Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERZLUN 45 SKOÐANIR LÁNAMÁL FYilRTÆKJA FRJÁLS VERZLUN fór þess á leit við Hilmar Fenger stórkaupmann, að hann rœddi um lánamál fyrirtœkja og þörfina fyrir fjármagn. Munu greinar eftir fleiri athafnamenn birtast í nœstu blöðum. Augljóst er. að þörf verzlunar- innar fyrir fjármagn er mikil. Hún þarfnast mikils stofnfjár, bæði til nauðsynlegs húsrýmis og til margs konar tækja, er fylgja nútima rekstri. Þörf rekstrarfjár er einkum mikil hjá heildsölum. Innflvtj- endur verða að liggja með mikl- ar vörubirgðir, þar sem vör- urnar koma um langan veg, en ueningarnir eru bundnir, frá því varan er send hingað til lands, þangað til hún selst og er greidd, en þannig er hægt að fá vöruna á lægra verði og bankakostnaður verður minni. Venjulega eru hagkvæmustu innkaupin við staðgreiðslu. Oft verða heildsalarnir að lána mestan hluta vörunnar um nokk- urn tíma til smásala. Hjá smásölum er rekstrarfjár- þörfin einkum vegna vörukaupa, en vörubirgðir þurfa að vera tals- verðar. Einnig getur verið um nokkra lánastarfsemi að ræða hjá smásölum. Æskilegt er, að verzlunin sem aðrar greinar atvinnurekstrarins, hafi sem mest eigið fé í rekstrin- um. Þetta sjónarmið erviðurkennt af hagfræðingum og ráðgjöfum núverandi stjórnvalda hér á landi. Staðreyndin er þó sú, að of Htið hlutfall af fjármagni verzlunar- innar er eigið fé, og má eflaust segja hið sama um aðra þætti at- vinnulífsins hér á landi. Liggja ýmsar ástæður til þess, en þessar virðast helztar: Skattar eru háir. Aðstöðugjald er tekið, hvort sem hagnaður er af rekstrinum eða ekki, og er ekki álagningarhæft. Þetta veldur því, að þótt afgangur verði af rekstrin- um, getur ekki nema litið eða ekki neitt lagzt fyrir sem eigið fé í fyr- irtækjunum. Við þetta bætist svo, að hér á landi hefur verzlunin orð- ið fyrir þungum búsifjum af tíð- um gengisfellingum. Hilmar Fenger: „Verzlunin getur því aðeins orðið hagkvæm þjóðinni, að henni sé gert mögulegt að fá aðgang að fjármagni með sæmilegum kjör- um.“ Verzlunin hefur af þessum sök- um yfir of litlu af eigin fé að ráða. Hlýtur það að skaða alla, og ekki sízt viðskiptamennina, neyt- endurna, sem eiga að njóta hag- kvæmnari verzlunarhátta. En til þess að verzlunin geti veitt góða þjónustu, verður að bæta úr fjár- magsskortinum. Verzlunin verður m. ö . o. að fá aðgang að nægilegu fjármagni á sæmilegum kjörum, sem er víðs fjarri nú í flestum til- fellum. Eins og áður er drepið á, þarfn- ast verzlunin fjármagns til langs tíma, sem hún getur bundið í hús- næði, tækjum og vörubirgðum. Lán til langs tíma til þessara þarfa voru fyrir skömmu algjör- lega ófáanleg og eru enn svo tak- mörkuð, að hreinum vandræðum veldur. Rekstrarlán fást naumast í öðru formi en sem yfirdráttur á hlaupa- reikningi eða hin svokölluðu vöru- víxlalán. Þau fyrri eru mjög hag- kvæm en fást mjög treglega. Hin síðarnefndu eru dýr og óhagkvæm og auk þess af allt of skornum skammti. Vöruvixlarnir verða þannig til, að heildsalinn selur smásalanum vöru og fær hana greidda með víxli, sem smásal- inn samþykkir að greiða eftir ákveðinn tíma. Heildsalinn fer svo með víxilinn til þess banka, sem hann skiptir við, og selur hann bankanum, þegar hægt er. Víxlar þessir eru mislangir. Þeg- ar um sérstakar og einstakar vöru- úttektir er að ræða, eru víxlarnir oftast samþykktir fyrir hverri sendingu, með ákveðnum daga- fjölda frá vöruúttekt, en þar sem um áframhaldandi og oft viku- lega eða jafnvel daglega úttekt er að ræða, er úttekt mánaðarins tek- in saman og einn víxill gefin út við mánaðamót og þá með ákveðnum dagafjölda frá þeim degi. Þessi að- ferð við fjármögnun þykir bönk- unum hentugust. Ábyrgð er dreift, hver víxill lægri að upphæð. Hins vegar er þessi aðferð afar d^r fyr- ir verzlunina. Umboðslaun bank- anna er ekki í beinu samræmi við stærð víxlanna né lengd, í öðru iagi ber að greiða stimpilgjald af hverjum víxli, hvort sem hann er til lengri eða skemmri tíma og 1 þriðja lagi, að þar sem oft er um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.