Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 59
FRJALS VERZLUN 57 IÐNAÐUR ERLENDRI SÁMKEPPNI VERÐUR AÐ MÆTA MEÐ ÚTFLUTNINGI Rœtt við Kolbein Pétursson, framkvœmdastjóra Málningar hf. Málning hf. hóf starfsemi sína árið 1953. Aðal framleiðsluvörur eru Spread Satinmálning, lökk og „Griplímin". Núverandi stjórn fyrirtækisins skipa þeir Baldvin Einarsson for- maður, Björn Halldórsson og Eggert Kristinsson. Framkvæmda- stjóri frá upphafi hefur verið Kolbeinn Pétursson. Hjá Málningu hf. starfa nú um 40 manns. Fyrirtækið er til húsa við Kársnesbraut í Kópavogi. FV: Málning h.f. hefur nú hafið útflutning á málningarvörum til Færeyja. Er nýr markaður að myndast fyrir framleiðsluvörur verksmiðjunnar? KOLBEINN: Þessi útflutningur er fyrst og fremst tilraunastarf- semi. Ástæðan er ekki sölutregða innanlands, því við önnum ekki einu sinni eftirspurninni. Til- raunasendingin til Færeyja var gerð með hliðsjón af því, að Málning h.f., eins og reyndar önn- ur iðnfyrirtæki, hlýtur að búa sig undir að ísland gangi í evrópskt markaðsbandalag. í því sambandi könnuðum við, hver staða fyrir- tækisins yrði, ef verulegur inn- flutningur á málningarvörum hæf- ist frá Evrópulöndum. Við bárum saman verð og gæði á okkar vör- um og málningu frá Norðurlönd- um og Þýzkalandi. Útkoman varð sú, að miðað við gæði og verð, virtist málningin fyllilega stand- ast samkeppni við þá erlendu. Samkeppnismöguleika annarrar framleiðslu okkar, þéttiefnis, líms og fl., þurfum við ekki að hafa fyrir að kanna. Þessar vörur, svo sem Griplímin, hafa um árabil staðizt harða samkeppni án toll- verndar. Könnunin gaf því vísbendingu um, að hugsanlegt væri að hefja nokkurn útflutning. Þá komu okk- ur Færeyjar í hug. Hvað flutnings- kostnaði viðvíkur, er vegalengdin þangað ekki svo mikil hindrun. Veðráttan er nokkuð áþekk og líklegt þótti, að hægt væri að nota sömu leiðarvísa og umbúðir. Málningarnotkun er þar tiltölu- lega mikil, og árlega flutt inn málning fyrir um 20 milljónir ís- lenzkra króna. Það kom líka á daginn, að málningin var sam- keppnisfær miðað við lægsta verð og gæði. En auðvitað er ekki þar með sagt, að markaðurinn sé unn- inn. Hér koma fjárhagsleg atriði til, svo sem gjaldfrestur. Keppi- nautarnir einkum danskir hafa líka sterka aðstöðu fyrir. Fjármagn ræ'ður úrslitum FV: Telur þú, að fjármagnsskort- ur stæði málningariðnaðinum þá helzt fyrir þrifum, ef Island gengi í markaðsbandalag og tollfrjáls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.