Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Page 5

Frjáls verslun - 01.01.1970, Page 5
FRJÁLS VERZLUfsí VIÐSKIPTAMÁL: ÍSLAND i EFTA 1. MARZ — handbók um EFTA kemur út um miSjan íebrúar ísland gerist aðili að Frivérzl- unarsamtökum Evrópu, EFTA, 1. marz næstk. Þá munu EFTA-vör- ur, sem nú eru tollverndaðar, njóta lægri tolla eða tollfrelsis, ef þær eru upprunnar á EFTA-svæð- inu, fluttar beint frá einu aðildar- ríki til annars og hafa ekki nolið tollendurgreiðslu, allt í samræmi við neðantaldar reglur og skýr- ingar. Skýringarnar eru settar hér fram í mjög stuttu máli, en ýtar- legri skýringar verða i handbór: um EFTA, sem fjármálaráðuneyt ið mun gefa út og hafa til sölu eftir miðjan febrúar n.k. Það skal þegar tekið fram, að innfluttar vörur, sem uppfylla EFTA-skilyrðin, munu njóta svæð- ismeðferðar frá 1. marz n.k., þó að skilríki þau, sem nánar verð- ur getið hér á eftir, séu gefin út, áður en til aðildar kemur. Útflutt ar vörur munu njóta tollfrelsis á EFTA-svæðinu, þegar umrædd skilríki hafa verið gefin út, eflir að ísland gerist aðili að EFTA. EFTA-vörur, tollverndaðar EFTA-samningurinn tekur fyrst og fremst yfir iðnaðarvörur, en ekki yfir landbúnaðarvörur, setn taldar eru í viðauka D við samn- inginn, og sjávarafurðir, sem taldar eru í viðauka E. í hinni nýju tollskrá, sem Alþingi hefur nú samþ. verða vörur þær, sem taldar eru tollverndaðar EFTA- vörur, með lægri tolla en frá öðr- um löndum i dálki 2 undir fyrir- sögninni EFTA-tollur. EFTA-svæðið Til svæðisins teljast, auk ís- lands, Danmörk (þar með Færeyj- ar og Grænland), Noregur (þar með Svalbarðt og Jan Mayen), Svíþjóð, Finniand, Stóra-Bretland (þar með Norður-írland, Ermar- sundsevíar og eyjan Mön), Aust- urríki, Sviss (og Lichtenstein) og Portúgal (þar með Azoreyjar og Madeira). EFTA-uppruni Til þess að vara geti fengið EFTA-meðferð verða að fylgja henni skilríki um uppruna, yfirlýs- ing eða skírteini, í formi, sem lýst er í lista IV í samningnum, og nánar verður skýrt í handbókinni um EFTA. Yfirlýsing, sem fram- leiðandi og/eða útflytjandi gefur út, má vera á sérstöku eyðublaði eða prentuð, vélrituð eða stimpl- uð á vörureikning með ákveðnuni texta. EFTA-skírteini er gefið út af tollyfirvöldum eða löggiltum aðila, svo sem Verzlunarráði. Innflytjendum er ráðlagt að óska eftir EFTA-skilríkjum um uppruna, þar sem það á við, en út- flytjendur í hinum EFTA-löndum gjörþekkja þau eftir 10 ára reynslu. Til dæmis mætti nota orðin: „EFTA-documents í-equired for (goods)“. Þeir, sem stunda eða hyggja á útflutning til EFTA- landa, þurfa að kynna sér upp- runareglur EFTA, en þeim verð- ur nánar lýst í handbókinni, auk þess sem m. a. skrifstofa Verzlun- arráðsins mun veita þeim, sem þess óska, ýtarlegri upplýsingar. Uppruni á EFTA-svæðinu verð- ur að vera í samræmi við eitthvert. af eftirtöldum skilyrðum: a) Varan sé að öllu leyti framleidd á EFTA-svæðinu. Vegna vandkvæða á sönnunum, er oft hentugra að beita öðrum upp- runareglum, en þær eru allar jafn- gildar. b) Varan sé i samræmi við vörulýsingu þá, sem gefin er í framleiðsluskrám á vörulista I og II í viðauka B (verða birtar í handbókinni) og framleiddar á svæðinu á þann hátt, sem þar er lýst. c) Varan falli ekki undir skýrgreiningu vörulista II (aðal- lega vefnaðarvörur), sé framleidd á svæðinu og verðmæti efna, sem notuð eru á hvaða vinnslustigi vörunnar, sem er, og fengin eru utan svæðis eða eru af ókunnum uppruna, fari ekki yfir 50% af f.o.b.-verðmæti vörunnar. Hráefni, sem talin eru á hrá- efnaskrá á vörulista III i viðauka B (verður birt í handbókinni) og notuð eru við framleiðsluna, telj- ast í öllum tilvikum af svæðisupp- runa, þótt þau séu fengin utan svæðis. Við ákvörðun á uppruna er orka, eldsneyti, verksmiðuhús, vél- ar og verkfæri, sem notuð eru við framleiðslu vara innan svæðisins, og efni, sem notuð eru til viðhalds slikra verksmiðuhúsá, véla og verkfæra, talin framleidd að öllu leyti á svæðinu. Bein sending milli EFTA-landa Vörur vei’ða að flytjast frá einu EFTA-landi iil annars, ef þær eiga að njóta svæðismeðferðar. Það skiptir ekki máli, þótt þær fari um land utan svæðisins, ef upprunaskilrikin koma írá fram- leiðanda og seljanda í EFTA- landi. Geyma má vörur í tollvöru- geymslu utan svæðisins, að full- nægðum vissum skilyrðum. Tollendurgreiðsla Það er skilyrði fyrir svæðistoll- meðferð, að endurgreiðsla á toll- um af verndarvörum, sem upp- runnai' eru utan svæðisins, eigi sér ekki stað við útflutning þeirra frá því aðildarríki, þar sem síðasta hönd hefur verið lögð á fram- leiðsluna. Hins vegar er heimil endurgreiðsla á fjáröflunartollum, svo sem tollum á hráefnum, sem ekki eru með sérstökum EFTA- tolli, og á verndarvörum upprunn- um á EFTA-svæðinu. Enn fremur er tollendurgreiðsla ætíð heimil á umbúðum, sem nauðsynlegar eru við flutning var- anna eða varðveizlu eða á efni- vöru til framleiðslu slíkra um- búða, ef umbúðirnar verða ekkl taldar til smásölu-umbúða. Sama máli gegnir um farþegafarangur, ætlaðan til einkanota, sem smá- sendingar að f.o.b.-verðmæti allt að kr. 10.500,—(?). Fyrir slíkar sendingar nægir eftirfarandi yfir- lýsing um uppruna: „All tha above articles are of EFTA-orig- in“ og helzt undirritun undir orð- in „Signature of authorized sign- atory', eða tilsvarandi setningar á máli hlutaðeigandi EFTA-rii'i*,

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.