Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Side 13

Frjáls verslun - 01.02.1969, Side 13
FRJÁLS VERZLUN 11 okkur aðra efnahagssamvinnu, sem ég álít þýðingarmeiri. - Þetta útilokar þó ekki að gerðar séu til- raunir í þessa átt á einstökum sviðum, eins og raunar hefur þeg- ar verið gert. Á ég þar við tak- markaða samvinnu Eimskipafé- lags íslands og S.A.S. F.V.: Þér eruS í stjómF.Í. Rekst- ur þess hefur gengiS miSur vel aS undanfömu og aukin sam- keppni á flugleiSum milli íslands og nágrannalandanna verSur fé- laginu óhagstœS aS mati ferSa- málasérfrœSinga; nú þegar hef- ur F.í. all náiS samstarf viS SAS flugvélasamsteypuna á NorSur- löndum. Er stjórn F.í. hlynnt efl- ingu þessa samstarfs viS SAS? B. Kj.: Það er ekki rétt, að rekst- ur Flugfélags íslands hafi gengið miður vel að undanförnu almennt séð. Þvert á móti hefur nýting véla verið góð og rekstur verið endurskoðaður og bættur. Hitt er annað mál, að afkoman hefur ver- ið erfið, og veldur þar mestu um, hversu hart gengisfellingarnar hafa komið niður á félaginu, því að þær hafa kostað félagið um 300 millónir ísl. króna, eða jafn- mikið og kaupverð Boeing-þotunn- ar var. Því er ekki að leyna, að við kvíðum nokkuð aukmni er- lendri samkeppni á flugleiðum okkar, og af þeirri ástæðu er það, að við höfum sótt fast eftir að fá lendingarrétt á Reykjavíkur- ílugvelli. Það óhagræði að þurfa að lenda á Keflavikurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar kostar félagið á ári ca. 15 milljónir króna aukalega, auk ýmis konar óþæg- inda, sem erfitt er að meta til fjár. — Lítil reynsla er enn feng- in fyrir samstarfinu við SAS, á þessu stigi málsins, enda aðeins hugsað sem tilraun á einni flug- leið. Of fljótt er því að fella end- anlegan dóm um það. Auðséð er, að á slíku samstarfi eru bæði kost- ir og gallar. Til kosta má nefna, að þar komumst við ókeypis inn í hið mikla sölu- og auglýsinga- kerfi SAS um allan heim og ætt- um því eitthvað að geta aukið flutninga okkar. Ókosturinn er hins vegar sá, að vafalaust miss- um við eitthvað af farþegum SAS, sem við ella hefðum fengið. F.V.: Og að lokum Birgir, hvaða ráð mynduð þér geía ung- um íslendingum, sem vildu láta að sér kveða í viðskiptalífinu og þeirri uppbyggingu í landinu, sem allir virðast sammála um að fari fram á nœstu árum og ára- tugurn? B. Kj.: Ég held, að aukin mennt- un sé það, sem mest á riður. Kröf- ur til menntunar í heiminum vaxa óðfluga, ekki síður í viðskiptum en á öðrum vettvangi. Á ég þar ekki einungis við bóklega mennt- un, heldur líka praktíska þekk- ingu, kynni af atvinnuvegum þjóðarinnar og markaðslöndum, þekkingu á neyzlumörkuðum i öðrum löndum og á framleiðslu- og markaðskerfi keppinauta okk- ar. Ég held, að ríkisvaldið og sölu- samtökin ættu í ríkara mæli að greiða fyrir ungum mönnum, sem leita vilja markaða fyrir íslenzk- ar vörur og jafnvel setjast að er- lendis til að koma þar á fót sölu- kerfi fyrir íslenzkar afurðir. Ef við áætlum að rétta okkur úr kútnum, byggist það fyrst og fremst á duglegu, verkkunnandi, hugkvæmu og menntuðu fólki. OMEGA COSMIC SEAMASTER SJÁLFVIRK HÖGGVARIX VATMSÞÉTT Fást hjá helztu IJrsmtðaverzlunum landsins

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.