Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERZLUN 11 okkur aðra efnahagssamvinnu, sem ég álít þýðingarmeiri. - Þetta útilokar þó ekki að gerðar séu til- raunir í þessa átt á einstökum sviðum, eins og raunar hefur þeg- ar verið gert. Á ég þar við tak- markaða samvinnu Eimskipafé- lags íslands og S.A.S. F.V.: Þér eruS í stjómF.Í. Rekst- ur þess hefur gengiS miSur vel aS undanfömu og aukin sam- keppni á flugleiSum milli íslands og nágrannalandanna verSur fé- laginu óhagstœS aS mati ferSa- málasérfrœSinga; nú þegar hef- ur F.í. all náiS samstarf viS SAS flugvélasamsteypuna á NorSur- löndum. Er stjórn F.í. hlynnt efl- ingu þessa samstarfs viS SAS? B. Kj.: Það er ekki rétt, að rekst- ur Flugfélags íslands hafi gengið miður vel að undanförnu almennt séð. Þvert á móti hefur nýting véla verið góð og rekstur verið endurskoðaður og bættur. Hitt er annað mál, að afkoman hefur ver- ið erfið, og veldur þar mestu um, hversu hart gengisfellingarnar hafa komið niður á félaginu, því að þær hafa kostað félagið um 300 millónir ísl. króna, eða jafn- mikið og kaupverð Boeing-þotunn- ar var. Því er ekki að leyna, að við kvíðum nokkuð aukmni er- lendri samkeppni á flugleiðum okkar, og af þeirri ástæðu er það, að við höfum sótt fast eftir að fá lendingarrétt á Reykjavíkur- ílugvelli. Það óhagræði að þurfa að lenda á Keflavikurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar kostar félagið á ári ca. 15 milljónir króna aukalega, auk ýmis konar óþæg- inda, sem erfitt er að meta til fjár. — Lítil reynsla er enn feng- in fyrir samstarfinu við SAS, á þessu stigi málsins, enda aðeins hugsað sem tilraun á einni flug- leið. Of fljótt er því að fella end- anlegan dóm um það. Auðséð er, að á slíku samstarfi eru bæði kost- ir og gallar. Til kosta má nefna, að þar komumst við ókeypis inn í hið mikla sölu- og auglýsinga- kerfi SAS um allan heim og ætt- um því eitthvað að geta aukið flutninga okkar. Ókosturinn er hins vegar sá, að vafalaust miss- um við eitthvað af farþegum SAS, sem við ella hefðum fengið. F.V.: Og að lokum Birgir, hvaða ráð mynduð þér geía ung- um íslendingum, sem vildu láta að sér kveða í viðskiptalífinu og þeirri uppbyggingu í landinu, sem allir virðast sammála um að fari fram á nœstu árum og ára- tugurn? B. Kj.: Ég held, að aukin mennt- un sé það, sem mest á riður. Kröf- ur til menntunar í heiminum vaxa óðfluga, ekki síður í viðskiptum en á öðrum vettvangi. Á ég þar ekki einungis við bóklega mennt- un, heldur líka praktíska þekk- ingu, kynni af atvinnuvegum þjóðarinnar og markaðslöndum, þekkingu á neyzlumörkuðum i öðrum löndum og á framleiðslu- og markaðskerfi keppinauta okk- ar. Ég held, að ríkisvaldið og sölu- samtökin ættu í ríkara mæli að greiða fyrir ungum mönnum, sem leita vilja markaða fyrir íslenzk- ar vörur og jafnvel setjast að er- lendis til að koma þar á fót sölu- kerfi fyrir íslenzkar afurðir. Ef við áætlum að rétta okkur úr kútnum, byggist það fyrst og fremst á duglegu, verkkunnandi, hugkvæmu og menntuðu fólki. OMEGA COSMIC SEAMASTER SJÁLFVIRK HÖGGVARIX VATMSÞÉTT Fást hjá helztu IJrsmtðaverzlunum landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.