Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 44
44'
FRJALS VERZLUN
þrem árum og síðar, verður um
gífurlegar sjóðmyndanir að ræða.
Geta þær haft hin skaðvænleg-
ustu áhrif á efnahags- og atvinnu-
líf landsins, ef ekki er rétt á hald-
ið, því hafa verður í huga, að
fyrstu áratugina eru ábyrgða-
greiðslur sjóðanna mun lægri en
tekjurnar. Veltur þá á miklu, að
heilbrigð stefna ráði um notkun
r áðstöf unarf j árins.
Landslífeyrissjóður Svía, sem
stofnaður var með lögum árið
1959, gefur nokkra vísbendingu
um, hvers megi vænta í þessum
efnum hérlendis, þegar svo til
allir landsmenn hafa öðlazt aðild
að lífeyrissjóðum. Fyrsta heila
starfsár sjóðsins árið 1960 kom
einn milljarður sænskra króna í
hann. í árslok 1966 var sjóðurinn
orðinn um 14 milljarðar sænskra
króna og útgjöld innan við 1 millj-
arður. Á þessu eina ári var
aukningin 4 milljarðar sænskra
króna. Til samanburðar má geta
þess, að á sama ári námu heildar
verðbréfaviðskipti í Svíþjóð 7
milljörðum sænskra króna. Gef-
ur þetta nokkra hugmynd um
stærð lífeyrissjóðskerfisins í fjár-
málalífi Svía. Þá má geta þess, að
í lok þrítugasta starfsársins árið
1990 er áætlað, að sjóðurinn verði
orðinn 176.2 milljarðar sænskra
króna og útgjöldin aðeins 15 millj-
arðar.
Sænska landslífeyrissjóðnum
er skipt í þrjár deildir og er sér-
stök stjórn fyrir hverja deild.
Fyrsta deildin fær til umráða öll
iðgjöld, sem ríkið, sveitarfélögin
opinberar stofnanir og fyrirtæki
greiða. Er það um 20% heildar-
iðgjalda. í aðra deild fara iðgjöld
meiri háttar atvinnugreina, þ. e.
þeirra, sem hafa 20 launþega eða
fleiri í þjónustu sinni. 50% ið-
gjalda fara í þessa deild. í þriðju
deildina fara iðgjöld, sem eru frá
smærri atvinnurekendum og er
það um 30% iðgjalda.
Iðgjöldin renna öll í sérstakan
sjóð, Almenna eftirlaunasjóðinn,
sem greiðir lífeyri og önnur út-
gjöld trygginganna. Skulu iðgjöld-
in við það miðuð, að þau ásamt
öðrum tekjum nægi til þess að
greiða útgjöld á hverjum tíma og
til þess að safna hæfilegum sjóði
til að mæta vaxandi skuldbind-
ingum framtíðarinnar. Jafnfratnt
er sjóðnum ætlað það hlutverk
að efla heililarþróun og framfar-
ir atvinnuveganna. í því skyni er
honum heimilað að aðstoða þá,
sem iðgjöldin greiða, en þar eru
fyrirtækin í atvinnulífinu stærst,
til að auka framleiðslu og fram-
leiðni með fullkomnari vélakosti,
tækni og hvers konar vinnuhag-
ræðingu. Lánastofnanir, sem á-
vaxta fé sjóðsins, veita slíka að-
stoð í formi endurlána, sem mega
nema allt að 50% af iðgjalda-
greiðslu lántakandans yfir á-
kveðið tímabil og endurgreiðist á
10 árum.
40% af ráðstöfunarfé annarar
og þriðju dcihlar fer árlega aftur
í atvinnureksturinn og um 60%
í byggingarstarfsemi. í Danmörku
mun þessi ráðstöfunarprósenta til
atvinnurekstursins vera um 50%.
Af framansögðu sést, að í hálf-
sósíalistísku efnahagskerfi, þar
sem lögbundnir lífeyrissjóðir eru
innleiddir, er mikil hætta á því,
að aðild einstaklingsins sem fjár-
magnsþátttakanda, sem einhverju
nemur í atvinnulífinu, fari minnk-
andi, en í þess stað hafi almennir
opinberir sjóðir, bankar og trygg-
ingafélög stöðugt meiri ítök og
þýðingu, sem yfirráðaaðili og
stjórnendur fjármagnsins. Eftir
því sem valdamenn hneigjast
meira í átt til sósíalisma eða
stjórnmálalegs einræðis, eykst
hættan á því, að þessir öflugu
sjóðir verði misnotaðir til við-
halds valdakerfi þeirra, er ráða.
Hvar skyldu íslendingar standa
í þessari þróun?
í vissum skilningi hafa íslend-
ingar verið milli vita í sinni pen-
inga- og fjármálapólitík síðustu
áratugina. Margfaldar kröfur
hafa verið gerðar til hverrar fjár-
magnseiningar. Þjóðin hefur bæði
viljað eyða og spara, rífa niður og
byggja upp. Margt hefur verið
vel gert, en fjái’magnsfátækt þjóð-
HVERNIG ER HREINLÆTI HÁTTAÐ
Á VINNUSTAÐ
YÐAR?
VINNUVEITENDUR!
Handklaði no»u5 af mörgum oru h»»»ulog og h»fa okkl
núfíma hroinl»ti»kröfum.
Stuöliö a3 faarri vtikindadögum starhfólks yðar og no»-
iö pappirshandþurrkur; þ»r oru ótrúloga ODÝRAR og
ÞÆCILEGAR í noHcun.
SERVA-M ATIC
STEINER COMPANY
APPIRSVORUR14