Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 51
;frjals verzlun
49
Pfaff er fyrir löngu orðið að
risavöxnu fyrirtæki, sem selur
vélar, er það framleiðir til meira
en 120 landa í öllum heimsálfum.
Nú er fjöldi saumavéla, er Pfaff
hefur framleitt, orðinn 9.000.000
og árleg umsetning verksmiðj-
anna nemur um 250 millj. vestur-
þýzkra marka. Nærri því önnur
hver heimilissaumavél, sem fram-
leidd er 1 Vestur-Þýzkalandi, er
smíðuð hjá Pfaff. En það eru ekki
einungis heimilissaumavélar, sem
Pfaff framleiðir nú, heldur einnig
saumavélar fyrir stærstu fata-
gerðarfyrirtæki jafnt sem ein-
staka klæðskera. Þá hefur Pfaff
jafnan framleitt saumavélar fyrir
hvers konar leðuriðnað eins og
skóframleiðslu, bólstrun o. fl.
Á síðari árum hefur Pfaff AG.
einnig farið út í framleiðslu á
mjög fullkomnum færiböndum
fyrir saumastofur og fleiri aðila;
þeir framleiða einnigplastbræðslu-
vélar fyrir fatnað, yfirbreiðslur
o. f 1., og nú fyrir nokkrum árum
komu þeir fram með byltingu í
stórframleiðslu á fatnaði, en þá
:sýndu þeir fyrstu algjörlega sjálf-
Nýjasta tegund af zigzak hrað-
saumavél er hér að koma úr sairn-
setningu. Vél þessi saumar 5000
spor á mínútu.
virku saumavélasamstæðuna. Þar
var sniðnum efnum komið fyrir í
öðrum enda samstæðunnar. en
fullkominn skyrtuboðangur með
áfestum tölum eða hnappagötum,
ásaumuðum og pressuðum vasa
kom út um hinn endann, án þess
að mannshöndin kæmi þar nokk-
urs staðar nærri. í dag bjóða
Pfaff-verksmiðjurnar mjög góða
þjónustu í sambandi við skipulag
og breytingar á verksmiðjum, en
þær hafa yfir að ráða fjölda fag-
lærðramanna: klæðskerum, sníða-
meisturum, skógerðarmönnum o.
s. frv. Hefur þessi leiðbeiningar-
starfsemi aukizt mjög hin síðari
ár, og eru menn sífellt á þönum
um allan heim frá verksmiðjun-
um í þessum tilgangi. Hér á landi
var t. d. yfirmaður þessarar deild-
ar fyrir nokkrum árum, og gaf
góðar ábendingar, er Sportver hf.
hóf framleiðslu á sínum frægu
Kórona fötum.
Hér á landi hefur Verzlunin
Pfaff hf. haft umboð fyrir verk-
smiðjurnar síðan árið 1929 eða í
rétt tæp 40 ár, en vitað er um
Pfaff vél hér á landi, sem fram-
leidd var árið 1904, og saumar sú
vél enn með prýði. Má kalla það
dágóða endingu.
Hreinlætistæki úr Krist-
alspostulíni frá
í^taitdahd 44
Heimsþekkt merki er
tryggir góða vöru
J. Þorláksson & Norðmann hf.