Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 39
FRJAL5 VERZLUN 3* „LÍFEYRISSJÓÐIR SKAPA FJÁRMÖGN- UNARGRUNDVÖLL FYRIR STÓRFYRIRTÆKI FRAMTÍÐARINNAR EF VIUI ER FYRIR HENDI AF HÁLFU ÞEIRRA ER STJÓRNA SJÓDUNUM" Þannig m. a. komst Guðmundur H. Garðarsson viðskiptaírœðingur að orði í ítarlegri rœðu um baróttuna um fjármagnið, sem birtist hér í heild. í upphafi er rétt að fara nokkr- um orðum um hugtakið fjár- magn — kapital —. Margs konar skilgreiningar hafa verið gefnar á hugtakinu fjármagn og því hlut- verki, sem það gegnir í nútíma efnahagskerfi. Með orðinu fjár- magn getur verið átt við peninga, verð-, hluta- og skuldabréf eða aðrar hliðstæðar ávísanir á verð- mæti eða ákveðin lífsgæði. Þá getur verið um að ræða svonefnt framleiðslufjármagn, þ. e. vélar, tæki, verksmiðjuhús, skip og þess háttar. Skal ekki rætt nánar um það hér. þar sem gengið er út frá því, að flestir skilji hina al- mennu merkingu og notkun orðs- ins fjármagn. Út frá sjónarmiði peningagild- isins, gjaldmiðils nútímaviðskipta, er að sjálfsögðu stöðug barátta um fjármagnið milli einstaklinga og stétta, því notkun peninganna, — fjármagnsins — ræður notkun framleiðsluaflanna, skiptingu þjóðarteknanna o. s. frv. Tilgang- ur baráttunnar getur verið mis- munandi, en öllum einstaklingum er það sameiginlegt, að leitast við að tryggja sér ákveðið lágmarks- fjármagn til að fullnægja lág- marks neyzluþörfum sjálfra sín og þeirra, sem viðkomandi hefur á framfæri sínu. Þetta mætti nefna neyzlufjármagn. Það er ekki tilgangur þessa erindis að ræða um baráttuna um neyzlu- fjármagnið og skiptingu þess, heldur baráttuna um það fjár- magn sem umfram er, spariféð, þ. e. það fjármagn sem unnt er að leggja til hliðar af verðmæta- sköpun nútímans, vegna framtíð- arþarfa þjóðfélagsins, hvort sem er í formi inneigna í bönkum, Guðmundur H. Garðarsson, starfs- maður í einu þýðingarmesta fyrir- tæki landsins, S.H., og formaður stærsta verkalýðsfélagsins, V.R. sjóðum, hluta-, verð- eða skulda- bréfum, framleiðslutækjum, vís- indum, menntun o. s. frv. Afstaða einstaklingsins til fjár- magnsins og afskipti, hvort sem um er að ræða fjármagnseiganda eða lántaka, eru mismunandi eft- ir ríkjandi þjóðfélagsaðstæðum, skipulagi og markmiðum. í komm- únistisku þjóðfélagi þekkir ein- staklingurinn ekki fjármagns- vandamálið í sama skilningi og einstaklingur í hákapítalistísku þjóðfélagi. í kommúnistísku þjóð- félagi er ekki gert ráð fyrir, að fjáröflun einstaklingsins sé meiri en sem nemur eyðslu hans á hverj- um tíma, vegna brýnna takmark- aðra neyzluþarfa. Litið er á hugs- anlegt sparifé sem sameign þegn- anna. Miðstjórnarvaldið ákveður notkun þess og dreifingu. Það á- kveður, hvað skuli framleitt, verð- lag á vöru, þjónustu, vinnu o. s. frv. Það ákveður einnig stærð sparifjármyndunar í þjóðartekj- unum og þar af leiðandi fjárfest- ing« framtíðarinnar. Skoðanir eða afstaða einstaklinganna, fjöldans, ræður hér engu um eða litlu. í hákapítalistísku þjóðfélagi, eins og t. d. Bandaríkjunum, þar sem einstaklingstekjur eru háar og möguleikar til fjáröflunar og sparnaðar eru miklir, er þessu allt öðruvjsi varið. Hér dreifist eigna- yfirráð yfir fjármagninu á tugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.