Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 35
FRJÁLS VERZLUN 33 vera lúxustæki, heldur sé hanr, notkunartæki almennings eins og í nágrannalöndum okkar. Þessi samlíking er að sumu leyti rétt, en að öðru leyti villandi. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að bíll- inn er miklu nauðsynlegra tæki hér en í mörgu þéttbýlislandinu. Þau hafa yfir að ráða þéttriðnu neti járnbrauta, innan borga og utan, sem víðast hvar eru starf- ræktar með stórfelldum styrkjum af hálfu hins opinbera. Hér hjá okkur er bíllinn eina samgöngu- tækið á landi, sem nokkra þýð- ingu hefur, og þessi frumþáttur samgöngukerfisins, mér liggur við að segja forsenda þess, er skatt- lagður svo gengdarlaust, að slíks munu hvergi dæmi annars staðar. Allir, sem til þekkja, vita, að það er vandaminna að vera án bifreið- ar í þéttbýlislandi, þar sem séð er fyrir ódýrum samgöngum með öðrum hætti, heldur en hér á ís- landi. Þess vegna er ekki rétt að segja, að bíllinn sé okkur jafn nauðsynlegur grönnum okkar. Hann er okkur þeim mun nauð- synlegri sem við erum fátækari af öðrum samgöngutækjum á landi. Tollun samgöngutækjanna um- fram aðrar þarfir almennings á vafalaust sinn þátt í verðbólgu- þróun síðustu ára. Við næst síð- ustu gengisfellingu kom fram skilningur á nauðsyn þess að færa verð bifreiða til samræmis við verðlag annarra innfluttra vara, og tel ég það algjöra nauðsyn, að nú verði stigið myndarlegt skref til viðbótar á þeirri braut. — Hvert er álit þitt, Sigurður, á álaguingarreglum þeim, sem nú eru nýgengnar í gildi? — Álagning sú, sem okkur hef- ur nú verið skömmtuð, er algjör- lega óraunhæf. Hún er gjörsam- lega slitin úr öllum tengslum við raunveruleikann. Það fer ekki hjá því, að mörg verzlunarfyrirtæki muni nú heltast úr lestinni og að mikill fjöldi fólks muni við það missa atvinnu sína. Nú mun sjálf- sagt mörgum finnast, að farið hafi fé betra, þótt nokkur verzlunar- fyrirtæki leggi upp laupana. Gall- inn er bara sá, að í þessari orra- hríð munu ekki þeir hæfustu af lifa, heldur hinir, sem fræknastir eru í þeim skotgrafahernaði, sem löngu ætti að vera búið að út- rýma úr íslenzkri verzlun. Þeir, sem þráast við að fara í skot- grafirnar, munu líka reyna eitt og annað til að bjarga sér. Þeir munu t. d. neyðast til að selja fyrirtæk- in útlendingum að hluta og er það hryggileg þróun, hafandi í huga þá baráttu, sem það kostaði á sínum tíma að ná verzluninni inn í landið. Nokkur dæmi þessa munu þegar á döfinni og fleiri munu á eftir koma, verði ekkert að gert til að bjarga verzluninni úr þeirri sjálfheldu, sem óraun- hæfar álagningarreglur hafa búið henni. — Nú er ‘því haldið fram, að hinar nýju álagningarreglur muni gefa aðeins hærri krónutölu í álagningu per selda einingu? — Þetta er rétt svo langt sem það nær. Þessi kenning setur sér tvennar forsendur: í fyrsta lagi, að ekki verði um verulegan sam- drátt í magni að ræða; í öðru lagi, að kostnaður muni ekki hækka að neinu ráði. Hvorug þessara for- senda fær staðist. Hið gagnstæða mun sönnu nær: að sérhver stór- felld gengisfelling veldur í fyrstu miklum samdrætti sölunnar og síðan verulegri hækkun kostnað- ar. Það er óþarfi að vísa í reikn- inga einstakra fyrirtækja til að sanna þetta. Mönnum ætti að nægja að lesa Hagtíðindin og til hliðsjónar geta þeir haft gjald- skrár nokkurra opinberra og hálf- opinberra aðila, svo sem Pósts og síma, Rafmagns- og Hitaveitu. Eigi kenningin um óskerta álagn- ingu í krónutölu að fá að njóta sín til fulls, þyrfti að umreikna álagninguna allar götur í þann tíma, er krónan var króna. Slíkur útreikningur mundi leiða menn í ógöngur, — þær ógöngur eru í sjálfu sér næg sönnun um ósann- girni þess mælikvarða, sem nú er lagður á álagningarþörf verzlun- arinnar. — Hvað er það, sem þú vildir segja að lokum? — Ég hef gert mér nokkuð tíð- rætt um nýsettar álagningarregl- ur, enda munu þær ofarlega í hugum allra þeirra, sem ábyrgð bera á rekstri verzlunarfyrir- tækja. í framhaldi af því vildi ég aðeins segja þetta: í beinum eða óbeinum samningum við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar hefur hagsmunum verzlunarinnar hvað eftir annað verið fórnað. Engum heilvita manni kemur til hugar, að íslenzk verkalýðshreyfing vilji íslenzka verzlun feiga. Þess vegna er það nú lífsspursmál, að trúnaður geti myndazt milli verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og verzlunarinnar hins veg- ar. Á þessu má engin bið verða. Mörg fyrirtæki víðs vegar um land eru þegar í mikilli hættu og þar með atvinna þúsunda manna. Mundi þá ekki falskt verðlag, byggt á óraunhæfri álagningu, of dýru verði keypt, ef hundruð eða þúsundir atvinnulausra verzlunar- manna ættu eftir að bætast við þá atvinnuleysingja, sem því miður eru þegar fyrir í þessu landi? BUSLOÐ HVÍLIÐ MEÐAN ÞÉR VINNIÐ SAVO-stóll er vandaður stóll. BUSLOÐ Húsgagnaverzlun VIÐ NÓATÚN — SfMI 18520
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.