Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.01.1970, Qupperneq 44
44' FRJALS VERZLUN þrem árum og síðar, verður um gífurlegar sjóðmyndanir að ræða. Geta þær haft hin skaðvænleg- ustu áhrif á efnahags- og atvinnu- líf landsins, ef ekki er rétt á hald- ið, því hafa verður í huga, að fyrstu áratugina eru ábyrgða- greiðslur sjóðanna mun lægri en tekjurnar. Veltur þá á miklu, að heilbrigð stefna ráði um notkun r áðstöf unarf j árins. Landslífeyrissjóður Svía, sem stofnaður var með lögum árið 1959, gefur nokkra vísbendingu um, hvers megi vænta í þessum efnum hérlendis, þegar svo til allir landsmenn hafa öðlazt aðild að lífeyrissjóðum. Fyrsta heila starfsár sjóðsins árið 1960 kom einn milljarður sænskra króna í hann. í árslok 1966 var sjóðurinn orðinn um 14 milljarðar sænskra króna og útgjöld innan við 1 millj- arður. Á þessu eina ári var aukningin 4 milljarðar sænskra króna. Til samanburðar má geta þess, að á sama ári námu heildar verðbréfaviðskipti í Svíþjóð 7 milljörðum sænskra króna. Gef- ur þetta nokkra hugmynd um stærð lífeyrissjóðskerfisins í fjár- málalífi Svía. Þá má geta þess, að í lok þrítugasta starfsársins árið 1990 er áætlað, að sjóðurinn verði orðinn 176.2 milljarðar sænskra króna og útgjöldin aðeins 15 millj- arðar. Sænska landslífeyrissjóðnum er skipt í þrjár deildir og er sér- stök stjórn fyrir hverja deild. Fyrsta deildin fær til umráða öll iðgjöld, sem ríkið, sveitarfélögin opinberar stofnanir og fyrirtæki greiða. Er það um 20% heildar- iðgjalda. í aðra deild fara iðgjöld meiri háttar atvinnugreina, þ. e. þeirra, sem hafa 20 launþega eða fleiri í þjónustu sinni. 50% ið- gjalda fara í þessa deild. í þriðju deildina fara iðgjöld, sem eru frá smærri atvinnurekendum og er það um 30% iðgjalda. Iðgjöldin renna öll í sérstakan sjóð, Almenna eftirlaunasjóðinn, sem greiðir lífeyri og önnur út- gjöld trygginganna. Skulu iðgjöld- in við það miðuð, að þau ásamt öðrum tekjum nægi til þess að greiða útgjöld á hverjum tíma og til þess að safna hæfilegum sjóði til að mæta vaxandi skuldbind- ingum framtíðarinnar. Jafnfratnt er sjóðnum ætlað það hlutverk að efla heililarþróun og framfar- ir atvinnuveganna. í því skyni er honum heimilað að aðstoða þá, sem iðgjöldin greiða, en þar eru fyrirtækin í atvinnulífinu stærst, til að auka framleiðslu og fram- leiðni með fullkomnari vélakosti, tækni og hvers konar vinnuhag- ræðingu. Lánastofnanir, sem á- vaxta fé sjóðsins, veita slíka að- stoð í formi endurlána, sem mega nema allt að 50% af iðgjalda- greiðslu lántakandans yfir á- kveðið tímabil og endurgreiðist á 10 árum. 40% af ráðstöfunarfé annarar og þriðju dcihlar fer árlega aftur í atvinnureksturinn og um 60% í byggingarstarfsemi. í Danmörku mun þessi ráðstöfunarprósenta til atvinnurekstursins vera um 50%. Af framansögðu sést, að í hálf- sósíalistísku efnahagskerfi, þar sem lögbundnir lífeyrissjóðir eru innleiddir, er mikil hætta á því, að aðild einstaklingsins sem fjár- magnsþátttakanda, sem einhverju nemur í atvinnulífinu, fari minnk- andi, en í þess stað hafi almennir opinberir sjóðir, bankar og trygg- ingafélög stöðugt meiri ítök og þýðingu, sem yfirráðaaðili og stjórnendur fjármagnsins. Eftir því sem valdamenn hneigjast meira í átt til sósíalisma eða stjórnmálalegs einræðis, eykst hættan á því, að þessir öflugu sjóðir verði misnotaðir til við- halds valdakerfi þeirra, er ráða. Hvar skyldu íslendingar standa í þessari þróun? í vissum skilningi hafa íslend- ingar verið milli vita í sinni pen- inga- og fjármálapólitík síðustu áratugina. Margfaldar kröfur hafa verið gerðar til hverrar fjár- magnseiningar. Þjóðin hefur bæði viljað eyða og spara, rífa niður og byggja upp. Margt hefur verið vel gert, en fjái’magnsfátækt þjóð- HVERNIG ER HREINLÆTI HÁTTAÐ Á VINNUSTAÐ YÐAR? VINNUVEITENDUR! Handklaði no»u5 af mörgum oru h»»»ulog og h»fa okkl núfíma hroinl»ti»kröfum. Stuöliö a3 faarri vtikindadögum starhfólks yðar og no»- iö pappirshandþurrkur; þ»r oru ótrúloga ODÝRAR og ÞÆCILEGAR í noHcun. SERVA-M ATIC STEINER COMPANY APPIRSVORUR14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.