Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERZLUN 9 ir sér, og verður þá atvinnulítið hjá komandi kynslóð, ef fjár- magnsmyndunin ferst fyrir, svo að atvinnuvegirnir verða ekki byggðir upp og endurnýjaðir. F.V.: Fyrir skömmu kom það íram í fréttum. að íslenzkur upp- finningamaður, sem hlotið hafði viðurkenningu á erlendum vett- vangi, taldi vonlaust að hefja framleiðslu hérlendis á tœkjum, sem hann smíðaði, vegna þess, að ekki mundi reynast unnt að fá nauðsynlegt 10—12 milljón króna lán í islenzkum bönkum. Sannar þetta dœmi elcki, að brýn þörf sé fyrir skipulagsbreytingu á stjórn bankanna og þeim regl- um, sem þar gilda, m. a. um Ián- veitingar? B. Kj.: Ég las þessa frétt eins og þér í dagblöðum, og því skal ekki neitað, að hún kom illa við mig. Þetta mál hefur hins vegar aldrei komið fyrir mín augu hjá þeirri stofnun, sem ég er viðriðinn, sem er Seðlabanki íslands, og hefði ég vissulega haft áhuga fyrir að kanna málavexti. Hvernig sem í pottinn er búið með þetta ein- staka tilfelli, tel ég ekki, að það út af fyrir sig sanni neitt um að breyta eigi skipulagi bankanna eða stjórn þeirra. Aftur á móti eru önnur rök almenns eðlis, sem benda til þess, að nokkurra breyt- inga sé þörf á bankakerfinu, aðal- bönkum og útibúum, þótt slík skipulagsbreyting greiði ekki skyndilega úr þeim fjármagns- skorti, sem atvinnuvegirnir eiga nú við að stríða. F. V.: Hvor hefur meira áhrifa- vald um lánastarfsemi bankans, ráðherrann eða bankastiórinn? B. Kj.: Þessu er auðsvarað. Vald- svið bankaráðanna er nokkuð mismunandi, t. d. er vald banka- ráðs Seðlabankans tiltölulega minna en bankaráða viðskipta- bankanna. Vald bankastjóranna er aftur á móti ámóta í öllum bönkunum. Útibússtjórar hafa á hinn bóginn sums staðar meira vald, svo langt sem það nær, en einstakir bankastjórar bankanna, vegna þess, að þeir taka einir ákvarðanir um þau mál, sem úti- búin fjalla um, en bankastjórar aðalbankanna jafnan fleiri en einn við ákvörðun mála. Það fer vitaskuld ekki milli mála, að bankastjórar ráða meiru um lána- starfsemi bankanna, en einstakir ráðherrar, enda eru bankastjórar ábyrgir gagnvart bankaráðum, en ekki ráðherrum. Vald ráðherra felst helzt í því, að hann getur með sainþykki alþingis lagt fyrir ríkisbankana að leggja fram fé til ákveðinna framkvæmda. Þó munu slíkar ákvarðanir sjaldan teknar án þess að hafa áður samráð við bankana. Ráðherrar geta að sönnu eins og aðrir borgarar snúið sér til bankanna um fyrirgreiðslur vegna sjálfra sín eða skjólstæð- inga sinna, en verða þar eins og aðrir að styðja málflutning sinn rökum. Vegna margháttaðra fyrir- greiðslustarfa, sem leggjast á arlaga þeirra, verður þeim sum- suma þingmenn fyrir hönd byggð- um hverjum kannski tiðkomnara í bankana en almenningi, og er það aðeins samkvæmt eðli máls- ins. Ég hef aftur á móti aldrei heyrt, að þeir séu neitt aðgangs- harðari en aðrir í lánastofnunum landsins. F.V.: Hverjum augum lítiS þér á framtíðarhorfur í atvinnu- og cfnahagslífi þjóðarinnar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.