Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERZLUtf 23 ERLEND FYRIRTÆKI: BALLOGRAF BIC A/B Ballograf A/B var stofnað árið 1947 í Gautaborg, og var þar með fyrsta kúlupennaverksmiðja í Evrópu. Framleiðslan var lítil í byrjun, tveir starfsmenn unnu að framleiðslunni í bílskúr. Keppi- nautar um markaðinn spruttu upp eins og gorkúlur á haug, og um það bil 3 árum seinna fyrirfundust í Svíþjóð einni ekki færri en tutt- ugu kúlupennaverksmiðjur. Þegar um nýja framleiðslu er að ræða, þá þarf að sigrast á byrj- unarörðugleikum, svo sem leka í fyllingum, en örðugasti hjallinn var að finna ráð við þeim ágalla á blekinu, að það dofnaði eða jafn- vel hvarf með tímanum og svo hinu, að pennanum þurfti aðhalda beint upp á endann, til þess að hægt væri að skrifa með honum. Ballograf sigraðist á þessum örð- ugleikum, en þetta hafði það í för með sér, að nú urðu keppi- nautarnir ósamkeppnisfærir og neyddust til að loka fyrirtækjum sínum. Ballograf er nú í dag eina kúlupennaverksmiðjan í Svíþjóð, og má þakka það þeirri reglu, sem ætíð hefur verið fylgt, „gæði um- fram magn“. Ballograf hefur unnið braut- ryðjendastarf, ekki aðeins með nýja blekinu, heldur einnig með jákvæðri þróun pennans. Fylling- ar-oddinum var breytt og í hann sett kúla, sem snérist, þegar skrif- í þessum rennibekkjum eru stál- oddarnir framleiddir, með ná- kvæmni, sem er 1/5000 úr mm. að var, og gerir það að verkum, að nú er hægt að skrifa með því að halda pennanum eins og hverj- um og einum finnst þægilegast. Annað, sem Ballograf hefur haft frumkvæðið að í Evrópu, er: Fjaðrandi mechanismi í fylling- una (ýtir henni út og hleypir inn), stærri blekfylling, 6 blek- rásir í fyllingarnar, fylling sér- staklega gerð fyrir undirskriftir. Það er engin tilviljun, að Ballo- graf er nú meðal fremstu kúlu- pennaframleiðenda í heiminum. Söluprogram fyrirtækisins er árangur, sem fengizt hefur af reynzlu við framleiðslu og sölu á yfir 300 milljónum kúlupenna og fyllinga. Smám saman var unnin markaðurinn í Evrópu, og eftir að framleiðslumagnið hafði verið stóraukið, opnaðist möguleiki á markaði um víða veröld. Dagleg framleiðsla er nú 125.000 pennar og fyllingar. Af þessu er 70% flutt út til um 70 landa. Vegna hins háa vinnuaflskostn- aðar í Svíþjóð, þá var það aug- ljóst, að mikil hagræðing á rekstr- inum var nauðsynleg. Með gamla fyrirkomulaginu á framleiðslunni hefði starfsmannafjöldinn fljótt kaffært fyrirtækið, en með hag- ræðingu tókst að ná því marki, að nú er tiltölulega fámennt starfslið, og starfar það aðallega við eftirlit og samsetningu. Nákvæmnisvélar, sem búnar hafa verið til af starfsmönnum Ballograf, eru notaðar við fram- leiðsluna. Til dæmis um ná- kvæmnina er hægt að nefna, að fyllingarnar eru með hlaupi, sem er aðeins 1/5000 úr mm, það er að segja, fyllingarnar eru fram- leiddar með sömu nákvæmni og Svissnesku úrin. „Denascon" mechanisminn i Epoca-pennanum er búinn til úr gríðarsterku efni. Tilraunir hafa gefið til kynna, að endingin gæti varað í 200 ár með daglegri notk- un 40 sinnum á dag. Fyrir nokkrum árum síðan lauk hópur sænskra vísindamanna rannsóknum á skrift. Niðurstöð- urnar sýndu, að þyngd og gild- leiki pennans höfðu miklu meiri áhrif á skriftina en menn hafði órað fyrir. Lítil þyngd pennans orsakaði harðari skrift og meira átak á vöðvana. Mjóir pennar höfðu svipuð áhrif. Ballograf fyr- irtækið hafði komizt að þessum sömu niðurstöðum nokkru áður, en þessar rannsóknir staðfestu niðurstöðurnar, svo ekki varð um villzt. Það er að segja, að skriftar- krampi og þreyta skólabarna og unglinga orsökuðust af léttum og mjóum skriffærum. Framfarirnar létu ekki á sér standa í nýrri gerð penna „Ballograf Epoca“. Bic pennarnir eru einnig seldir af Ballograf Bic A/B. Kúlan fremst í fyllingunni er einn mikilvægasti hluti pennans, og sú kúla, sem Bic er búin til úr, er sams konar efni og notað er í handsprengjur til eyðileggingar á skriðdrekum, „Wolframkarbid“. Það er í rauninni grátlegt að hugsa til þess, að kúlunni skuli hent, eftir að blekið er þorrið úr fyllingunni, því að kúlan gæti enzt í 200 ár. Þegar kúlan er búin til, er hún nákvæmlega skoðuð og slípuð, til þess að hægt sé að tryggja jöfn gæði pennans. Kúl- urnar eru slípaðar í sérstökum slípivélum og tekur slík slípun margar klukkustundir, en fjöldi kúlna er slípaður í einu. Allar Baliograf-fyllingar eru at- liugaðar og reyndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.