Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 32
3D
FRJÁLS VERZLUN
STENTOFON
STENTOFON
kallkerfin fyrir skrifstofur og verksmiðjur.
Látið STENTOFON
kallkerfið létta yður störfin.
Með STENTOFON
kallkerfinu getur einn talað við alla og
allir við einn.
Sparið tíma — Sparið sporin — Sparið
peninga.
STENTOFON gerir allt þetta fyrir yður.
Allar nánari upplýsingar fúslega veittar hjá
STENTOFON umboðinu.
GEORG ÁlULIXiDASOIVI & CO.
SÍMI 81180 — BOX 698 — REYKJAVÍK
annar eða í 15 ár. Undir stjórn
hans varð deildin að stórfyrirtæki
á íslenzkan mælikvarða.
— Áður en lengra er haldið
langar mig til að spyrja um innra
skipulag Véladeildarinnar.
— Eins og ég vék að áðan, þá
greinist Véladeildin í þrjár undir-
deildir. Þessar undirdeildir heita:
Búvéladeild, Rafmagnsdeild og
Bíladeild og starfssvið hverrar
deildar er eins og nafnið bendir
til. Ennfremur starfrækir deildin
viðgerðarverkstæði fyrir bíla og
búvélar.
— Hver eru helztu umboð Véla-
deildarinnar?
— Véladeildin hefur að sjálf-
sögðu umboð fyrir fjölmarga er-
lenda framleiðendur og yrði of
langt mál að telja þá alla upp.
Segja má, að kjarni hverrar undir-
deildar sé myndaður af einu eða
fleiri megin-umboðum, ef ég má
orða það svo, og held ég, að það
gefi nokkuð góða hugmynd um
starfsemi deildarinnar, ef ég
skýrði nánar frá þessum helztu
umboðum. Ég byrja þá á Búvéla-
deildinni, sem hefur m. a. umboð
fyrir traktora og þungavinnuvél-
ar frá International Bíarvester og
McCormick International og
skurðgröfur frá Priestman Broth-
ers Ltd. Þýðingarmestu umboð
Rafmagnsdeildar eru Westing-
hcuse og Hobart, en hið síðar-
nefnda er almenningikunnaraund-
ir vörumerkinu Kitchen-Aid. Bíla-
deildin hefur sem kunnugt er um-
boð fyrir allar bifreiðaverksmiðj-
ur General Motors, en þekktastir
GM bílar hér á landi eru Chevro-
let og Buick frá Ameríku, Vaux-
hall frá Bretlandi og Opel frá
Þýzkalandi að ógleymdum Bed-
ford vörubílunum frá Bretlandi.
Þá hefur Bíladeildin einnig um-
boð fyrir Yokohama hjólbarða og
Chloride rafgeyma, svo aðeins fátt
eitt sé nefnt. Flest þessi umboð
hefur Véladeildin haft á hendi um
áratuga skeið. Þó að við séum að
sjálfsögðu alltaf á höttunum eftir
nýjungum, þá teljum við hitt ekki
síður mikils um vert, að viðskipt-
in einkennist af þeirri festu, sem
leiðir af langvarandi samstarfi
milli framleiðanda og innflytj-
anda.
— Hvað mundi Véladeild S.f.S.
hafa margar vélar og tæki á sölu-
skrá sinni?