Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 5
FRJÁLS VERZLUfsí VIÐSKIPTAMÁL: ÍSLAND i EFTA 1. MARZ — handbók um EFTA kemur út um miSjan íebrúar ísland gerist aðili að Frivérzl- unarsamtökum Evrópu, EFTA, 1. marz næstk. Þá munu EFTA-vör- ur, sem nú eru tollverndaðar, njóta lægri tolla eða tollfrelsis, ef þær eru upprunnar á EFTA-svæð- inu, fluttar beint frá einu aðildar- ríki til annars og hafa ekki nolið tollendurgreiðslu, allt í samræmi við neðantaldar reglur og skýr- ingar. Skýringarnar eru settar hér fram í mjög stuttu máli, en ýtar- legri skýringar verða i handbór: um EFTA, sem fjármálaráðuneyt ið mun gefa út og hafa til sölu eftir miðjan febrúar n.k. Það skal þegar tekið fram, að innfluttar vörur, sem uppfylla EFTA-skilyrðin, munu njóta svæð- ismeðferðar frá 1. marz n.k., þó að skilríki þau, sem nánar verð- ur getið hér á eftir, séu gefin út, áður en til aðildar kemur. Útflutt ar vörur munu njóta tollfrelsis á EFTA-svæðinu, þegar umrædd skilríki hafa verið gefin út, eflir að ísland gerist aðili að EFTA. EFTA-vörur, tollverndaðar EFTA-samningurinn tekur fyrst og fremst yfir iðnaðarvörur, en ekki yfir landbúnaðarvörur, setn taldar eru í viðauka D við samn- inginn, og sjávarafurðir, sem taldar eru í viðauka E. í hinni nýju tollskrá, sem Alþingi hefur nú samþ. verða vörur þær, sem taldar eru tollverndaðar EFTA- vörur, með lægri tolla en frá öðr- um löndum i dálki 2 undir fyrir- sögninni EFTA-tollur. EFTA-svæðið Til svæðisins teljast, auk ís- lands, Danmörk (þar með Færeyj- ar og Grænland), Noregur (þar með Svalbarðt og Jan Mayen), Svíþjóð, Finniand, Stóra-Bretland (þar með Norður-írland, Ermar- sundsevíar og eyjan Mön), Aust- urríki, Sviss (og Lichtenstein) og Portúgal (þar með Azoreyjar og Madeira). EFTA-uppruni Til þess að vara geti fengið EFTA-meðferð verða að fylgja henni skilríki um uppruna, yfirlýs- ing eða skírteini, í formi, sem lýst er í lista IV í samningnum, og nánar verður skýrt í handbókinni um EFTA. Yfirlýsing, sem fram- leiðandi og/eða útflytjandi gefur út, má vera á sérstöku eyðublaði eða prentuð, vélrituð eða stimpl- uð á vörureikning með ákveðnuni texta. EFTA-skírteini er gefið út af tollyfirvöldum eða löggiltum aðila, svo sem Verzlunarráði. Innflytjendum er ráðlagt að óska eftir EFTA-skilríkjum um uppruna, þar sem það á við, en út- flytjendur í hinum EFTA-löndum gjörþekkja þau eftir 10 ára reynslu. Til dæmis mætti nota orðin: „EFTA-documents í-equired for (goods)“. Þeir, sem stunda eða hyggja á útflutning til EFTA- landa, þurfa að kynna sér upp- runareglur EFTA, en þeim verð- ur nánar lýst í handbókinni, auk þess sem m. a. skrifstofa Verzlun- arráðsins mun veita þeim, sem þess óska, ýtarlegri upplýsingar. Uppruni á EFTA-svæðinu verð- ur að vera í samræmi við eitthvert. af eftirtöldum skilyrðum: a) Varan sé að öllu leyti framleidd á EFTA-svæðinu. Vegna vandkvæða á sönnunum, er oft hentugra að beita öðrum upp- runareglum, en þær eru allar jafn- gildar. b) Varan sé i samræmi við vörulýsingu þá, sem gefin er í framleiðsluskrám á vörulista I og II í viðauka B (verða birtar í handbókinni) og framleiddar á svæðinu á þann hátt, sem þar er lýst. c) Varan falli ekki undir skýrgreiningu vörulista II (aðal- lega vefnaðarvörur), sé framleidd á svæðinu og verðmæti efna, sem notuð eru á hvaða vinnslustigi vörunnar, sem er, og fengin eru utan svæðis eða eru af ókunnum uppruna, fari ekki yfir 50% af f.o.b.-verðmæti vörunnar. Hráefni, sem talin eru á hrá- efnaskrá á vörulista III i viðauka B (verður birt í handbókinni) og notuð eru við framleiðsluna, telj- ast í öllum tilvikum af svæðisupp- runa, þótt þau séu fengin utan svæðis. Við ákvörðun á uppruna er orka, eldsneyti, verksmiðuhús, vél- ar og verkfæri, sem notuð eru við framleiðslu vara innan svæðisins, og efni, sem notuð eru til viðhalds slikra verksmiðuhúsá, véla og verkfæra, talin framleidd að öllu leyti á svæðinu. Bein sending milli EFTA-landa Vörur vei’ða að flytjast frá einu EFTA-landi iil annars, ef þær eiga að njóta svæðismeðferðar. Það skiptir ekki máli, þótt þær fari um land utan svæðisins, ef upprunaskilrikin koma írá fram- leiðanda og seljanda í EFTA- landi. Geyma má vörur í tollvöru- geymslu utan svæðisins, að full- nægðum vissum skilyrðum. Tollendurgreiðsla Það er skilyrði fyrir svæðistoll- meðferð, að endurgreiðsla á toll- um af verndarvörum, sem upp- runnai' eru utan svæðisins, eigi sér ekki stað við útflutning þeirra frá því aðildarríki, þar sem síðasta hönd hefur verið lögð á fram- leiðsluna. Hins vegar er heimil endurgreiðsla á fjáröflunartollum, svo sem tollum á hráefnum, sem ekki eru með sérstökum EFTA- tolli, og á verndarvörum upprunn- um á EFTA-svæðinu. Enn fremur er tollendurgreiðsla ætíð heimil á umbúðum, sem nauðsynlegar eru við flutning var- anna eða varðveizlu eða á efni- vöru til framleiðslu slíkra um- búða, ef umbúðirnar verða ekkl taldar til smásölu-umbúða. Sama máli gegnir um farþegafarangur, ætlaðan til einkanota, sem smá- sendingar að f.o.b.-verðmæti allt að kr. 10.500,—(?). Fyrir slíkar sendingar nægir eftirfarandi yfir- lýsing um uppruna: „All tha above articles are of EFTA-orig- in“ og helzt undirritun undir orð- in „Signature of authorized sign- atory', eða tilsvarandi setningar á máli hlutaðeigandi EFTA-rii'i*,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.