Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 9
FRJÁLS VERZLUN 9. VERÐLAGSMÁL: FRJÁLS VERÐLAGSMYNDUN — er megininntak stjórnarfrumvarps, sem liggur fyrir Alþingi Nú liggur fyrir Alþingi stjórn- arfrumvarp um verðgæzlu og sam- keppnishömlur. Nefnd, skipuð 21 fulltrúa ríkisvaldsins, hagsmuna- samtaka og stjórnmálaflokkanna, vann að samningu frumvarpsins. Nefndin klofnaði, og 15 nefndar- manna stóðu að frumvarpinu, eins og það liggur nú fyrir, 5 héldu fram annarri stefnu, en einn var erlendis er nefndarmenn tóku endanlega afstöðu. Megininntak frumvarpsins er það, að verðlags- myndun verði frjáls. En ýmsir varnaglar eru slegnir. Eru ákvæði mjög áþekk verðlagsákvæðum í nágrannalöndunum. Það var í febrúar 1967, að rík- isstjórnin tók ákvörðun um skip- un nefndar til að fjalla um skip- an verðlagsmála. Viðskiptamála- ráðherra skipaði nefndina, 18 nefndarmenn skv. tilnefningu og 3 án tilnefningar. Formaður var skipaður Þórhallur Ásgeirsson ráðunéytisstjóri. Nefndin skipaði 5 manna undirnefnd. Þá fékk hún til aðstoðar skrifstofustjóra danska einokunareftirlitsins, Ad- olf Sonne hagfræðing, sem kynnti mjög ítarlega löggjöf um verð- lagsmál í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, og framkvæmd hennar. Nefndarstöi-funum miðaði vel 1967, en vegna sérstakra að- stæðna í efnahagsmálum varð svo hlé á þeim frá okt. 1967 til júní 1968, en þeim lauk í október sl. Eins og fyrr segir, skrifuðu 15 nefndarmenn undir nefndarálitið, eins og það liggur nú fyrir í frum- varpi til laga. Þó gerðu sumir þeirra fyrirvara um einstök atriði. Þessir 15 menningar voru fulltrú- ar ríkisvaldsins, atvinnuveganna, neytendasamtakanna, kvenfélaga sambandsins og Sjálfstæðisflokks- ins. 5 menningarnir, sem skiluðu séráliti, voru fulltrúar ASÍ, BSRB, Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins, svo og verðlags- stjóri. Einmenningurinn, sem ekki tók þátt í lokaafgreiðslu, var full- trúi Framsóknarflokksins. HVAÐ GERIST Á ALÞINGI? Þrátt fyrir afstöðu fulltrúa Al- þýðuflokksins í stóru nefndinni, varð ríkisstjórnin sammála um að leggja meirihlutaálitið fram, sem lagafrumvarp. Frumvarpið felur í sér grundvallarbreytingu og má líta á það, sem einn af óhjá- kvæmilegum fylginautum inn- göngunnar í EFTA, þótt frjáls verðlagsmyndun hafi að vísu hvort eð er verið knýjandi nauð- syn. Nú er málið í þingnefnd, en væntanlegt þaðan eftir þinghlé, eða í byrjun marz. Frumvarpið er flutt af ríkisstjórninni. Stuðning þingmanna Sjálfstæðisflokksins má telja vísan. Hins vegar er nokkuð á reiki, hvort þingmenn Alþýðuflokksins hafa samstöðu. Þó er talið að svo sé, a. m. k. að mestu. Allt er á huldu um afstöðu Framsóknarmanna. Fulltrúi flokksins í stóru nefndinni tók aldrei opinberlega afstöðu, en full- trúi SÍS, Erlendur Einarsson for- stjóri, stóð að meirihlutaálitinu án fyrirvara. Aftur á móti tók for- maður flokksins málinu þunglega, er það var lagt fram í þingdeild. Er því trúlegt, að andstöðu gæti í þingliði Framsóknarflokksins, en hins vegar vitað, að t. d. Eysteinn Jónsson muni eiga erfitt með ann- að en ljá málinu lið, sem stjórn- armaður í SÍS, en stjórn SÍS studdi afstöðu Erlends með meiri- hlutaálitinu. Þá má geta þess, að fulltrúi Stéttarsambands bænda var einn af 15 menningunum. Þegar á allt er litið, virðist trú- legt, að frumvarpið um verð- gæzlu og samkeppnishömlur njóti meirihlutafyigis á Alþingi, og að frjáls verðlagsmyndun í megin- atriðum verði því fljótlega að veruleika. 10 ára reynsla okkar í viðgerðum á hemlum bifreiSa sem sérgrein, meS fullkomnustu fáanlegum tækjum, tryggir yður, bifreiðaeigendum, örugga þjónustu. STILLING H.F. Skeifan 11 Sími 31340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.