Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 51
FRJALS VERZLUM 51 FERÐAMÁL: HÓTEL BORG 40 ÁRA — hýsir 15 þúsund manns á ári HÓTEL BORG átti fertugs af- mæli hinn 18. febrúar sl. Opnun þess var að mörgu leyti merkis atburður í sögu þjónustumála ís- lands, því að þetta var fyrsta 1. flokks hótelið, sem tók til starfa í Reykjavík. Árið 1930 var merkisár í sögu þjóðarinnar. Eitt þúsund ár voru liðin frá stofnun Alþingis, og því voru framundan mikil hátíðahöld og von á mörgum erlendum gest- um í því tilefni; meiri gestakoma en hér hafði áður þekkzt. Við þetta sköpuðust ýmis vandamál, því að á þessum tíma vorum við lítt undir það búin að taka á móti og hýsa fjölda erlendra fyrir- manna. Tilfinnanlegur skortur var á góðu gistihúsi, og hin brýnasta nauðsyn að eitt slíkt yi'ði reist. En eins og Aron Guðbrandsson, núverandi stjórnarformaður Hó- tel Borgar hf. komst að orði á af- mælisdegi hótelsins: „Enginn var sá aðili á íslandi, sem taldi sig þess umkominn að standa undir slíkri stórframkvæmd fjárhags- lega. Þá varð það til bjargar sóma lands og þjóðar, að íslend- ingurinn Jóhannes Jósefsson, glímukappi, sem dvalið hafði meðal framandi þjóða um árabil, getið sér frægð og frama og nokk- urs fjárs, kom heim og leysti þann vanda, þar sem aðrir voru frá- gengnir.11 Jóhannes lét byggja Hótel Borg, og vafalaust má telja þetta framtak hið mesta, sem ráð- izt hafði verið í af einstaklingi hér á landi. Guðjón Samúelsson, húsameistari rikisins, gerði aðal- teikninguna að húsinu. Hótel Borg mun hafa kostað með öllu innbúi 1930 kr. 1.3 milljónir, sem var mikil fjárhæð á þeim tíma, eins og sést af því að þá kostaði miðdegisverður á hótelinu kr. 2.50. Jóhannes seldi Hótel Borg sam- nefndu hlutafélagi árið 1960, sem rekið hefur hótelið upp frá því og átti því 10 ára starfsafmæli um sömu mundir og hótelið sjálft varð 40 ára. — Núverandi hótelstjóri er Pét- ur Daníelsson, en hann var einn af 8 fyrstu þjónum hótelsins. ,,Á síðasta ári gistu 15 þúsund manns hótelið," sagði Pétur í stuttu samtali við FV. í tilefni af- mælisins. „Við höfum yfir að ráða 46 herbergjum með sam- tals 72 rúmum, og veitingasalir rúma 350 manns. Miklar endur- bætur hafa verið gerðar á öllu hótelinu — bæði inni og úti — frá því að við tókum við því fyrir 10 árum, enda þarf stöðugt að vera að endurnýja hótelbygging- ar til að fullnægja kröfum á hverjum tíma.“ Um nýtingu Hótel Borgar sagði Pétur: „Nýtingin hér hefur jafn- an verið nokkuð góð. Á sumrin eða yfir fjögurra mánaða tímabii er hvert rúm skipað, en minna hefur verið að gera yfir vetrar- mánuðina, sérstaklega nú eftir að hótelunum tók að fjölga.“ Hann segist vera bjartsýnn á að enn sé hægt að auka ferðamannastraum- inn til landsins yfir sumarið, en RAZN0IMP0RT, M0SKVA RUSSNESKI HJOLBARÐINN ENDIST Hafa enzt 70.000 km akstui* samkvæmt vottorðl atvinnubllsljóra Faest h]A Hestum hjólbaröasölum A landínu Hvergi laegra verö ^ SflVII 1-7373 TRADING CO. HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.