Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 13
FRJALS VERZLUN 13 ÍSLENZK HÚSGÖGN: STÖÐUGT VAXANDI KRÖFUR UM GÆÐS OG FJÖLBREYTNI — endurskoSa þarf framleiðsluhœtti vegna erlendrar samkeppni. □ Húsgagnaiðnaðurinn er ein af stærri iðngreinum landsmanna, og jafnframt ein af þeim sem mest ber á, m. a. vegna þess að hús- gagnaverzlanir eru jafnan stærri en aðrar verzlanir og auglýsinga- starfsemi mikil, þó mjög 'sé það misjafnt. Erfitt er að afla ábyggilegra upplýsinga um þessa iðngréin, eins og aðrar. Þó er að finría tölur í Fjármálatíðindum, fyrsta hefti 1969, tölur um sölu húsgagna í smásölu í Reykjavík á árinu 1968. Kemur þar fram að starfandi eru í Reykjavík 32 húsgagnaverzl- anir, sem hafa þó ekki í þjónustu sinni nema 53 starfsmenn, en það gefur til kynna að flestar þeirra eru smáar. Verður að reikna með að hér sé átt eingöngu við sölu- fólk. Húsgagnasala í þessum verzlun- um nam rúmum tvö hundruð milljónum á árinu 1968 og varð 62,7% aukning á sölu í desember, miðað við sama mánuð árið áður, aukning, sern er harla stórbrotin, með tilliti til þess að þá var ný- afstaðin mikil gengislækkun. Rétt er að hafa í huga að hér er aðeins átt við sölu í Reykjavík og hús- gagnasala utan Reykjavíkur hefur varla verið minni hlutfallslega. □ Húsgagnaiðnaðurinn er sér- kennilega samansettur að því leyti, að óskýr mörk eru á milli fram- leiðslu og sölu. f eðli sínu greinist hann í innflutning efnis, trésmíð- ar, bólstrun og loks sölu framleiðsl- unnar. Trésmíðin er nær alltaf umvinni af sérhæfðum trésmiðj- um, þó að til séu undantekning- ar frá því. Bólstrarar og hús- gagnaverzlanir kaupa þessar grindur og bólstra þær. Hafa flestar húsgagnaverzlanir bólstr- ara í sinni þjónustu, sem bólstr- ára í sinni þjónustu, sem bólstra gögn, sem verzlanirnar selja. Und- antekningar eru þó frá þessu líka, svo sem Húsgagnahöllin, sem læt- ur lítið bólstra, en selur fyrir aðra. Meginástæðan fyrir þessu fyrir- komulagi er sú, að samkeppni um verð er svo hörð, að það þolir ekki eðlilega álagningu á þremur fram- leiðslustigum, trésmíði, bólstrun og sölu. Þar að auki flytja margar verzlanir sjálfar inn áklæði. á eig- in húsgögn. Trésmiðjurnar skiptast í megin atriðum í fjóra hluta. Þær sem stunda þjónustustörf, svo sem við- gerðir, margs konar smíði eftir samningum og útboðum o. s. frv. í öðru lagi þær sem framleiða grindur fyrir verzlanir og bólstr- ara. í þriðja lagi þær, sem fram- leiða tréhúsgögn, svo sem sófa- borð, kommóður, borðstofuhús- gögn og fleira, og lolcs þær, sem framleiða aðallega hurðir og inn- réttingar. Oft getur sama tré- smiðja framleitt fleira en eitt af þessu eða allt þetta. Stærstu húsgagnaverksmiðjurn- ar hafa allar bæði trésmiðju og bólstrun, en þær munu vera Tré- smiðjan Víðir, Gamla Kompan ið, Ingvar og Gylfi, Kristján Siggeirs- son og Valbjörk. Stærstar húsgagnaverzlananna eru Húsgagnahöllin, Skeifan, Hi- býlaprýði, Víðir, Kristján Sig- geirsson, Valhúsgögn, gg Vöru- markaðurinn. Það er athyglisvert, hversu lít- il sérhæfing er á meðal stærstu húsgagnaverksmiðjanna og hús- gagnaverzlananna. Vottar aðeins fyrir þessari sérhæfingu, en hlýt- ur að þurfa að verða miklu meiri, áður en samkeppni erlendra að- ila hefst fyrir alvöru. □ Þegar gengið er um og rætt við menn í hinum ýmsu fyrirtækj- um húsgagnaiðnaðarins, kemur í Ijós að margvíslegar breytingar eru á döfinni, þó að ekki séu þær allar áberandi. Guðmundur Jóhannsson, verzí- unarstjóri í Skeifunni, bendir á að smekkur fólks sé að breytast og verða fjölbreyttari. Fólk hefur nú meiri áhuga fyrir gömlum hijs- gögnum og stökum gripum inn- an um settin. Flest húsgögn hafa núna lausa púða, en eru ekki al- stoppuð, eins og áður tíðkaðist. Þá fer vaxandi, að sögn Guðmundar, að fólk kaupi máluð húsgögn, sér í lagi í borðstofur. Þá eru pluss- áklæði að ná vinsældum að nýju. Hann segir sölu á venjulegum sófasettum fara heldur minnkandi. Nú kaupi fólk frekar tveggja sæta sófa og fleiri stóla, oft ekki alla í sama stíl. Innflutningur á húsgögnum er háður kvótaákvæðum og hefur verið lítill. Skeifan hefur flutt inn nokkuð af húsgögnum, en ekki í stórum stíl, enda eru þau dýrari en íslenzk. Stafar það fyrst og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.