Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 66
FRJALS VERZLUN ATVIMMULÍFIÐ FÆR MÝTT KLUKKLVERK frá ritstjórn 1 byrjun nýs árs, 1970, eru á döfinni merkilegar breyt- inc/ar á aðbúð íslenzks atvinmilífs. Ef að líkum lætur.er i aðsigi ný bylting á þessu sviði, bylting, sem boðar örlaga- ríka tíma. Aðbúð atvinnulifsins tók stakkaskiptum, þegar ný efna- hagsmálastefna var tekin uyy fyrir áratug. Þá hófst nýsköp- un atvinnulífsins, sem stóð óslitið um árabil. En um skeið hefur ríkt kreppuástand, eftir hin einstæðu efnahagsáföll þjóðarbúsins 1967 og 1968. Á meðan hefur nýsköpunin stað- ið í stað. Þetta ástand er nú að mestu um garð gengið. Og enda þótt skaðinn sé hvergi nærri að fullu bættur, leggur þjóðin nú ótrauð til nýrrar framfarabaráttu, þar sem fram- hald nýsköpunar atvinnulífsins situr í fyrirrúmi, eðli máls- ins samkvæmt. Þau áform, sem nú eru uppi, eru svo veiga- mikil, að ekki verður líkt við neitt minna en byltingu. Það er fyrst og fremst þrennt, sem áformin snúast um. I fyrsta lagi innganga í EFTA, Fríverzlunarbandalag Evr- ópu. / tíðru lagi endurmat á sköttum og tollum með tilliti til stóraukinnar fjármunamyndunar í atvinnurekstri. t þriðja lagi aukið frjálsræði í verðlagsmyndun til örvunar frjálsri samkeppni, sem stuðla á í senn að eðlilegri rekst- ursaðstöðu og réttu verðlagi. 1 kjölfarið hljóta svo að fylgja frekari umbætur á þessu sviði, eins og í bankamálum og almennum launamálum, enda eru breytingarnar þess eðlis, að þær ýmist hafa áhrif á skyld mál eða ná ekki tilgangi sínum, nema slík mál þróist jafnhliða. Verði af öllum þessum breytingum og þær verki með til- ætluðum hætti á þjóðarbúskapinn í náinni framtíð, er eng- inn vafi á, að í þeim býr stærsta tækifæri olckar lslendinga fyrr og síðar til að gera atvinnulífið að slíkri undirstöðu, sém rísi undir sambærilegum lífskjörum og velmegun og bezt þekkist í heiminum. Þetta er markmiðið, sem við vilj- um keppa að og ná. Leiðin að þvi liggur nú sem fyrr um at- vinnulífið, og því er traust og öflugt atvinnulíf á heims- mælikvarða forsenda allrar farsældar olckar Islendinga í bráð og lengd. Það hefur verið sagt, að inngangan í EFTA muni virka á íslenzkt atvinnulíf eins og gífurleg, allsherjar vekjara- klulcka. I þessu er mikið satt, hvernig sem af reiðir. Og það má því til sanns vegar færa, að með öðru sé atvinnu- lif okkar að fá nýtt klukkuverk, eins og risakirkjan á Skóla- vörðuholti. Það er svo á okkar valdi, hvort við náum þeim hreina tóni, sem fólginn er í árangursrtlcri nýsköpun at- vinnulífsins. Valið er, að duga — eða drepast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.