Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 46
46 FRJALS VERZLUN félag, sem er í uppbyggingu, getur ekki samtímis gert kröfur til þess, að hámarksfjárfesting eigi sér stað í neyzluþættinum eins og t. d. íbúðarhúsnæði, bifreiðum, hús- gögnum o. þ. h. og jafnframt sé nægilegt fjármagn til að fjárfesta í framleiðslutækjum, fræðslu- og tryggingakerfi o. s. frv. Hér verð- ur að vera skynsamlegt hlutfall á milli neyzlu og sparnaðar, einka- neyzlu og samneyzlu, opinberrar fjárfestingar og einkafjárfesting- ar. Ráðstöfunarfjármagn þjóðar- innar á hverjum tíma. á að setja henni skynsamleg takmörk. Það er einkennileg tilviljun, að á næsta leiti eru líklegast þátta- skil í sögu íslenzku þjóðarinnar í tvenns konar skilningi. f fyrsta lagi: Að með aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu, sem þýðir útvíkkun þeirrar efna- hagsheildar, sem þjóðin verð- ur að starfa í um ófyrirsjá- anlega framtíð, verður að stefna að fækkun og stækkun fyrir- tækja, sem geta bctur stað- izt samkeppnina á heimsmörkuð- unum. Það þýðir fækkun eignar- aðila í atvinnurekstri. nema ís- lenzkum skattalögum verði breytt á þann veg, að eftirsóknarvert verði fyrir einstaklinga að eiga hlut í atvinnurekstri, svipað og á sér stað í Bandaríkjunum. Þá er hugsanlegt, að fólkið myndi vilja setja sparifé sitt í atvinnurekstur frekar en íbúðir, eins og verið hefur á undanförnum árum. Hvað sem því líður, er fyrirsjáanlegt, að framleiðsluheildirnar í atvinnu- rekstri stækka og þær þarfnast mikils fjármagns. Hugsjón hins takmarkaða og einstaklings- bundna einkaframtaks hefur runnið sitt skeið. Að vísu verða starfandi hundruð smáfyrirtækja, en í framtíðinni verður lögð meg- in áherzla á að byggja upp stór- fyrirtæki eða samsteypur með hundruðum ef ekki þúsundum starfsmanna. Eðli aukinnar verka- skiptingar þjóðanna og harðnandi samkeppni gerir slíkt óumflýjan- legt. Er þá komið að öðru atriðinu: — Fjármögnun þessarar miklu um- breytingar. Með tilkomu lífeyrissjóðanna, sem nú er verið að ganga frá, myndast ákveðinn og hugsanleg- ur fjármögnunargrundvöllur fyr- ir stórfyrirtæki framtíðarinnar, ef vilji er fyrir hendi af hálfu þeirra, sem ráða yfir sjóðunum. Auðvit- að þýðir það ekki, að minni fyrir- tæki eigi að vera afskipt gagn- vart fjármögnunarmöguleikum úr þessum sjóðum. Fyrirsjáanlegt er, að eftir örfá ár munu árlegar tekjur lífeyrissjóðanna og ráð- stöfunarfé verða mun meira en árleg aukning í spariinnlánum banka og sparisjóða við óbreyttar aðstæður. Greiðslubyrði sjóðanna verður tiltölulega lítil fyrstu ára- tugina, og takist að halda verð- bólgunni niðri, verður þarna fyr- ir hendi gífurlega mikið ráðstöf- unarfé. Erfitt er á þessu stigi að gera nákvæma grein fyrir, hversu mik- il fjármagnsmyndunin verður. En gróft reiknað má gera ráð fyrir, að innan fárra ára verði árlegt ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna á annað þúsund milljóna króna. Þegar haft er í huga, að áætlað er, að sparifé 1 viðskiptabönkum og sparisjóðum muni aukast um rúmlega 1000 milljónir króna í ár, er unnt að gera sér í hugar- lund, hvaða áhrif fyrirhugaðir og núverandi lífeyrissjóðir muni hafa á fjármagnsstrauminn í ís- lenzka peningakerfinu. Notkun þessa fjármagns get- ur ráðið miklu um framtíðarþjóð- félagsskipan á íslandi. Það hvort við hneigjumst til sósíalisma í gegnum „sentralíseraða“ fjár- magnsnotkun undir stjórn vinstri sinnaðs ríkisvalds og stofnana þess, eða hvort við hneigjumst í átt til aukins frjálsræðis, svipað og á sér stað í Bandarikjunum, byggist á því að samningsaðilar vinnumarkaðsins hafi sem frjáls- ast ákvörðunarvald yfir rekstri, stjórn og ákvörðunum um ávöxt- un á fjármagni lífeyrissjóðanna. Þurfa þeir vissulega að starfa í samræmi við ríkjandi efnahags- stefnu á hverjum tíma. í vissum skilningi skapa sjóðirnir ný tæki- færi fyrir þátttöku fjöldans í at- vinnuuppbyggingu þjóðarinnar, ef ráðstöfunarfjármagni þeirra er beint til atvinnufyrirtækjanna í margbreytilegu formi. Stofnun framkvæmdafélaga, almennings- hlutafclaga og fyrirheit um heil- brigðari skattalöggjöf gagnvart atvinnurekstrinum, vekja vonir um nýjan tíma, en til þess, að þær megi rætast, þarf djörfung og kjark til að fara inn á nýjar brautir í fjármálum og atvinnu- málum þjóðarinnar. LJÓSASKILTI Smíðum plastljósaskilti í ýmsum stærðum. Aukið söluna með varanlegri auglýs- ingu, smíðaðri með tilliti til íslenzks veðurfars. Tillögur og tilboð án endur- gjalds. PLASTGLER Glærar og litaðar acrylplastplötur, niðursagaðar og unnar eí'tir vild til margvíslegrar notkunar. T. d.: i glugga, hurðir — bílrúður — milliveggi, undir skrifborðsstóla og margt fleira. Allt að 17 sinnum styrkleiki venjulegs glers. önnumst ýmis konar sérsmíði úr plastgleri. — Hagstætt verð. GEISLAPLAST VIÐ MIKLATORG SÍMI 21090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.