Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERZLUN u Internationale Frankfurter messe 22. - 26. Febrúar 1970 Flugfarseðlar — Kaupstefnuskírteini FERDASKRIFSTOFA RÍKISIIMS Lækjargötu 3, Reykjavík ORÐ í BELG EKKI ER KYN .... „Ekki er kyn, þótt keraldið leki“, var sagt á sínum tíma. Þetta flaug í huga minn á dögunum, þegar ég átti erindi með konu minni í verzlun eina í úthverfi Reykjavíkur, þar sem er ein hinna svo- kölluðu verzlanasamstæða. Kona mín spurði eftir sokkabuxum. Afgreiðslustúlkan, fullorðin kona, benti þegar á sýningarkassa á afgreiðsluborði verzlunarinnar og tók úr honum þrjár, fjórar teg- undir, allar útlenzkar. í grandaleysi greip ég fram í samtal kvenn- anna um sokkabuxurnar og spurði afgreiðslustúlkuna, hvort ekki fengjust íslenzkar sokkábuxur. ,,Jú, en við höfum þær nú svona á bak við“, sagði hún og setti upp svip, sem lýsti í senn skömm og háði, — en dró þó fram tvær tegundir af íslenzkum sokkabux- um. Það kom í ljós, að þessar íslenzku kostuðu 15—85 krónum minna en þær útlenzku, eða frá 10 og upp í 60% minna. Varð úr, að kona mín keypti íslenzkar, þótt ekki væri þeim haldið að henni og einungis fyrir hugsunarlaust innskot mitt. Og nú er mér spurn: Er kyn, þótt atvinnulíf okkar, í þessu tilfelli iðnaðurinn, eigi erfitt uppdráttar, þegar íslenzk sölumennska er á þessu stigi, þótt e. t. v. sé nefnt dæmi alls ekki algilt? Væri ekki- nær fyrir verzlunina, sem hér átti hlut að máli, að kanna, hversu íslenzka varan reynist, og'koma þá á framfæri við framleiðanda umkvört- unum, ef einhverjar eru, heldur en fela hana undir útstillingar- kössum útlendu vörunnar? Mér a. m. k. er ofvaxið að skilja, hvernig við ætlum okkur að lifa á smáninni, og ekki sízt, þar sem hún er yfirleitt ekki lengur annað en ímyndunin einber. Með kveðjum. Karl Jónsson. HREIFÐUST OF HÆGT! Um leið og ég þakka yður fyrir sérritið um auglýsingamál, sem vakti athygli mína og hefur orðið mér að liði nú þegar, langar mig sem neytanda að skýra frá atviki, sem henti mig nýlega. Hugsanlegt er, að það gæti orðið yður til umhugsunar og athug- unar um verzlunarhætti þeirrar einokunarverzlunar, sem enn þrífst hérlendis. Þannig var, að ég rakst nýlega á smávindlategund í tóbaks- verzlun einni hér í borginni, og kom hún mér spánskt fyrir sjón- ir innan um hinar sárafáu tegundir, sem almennt eru á boðstólum í verzlunum hér. Ég fékk að skoða einn pakka. Þetta reyndust vindlar að stærð á við lengri vindlingana og með síu. 10 stk. pakki kostaði aðeins 35 kr., sem er vissulega tombóluverð, þegar vindlar eiga í hlut. Ég keypti pakka til reynslu og líkaði vel. Lagði ég síðan við og við leið mína í viðkomandi verzlun og keypti þessa vindla. En fleiri munu hafa orðið til þess, því áður en varði voru birgðir verzlunarinnar þrotnar. Og' það sem meira var. Kaupmað- urinn tjáði mér þá raunasögu, að ÁTVR ætlaði ekki að sinna þess- ari vindlategund frekar, hún hefði hreifzt of hægt! Þarna var urn góða og ódýra vöru að ræða, en ekkert kynnta. Og fyrst kaup- endur runnu ekki sjálfkrafa á lyktina, þá var þessi vara úr sög- unni. í sambandi við atburð, sem þennan, má vitanlega rekja sög- una á bak við með ýmsum hætti, enda mismunandi forsendur. Það væri því tilvalið að mínum dómi, að draga nokkur slík dæmi fram í dagsljósið, til að kynna þá „þjónustu", sem þarna er um að ræða. Er líklegt að eitt og annað dularfullt myndi þá skýrast. Virðingarfyllst Árni Iíjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.