli-
lega orðið á þá leið, að sjónvarpið
teldi fjórar eða fimm bækur á ári
þess virði, að sagt væri frá þeim.
Þrjár þeirra gætu líka hugsan-
lega verið frá sama útgáfufyrir-
tæki. Val fréttamanna sjónvarps
á bókafréttum yrði vafalaust um-
deilt, en því yrði að taka sem
vandasömum en eðlilegum þætti í
starfi þeirra. Þaðhlýturþví aðvera
kappsmál þeirra, sem við frétta-
störf vinna hjá sjónvarpi og út-
varpi, að skilningur sé fyrir hendi
hjá þjóðinni allri á því hlutverki
þeirra að leggja sjálfstætt mat á
fréttagildi atburða og hika ekki
við það, þrátt fyrir gagnrýni, sem
gegn þeim verður beint öðru
hverju.
ALLT
TIL
UTGERDAR
☆
Verzlun
0. ELLINGSEN H.F.
Elzta og stærsta
veiðarfæraverzlun landsins.